Íslenski boltinn

Sonni Ragnar seldur til Molde eftir stutt stopp í Pepsi-deildinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sonni Ragnar skrifaði undir þriggja ára samning við Molde.
Sonni Ragnar skrifaði undir þriggja ára samning við Molde. mynd/twitter-síða molde
FH hefur selt færeyska varnarmanninn Sonni Ragnar Nattestad til norska úrvalsdeildarliðsins Molde.

Sonni Ragnar, sem er 22 ára, kom til FH frá danska liðinu Midtjylland fyrir síðasta tímabil.

Sonni Ragnar lék aðeins einn deildarleik og tvo bikarleiki með FH áður en hann var lánaður til Fylkis um mitt tímabil.

Sonni Ragnar lék átta leiki með Fylki sem féll úr Pepsi-deildinni eftir 16 ára samfellda dvöl þar.

Hann er annar leikmaðurinn sem Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Molde, nær í úr Pepsi-deildinni eftir að tímabilinu lauk. Í lok nóvember keypti Molde Óttar Magnús Karlsson frá Víkingi.

Sonni Ragnar hefur leikið 16 leiki og skorað eitt mark fyrir færeyska landsliðið.


Tengdar fréttir

Óttar Magnús seldur til Molde

Hinn stórefnilega framherji Óttar Magnús Karlsson hefur verið seldur frá Víkingi til norska liðsins Molde.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×