Myndin fjallar um Callum Lynch, sem leikinn er af Michael Fassbender, en honum er rænt af vondu fólki sem ætlar sér að nota minningar forföðurs hans til að stjórna mannkyninu. Söguþráðurinn virðist ekki vera ósvipaður söguþræði fyrsta leiksins.
Sögusvið myndarinnar er þó spænski rannsóknarrétturinn en í leikurinn fjallaði að miklu leyti um Helga landið á tímum krossferðanna.
Assassins Creed verður frumsýnd 21. desember.