Enski boltinn

Uppgjör helgarinnar í enska: Vardy vaknaði og bestu mörkin og markvörslurnar

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Jamie Vardy vaknaði til lífsins og skoraði þrennu.
Jamie Vardy vaknaði til lífsins og skoraði þrennu. vísir/getty
Fimmtánda umferð ensku úrvalsdeildarinnar fór fram um helgina en þar vaknaði Leicester og Jamie Vardy til lífsins eftir vænan blund framan af leiktíð. Englandsmeistararnir unnu Manchester City, 4-2, þar sem Vardy skoraði þrennu.

Chelsea er áfram á toppnum eftir níunda sigurinn í röð og þá vann Manchester United loksins fótboltaleik þegar liðið hafði betur gegn Tottenham, 1-0, eftir langa hrinu jafntefla.

Enski landsliðsmaðurinn er leikmaður umferðarinnar í samantekt úrvalsdeildarinnar eins og sjá má hér að neðan en hver umferð er gerð upp á Vísi með myndböndum frá deildinni þar sem má sjá helstu tilþrif hverrar umferðar.

Í myndböndunum hér að neðan má sjá leikmann umferðarinnar, flottustu markvörslurnar, flottustu mörkin og samantek frá fimmtándu umferðinni.

Leikmaður umferðarinnar: Markvörslur umferðarinnar: Mörk umferðarinnar: Samantekt helgarinnar:

Tengdar fréttir

Leikstjórinn á Liberty-leikvanginum

Gylfi Þór Sigurðsson er maðurinn á bak við tvo heimasigra Swansea í röð, lífsnauðsynlega sigra í fallbaráttunni. Gylfi var með mark og stoðsendingu í 3-0 sigri á Sunderland. Hann hefur blómstrað eftir að bandaríski knattspyrnustjórinn Bob Bradley færði hann framar á völlinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×