Strembin staða fyrir útflutning lambakjöts Sveinn Arnarsson skrifar 12. desember 2016 07:00 Um 90 tonn hafa farið utan af ferskum lambalærum en þar fást um þúsund krónur fyrir hvert kíló enda mikil gæðavara. Meðalverð á lambakjöti sem ferðast yfir hafið er 742 krónur á hvert kíló. vísir/stefán Síðustu 20 mánuði hafa rúmlega 4.400 tonn af lambakjöti verið flutt úr landi. Meðalverð allrar þeirrar framleiðslu er um 742 krónur kílóið. Verð á erlendum mörkuðum hefur hrunið síðustu misseri vegna erfiðra ytri skilyrða, svo sem gengisþróunar og lokunar markaða. Þegar útflutningstölurnar eru skoðaðar nánar hjá Hagstofunni kemur í ljós að stærsti einstaki vöruflokkurinn eru frystir heilir og hálfir lambaskrokkar. Um það bil 1.250 tonn hafa farið utan á þessu tímabili frá janúar 2015 til loka október 2016. Meðalverðið á þeim er um 834 krónur á hvert kíló. Augljóst er að borgað er með útflutningnum.Ágúst AndréssonUm 220 tonn af frystum lambalærum og lærissneiðum hafa einnig verið flutt út á þessu tímabili þar sem 880 krónur fást fyrir hvert kíló. Um 90 tonn hafa farið af ferskum lambalærum en þar fást um þúsund krónur fyrir hvert kíló enda mikil gæðavara. Ágúst Andrésson, formaður Landssamtaka sláturleyfishafa, segir verð á erlendum mörkuðum hafa hrunið vegna styrkingar krónunnar og lokunar markaða. Nú sé staðan sú í Noregi, sem hefur verið að taka um 600 tonn árlega af lambakjöti, að umframbirgðir eru á markaði af lambakjöti. Því hefur verðið til Noregs lækkað mikið. Ekki sé búið að klára að semja um þau 600 tonn sem fari þangað úr þessari sláturtíð eins og tíðkast hefur undanfarin ár. „Staðan eins og hún er núna er nokkuð erfið en fyrst og fremst er styrking krónunnar að gera okkur mjög erfitt fyrir.“Svavar HalldórssonStórri afurðastöð hefur verið boðið verð í lambakjöt til útflutnings af haustslátrun 2016. Í útboðsgögnunum kemur í ljós slæm staða útflutnings á lambakjöti. Skrokkar í heilu sem fara til Noregs geta farið á um 623 krónur hvert kíló. Tilboðsverð á lambalærum til Bretlands er um 635 krónur en 480 krónur fyrir framparta. Heilir hryggir eru sendir til Spánar á 720 krónur hvert kíló svo dæmi séu tekin. Sauðfjárbændur fá greiddar um 550 krónur fyrir hvert kíló afurða sem þeir leggja inn til slátrunar. Að auki fá margir sauðfjárbændur greiðslur frá hinu opinbera. Svavar Halldórsson, framkvæmdastjóri Samtaka sauðfjárbænda, vildi ekki tjá sig um málið nema fá að sjá fyrirfram umfjöllun Fréttablaðsins í heild um málið.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Síðustu 20 mánuði hafa rúmlega 4.400 tonn af lambakjöti verið flutt úr landi. Meðalverð allrar þeirrar framleiðslu er um 742 krónur kílóið. Verð á erlendum mörkuðum hefur hrunið síðustu misseri vegna erfiðra ytri skilyrða, svo sem gengisþróunar og lokunar markaða. Þegar útflutningstölurnar eru skoðaðar nánar hjá Hagstofunni kemur í ljós að stærsti einstaki vöruflokkurinn eru frystir heilir og hálfir lambaskrokkar. Um það bil 1.250 tonn hafa farið utan á þessu tímabili frá janúar 2015 til loka október 2016. Meðalverðið á þeim er um 834 krónur á hvert kíló. Augljóst er að borgað er með útflutningnum.Ágúst AndréssonUm 220 tonn af frystum lambalærum og lærissneiðum hafa einnig verið flutt út á þessu tímabili þar sem 880 krónur fást fyrir hvert kíló. Um 90 tonn hafa farið af ferskum lambalærum en þar fást um þúsund krónur fyrir hvert kíló enda mikil gæðavara. Ágúst Andrésson, formaður Landssamtaka sláturleyfishafa, segir verð á erlendum mörkuðum hafa hrunið vegna styrkingar krónunnar og lokunar markaða. Nú sé staðan sú í Noregi, sem hefur verið að taka um 600 tonn árlega af lambakjöti, að umframbirgðir eru á markaði af lambakjöti. Því hefur verðið til Noregs lækkað mikið. Ekki sé búið að klára að semja um þau 600 tonn sem fari þangað úr þessari sláturtíð eins og tíðkast hefur undanfarin ár. „Staðan eins og hún er núna er nokkuð erfið en fyrst og fremst er styrking krónunnar að gera okkur mjög erfitt fyrir.“Svavar HalldórssonStórri afurðastöð hefur verið boðið verð í lambakjöt til útflutnings af haustslátrun 2016. Í útboðsgögnunum kemur í ljós slæm staða útflutnings á lambakjöti. Skrokkar í heilu sem fara til Noregs geta farið á um 623 krónur hvert kíló. Tilboðsverð á lambalærum til Bretlands er um 635 krónur en 480 krónur fyrir framparta. Heilir hryggir eru sendir til Spánar á 720 krónur hvert kíló svo dæmi séu tekin. Sauðfjárbændur fá greiddar um 550 krónur fyrir hvert kíló afurða sem þeir leggja inn til slátrunar. Að auki fá margir sauðfjárbændur greiðslur frá hinu opinbera. Svavar Halldórsson, framkvæmdastjóri Samtaka sauðfjárbænda, vildi ekki tjá sig um málið nema fá að sjá fyrirfram umfjöllun Fréttablaðsins í heild um málið.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira