Köllun til hjúkrunar Valgerður Fjölnisdóttir skrifar 18. október 2016 15:45 Af hverju ætti einhver að vilja mennta sig til þessa að sinna starfi þar sem vitað er fyrirfram að vinnuaðstaðan mun sennilega vera slæm, launakjör ekki í samræmi við menntun og andlegt álag er yfir eðlilegum mörkum? Er það ekki svolítið eins og að hlaupa beint í gin ljónssins? Sennilega. Hvað er það sem fær nærri 200 manns á hverju ári til þess að velja að læra hjúkrunarfræði ? Sú staðreynd að hér á landi vantar 800-900 hjúkrunarfræðinga vegur þar líklega ekki þyngst. Ég er nánast viss um að þaðEnginn hjúkrunarfræðinemi bíður þess í ofvæni að fá að starfa í húsnæði Landspítalans með þann tækjakost sem þar er. Staðreyndin er sú að stór hluti þeirra hjúkrunarfræðinga sem útskrifast á næstu árum munu ekki starfa á spítalanum. Sem dæmi þá hafa 20% þeirra sem útskrifuðust árið 2014 starfað sem flugliðar eftir útskrift. Sú vitund að ganga ávallt að öruggri atvinnu víðast hvar um heim gefur hjúkrunarfræðingum viss forréttindi. Sú vitund að vera eftirsótt, býður upp á að þurfa ekki að láta bjóða sér hvað sem er. Við getum farið annað. Ástæðurnar eru óteljandi og mjög persónubundnar. Ætli aðalástæða þess að velja hjúkrun sé ekki alltaf sú sama? Við viljum við hlúa að betri heimi, gera gagn. En á sama tíma og gæði íslensks hjúkrunarfræðináms er meðal þess besta sem boðið er upp á í heiminum, er það sorglegt að ég og bekkjarfélaga mína kvíðum því á vissan hátt að starfa innan heilbrigðiskerfisins í sama landi Það er eitthvað bogið við þessa stöðu. Það er eitthvað bogið við það að sitja í kennslustundum um hvernig gott heilbrigðiskerfi á að vera og ræða svo um það við samnemendur í kaffihléum að hafa ekki efni á því að fara til læknis eða að leysa út lyf. Það er eitthvað bogið við að þurfa að þjálfa sig í því hvernig eigi að róa skjólstæðinga sem hafa áhyggjur af því hvernig eigi að greiða fyrir lífsnauðsynlega aðstoð. Það er eitthvað bogið við það að fólk þurfi í verstu tilfellum að dvelja svo dögum skiptir á bráðadeild vegna húsnæðisvanda, þegar rannsóknir sýna að dvöl á bráðamóttöku á ekki að vera lengri en 4-6 tímar ef það á ekki að hafa áhrif á afkomu sjúklingsins. Það er svo margt við heilbrigðiskerfið okkar sem lætur dæmið einfaldlega ekki ganga upp. Því þurfum við að breyta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Af hverju ætti einhver að vilja mennta sig til þessa að sinna starfi þar sem vitað er fyrirfram að vinnuaðstaðan mun sennilega vera slæm, launakjör ekki í samræmi við menntun og andlegt álag er yfir eðlilegum mörkum? Er það ekki svolítið eins og að hlaupa beint í gin ljónssins? Sennilega. Hvað er það sem fær nærri 200 manns á hverju ári til þess að velja að læra hjúkrunarfræði ? Sú staðreynd að hér á landi vantar 800-900 hjúkrunarfræðinga vegur þar líklega ekki þyngst. Ég er nánast viss um að þaðEnginn hjúkrunarfræðinemi bíður þess í ofvæni að fá að starfa í húsnæði Landspítalans með þann tækjakost sem þar er. Staðreyndin er sú að stór hluti þeirra hjúkrunarfræðinga sem útskrifast á næstu árum munu ekki starfa á spítalanum. Sem dæmi þá hafa 20% þeirra sem útskrifuðust árið 2014 starfað sem flugliðar eftir útskrift. Sú vitund að ganga ávallt að öruggri atvinnu víðast hvar um heim gefur hjúkrunarfræðingum viss forréttindi. Sú vitund að vera eftirsótt, býður upp á að þurfa ekki að láta bjóða sér hvað sem er. Við getum farið annað. Ástæðurnar eru óteljandi og mjög persónubundnar. Ætli aðalástæða þess að velja hjúkrun sé ekki alltaf sú sama? Við viljum við hlúa að betri heimi, gera gagn. En á sama tíma og gæði íslensks hjúkrunarfræðináms er meðal þess besta sem boðið er upp á í heiminum, er það sorglegt að ég og bekkjarfélaga mína kvíðum því á vissan hátt að starfa innan heilbrigðiskerfisins í sama landi Það er eitthvað bogið við þessa stöðu. Það er eitthvað bogið við það að sitja í kennslustundum um hvernig gott heilbrigðiskerfi á að vera og ræða svo um það við samnemendur í kaffihléum að hafa ekki efni á því að fara til læknis eða að leysa út lyf. Það er eitthvað bogið við að þurfa að þjálfa sig í því hvernig eigi að róa skjólstæðinga sem hafa áhyggjur af því hvernig eigi að greiða fyrir lífsnauðsynlega aðstoð. Það er eitthvað bogið við það að fólk þurfi í verstu tilfellum að dvelja svo dögum skiptir á bráðadeild vegna húsnæðisvanda, þegar rannsóknir sýna að dvöl á bráðamóttöku á ekki að vera lengri en 4-6 tímar ef það á ekki að hafa áhrif á afkomu sjúklingsins. Það er svo margt við heilbrigðiskerfið okkar sem lætur dæmið einfaldlega ekki ganga upp. Því þurfum við að breyta.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar