Búvörusamningum verði vísað frá Þingflokkur Bjartrar framtíðar skrifar 13. ágúst 2016 06:00 Björt framtíð telur mjög mikilvægt að sátt ríki um búvörusamninga og að þeir séu unnir í samráði við alla hagsmunahópa, ekki síst neytendur. Við viljum hafa öflugan landbúnað á Íslandi en gerum jafnframt þá kröfu að það fjármagn sem sett er í landbúnaðarkerfið nýtist sem best. Nýir búvörusamningar eru allt of umdeildir og við leggjum einfaldlega til að málinu verði vísað frá enda fyrir því mörg rök. Hér má sjá nokkur þeirra: Algjör einstefna ríkti um gerð samninganna þar sem fulltrúar neytenda, launþega og annarra hagsmunaaðila áttu enga aðkomu að þeim. Slík aðkoma er forsenda fyrir því að sátt ríki um svo stórt mál sem varðar ekki einungis hagsmuni bænda. Áframhaldandi verðsamráð mjólkurafurðastöðva, heimildir til samráðs, samvinnu og verkaskiptingar milli stærstu aðila á markaði er einnig í andstöðu við samkeppnislög og kemur í veg fyrir heilbrigt samkeppnisumhverfi. Um það hefur Samkeppniseftirlitið nýverið gefið álit í málefnum Mjólkursamsölunnar. Hlutverk og ábyrgð verðlagningarnefndar er ekki nógu skýrt. Fyrirkomulagið er ekki til þess fallið að skapa hvata fyrir framleiðendur til að auka samkeppnishæfni, framleiðni og lækka vöruverð. Ekki er gert ráð fyrir fulltrúum launþegahreyfinga eða neytenda í þeirri nefnd eins og verið hefur undanfarna áratugi heldur skipi ráðherra þrjá fulltrúa í nefndina. Einhliða ákvörðun ráðherraskipaðrar nefndar um svo stór málefni er óásættanleg. Stuðningur ætti að vera í meira mæli tengdur sjálfbærri landnýtingu. Þá þarf að bæta verulega í stuðning við lífræna ræktun og tengja opinbera fjárstyrki búvörusamninga þeim skilyrðum að í hvívetna sé gætt að velferð dýra. Björt framtíð telur að fyrirliggjandi frumvarp til breytinga á búvörulögum og búvörusamningar séu svo langt frá því að geta talist ásættanlegir að það sé óforsvaranleg eyðsla á tíma Alþingis að ræða einstaka breytingatillögur. Eðlilegast sé að vísa málinu frá í heild og vinna það upp á nýtt. Í þeirri vinnu kæmu allir hagsmunaaðilar að borðinu og tryggt yrði að nýir samningar þjóni jafnt hagsmunum bænda sem neytenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Björt framtíð telur mjög mikilvægt að sátt ríki um búvörusamninga og að þeir séu unnir í samráði við alla hagsmunahópa, ekki síst neytendur. Við viljum hafa öflugan landbúnað á Íslandi en gerum jafnframt þá kröfu að það fjármagn sem sett er í landbúnaðarkerfið nýtist sem best. Nýir búvörusamningar eru allt of umdeildir og við leggjum einfaldlega til að málinu verði vísað frá enda fyrir því mörg rök. Hér má sjá nokkur þeirra: Algjör einstefna ríkti um gerð samninganna þar sem fulltrúar neytenda, launþega og annarra hagsmunaaðila áttu enga aðkomu að þeim. Slík aðkoma er forsenda fyrir því að sátt ríki um svo stórt mál sem varðar ekki einungis hagsmuni bænda. Áframhaldandi verðsamráð mjólkurafurðastöðva, heimildir til samráðs, samvinnu og verkaskiptingar milli stærstu aðila á markaði er einnig í andstöðu við samkeppnislög og kemur í veg fyrir heilbrigt samkeppnisumhverfi. Um það hefur Samkeppniseftirlitið nýverið gefið álit í málefnum Mjólkursamsölunnar. Hlutverk og ábyrgð verðlagningarnefndar er ekki nógu skýrt. Fyrirkomulagið er ekki til þess fallið að skapa hvata fyrir framleiðendur til að auka samkeppnishæfni, framleiðni og lækka vöruverð. Ekki er gert ráð fyrir fulltrúum launþegahreyfinga eða neytenda í þeirri nefnd eins og verið hefur undanfarna áratugi heldur skipi ráðherra þrjá fulltrúa í nefndina. Einhliða ákvörðun ráðherraskipaðrar nefndar um svo stór málefni er óásættanleg. Stuðningur ætti að vera í meira mæli tengdur sjálfbærri landnýtingu. Þá þarf að bæta verulega í stuðning við lífræna ræktun og tengja opinbera fjárstyrki búvörusamninga þeim skilyrðum að í hvívetna sé gætt að velferð dýra. Björt framtíð telur að fyrirliggjandi frumvarp til breytinga á búvörulögum og búvörusamningar séu svo langt frá því að geta talist ásættanlegir að það sé óforsvaranleg eyðsla á tíma Alþingis að ræða einstaka breytingatillögur. Eðlilegast sé að vísa málinu frá í heild og vinna það upp á nýtt. Í þeirri vinnu kæmu allir hagsmunaaðilar að borðinu og tryggt yrði að nýir samningar þjóni jafnt hagsmunum bænda sem neytenda.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar