Kvikmyndaaðsókn í Kína dregst saman Sæunn Gísladóttir skrifar 13. ágúst 2016 07:00 Sem stendur eru 39 þúsund kvikmyndasalir í Bandaríkjunum en 31.627 í Kína. Fréttablaðið/Getty Aðsókn í kvikmyndahús í Kína minnkaði um fimmtán prósent í júlí, í kjölfar þess að hafa dregist saman um tíu prósent á öðrum ársfjórðungi. Á síðasta ári var gríðarlegur vöxtur hjá kvikmyndahúsum í Kína, en aðsókn jókst um fimmtíu prósent á árinu 2015. BBC greinir frá því að nú sé viðsnúningur og miðaverð hafi að meðaltali ekki verið lægra í fimm ár. Kvikmyndaaðsókn er talinn mælikvarði á efnahagslífið í Kína og bendir þetta til þess að Kínverjar séu að skera niður útgjöld vegna efnahagslegs óstöðugleika. Kína er annað stærsta hagkerfi heimsins og hefur hagvöxtur dregist saman þar undanfarin misseri. Sérfræðingar telja að hagvaxtartölur frá kínverska ríkinu séu uppspuni, þess vegna skoða þeir aðrar tölur eins og orkunotkun og kvikmyndaaðsókn. Kína er gríðarlega mikilvægur kvikmyndamarkaður, aðsókn þar er sú önnur mesta í heiminum og búist er við því að þar verði fleiri kvikmyndasalir og hærri tekjur af kvikmyndum en í Bandaríkjunum á næsta ári. Sem stendur eru 39 þúsund kvikmyndasalir í Bandaríkjunum en 31.627 í Kína. Niðursveiflan á þessu ári gæti þó hægt á þeirri þróun.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Aðsókn í kvikmyndahús í Kína minnkaði um fimmtán prósent í júlí, í kjölfar þess að hafa dregist saman um tíu prósent á öðrum ársfjórðungi. Á síðasta ári var gríðarlegur vöxtur hjá kvikmyndahúsum í Kína, en aðsókn jókst um fimmtíu prósent á árinu 2015. BBC greinir frá því að nú sé viðsnúningur og miðaverð hafi að meðaltali ekki verið lægra í fimm ár. Kvikmyndaaðsókn er talinn mælikvarði á efnahagslífið í Kína og bendir þetta til þess að Kínverjar séu að skera niður útgjöld vegna efnahagslegs óstöðugleika. Kína er annað stærsta hagkerfi heimsins og hefur hagvöxtur dregist saman þar undanfarin misseri. Sérfræðingar telja að hagvaxtartölur frá kínverska ríkinu séu uppspuni, þess vegna skoða þeir aðrar tölur eins og orkunotkun og kvikmyndaaðsókn. Kína er gríðarlega mikilvægur kvikmyndamarkaður, aðsókn þar er sú önnur mesta í heiminum og búist er við því að þar verði fleiri kvikmyndasalir og hærri tekjur af kvikmyndum en í Bandaríkjunum á næsta ári. Sem stendur eru 39 þúsund kvikmyndasalir í Bandaríkjunum en 31.627 í Kína. Niðursveiflan á þessu ári gæti þó hægt á þeirri þróun.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira