Enn á kafi í litunum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 13. ágúst 2016 11:30 Aðalsteinn málar mikið yfir sumarið, þá er birtan svo góð. Mynd/Auðunn Níelsson „Ég hef ekkert að segja, blessuð vertu,“ fullyrðir Aðalsteinn Vestmann málari þegar ég bið hann um viðtal í tilefni af málverkasýningu hans í Galleríi Vest við Hagamel 67 í Reykjavík. „Það hlýtur nú að vera eftir langa ævi,“ malda ég í móinn. „Þetta er ekkert langt ennþá, 84 ár. Hitt veit ég að margir eru hættir að sulla með litina á þessum aldri en ég er á kafi í þeim ennþá.“ Aðalsteinn er Akureyringur – ólst upp í Hafnarstræti 3. „Þess vegna hættir mér til að sækja mótívin í innbæinn. Hef haldið tryggð við þær slóðir, það er algerlega óviðráðanlegt,“ útskýrir hann og segist alltaf vera að, sérstaklega yfir sumarið, því þá sé birtan svo góð. „Mér er alltaf hálf illa við rafmagnsbirtuna, ég veit ekki fyrir hvað. Þetta er sérviskan,“ segir hann. Hann kveðst ekki muna hvenær hann byrjaði að mála. Það sé svo langt síðan. „Ég fór í Handíðaskólann í gamla daga, bara til að fá einhverja undirstöðu í teikninguna, en lenti í kennaradeildinni og það varð til þess að ég var teiknikennari við Barnaskóla Akureyrar í 40 ár, þó það væri ekki meiningin. Ætlaði að hlaupa í skarðið einn vetur þegar teiknikennari hætti og í staðinn átti ég að fá að mála skólahúsið sumarið eftir, ég er sko húsamálari. En þessi eini vetur varð að að 40!“Ein myndanna á sýningunni í Galleríi Vest.Aðalsteinn hætti að mála með olíulitum fyrir mörgum árum. „Ég gaf vini mínum Erni Inga það sem ég átti eftir af litum og statífið líka. Nú nota ég bara akrýl eða vatn.“ Hann kveðst hafa sent átján málverk á sýninguna í Galleríi Vest, flest ný, það voru allar myndirnar sem hann átti – sem bendir til að hann selji vel. „Ja, einhvern veginn hverfa þær,“ segir hann kankvís. Hann á margar sýningar að baki, einkum fyrir norðan. „Mér finnst samt ekki aðalatrið að sýna. Aðalatriðið er að lifa mig inn í þetta og njóta þess, þó ég sé ekki alltaf klár á því hvað ég er að gera – það gerir ekkert til, bara að manni líði vel. Heyrðu, hvað, voðalega er ég orðinn mælskur,“ segir hann svo, steinhissa á sjálfum sér.“ Sýningin verður opin um helgina og tvær næstu helgar frá klukkan 14 til 18.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. ágúst 2016. Lífið Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Sjá meira
„Ég hef ekkert að segja, blessuð vertu,“ fullyrðir Aðalsteinn Vestmann málari þegar ég bið hann um viðtal í tilefni af málverkasýningu hans í Galleríi Vest við Hagamel 67 í Reykjavík. „Það hlýtur nú að vera eftir langa ævi,“ malda ég í móinn. „Þetta er ekkert langt ennþá, 84 ár. Hitt veit ég að margir eru hættir að sulla með litina á þessum aldri en ég er á kafi í þeim ennþá.“ Aðalsteinn er Akureyringur – ólst upp í Hafnarstræti 3. „Þess vegna hættir mér til að sækja mótívin í innbæinn. Hef haldið tryggð við þær slóðir, það er algerlega óviðráðanlegt,“ útskýrir hann og segist alltaf vera að, sérstaklega yfir sumarið, því þá sé birtan svo góð. „Mér er alltaf hálf illa við rafmagnsbirtuna, ég veit ekki fyrir hvað. Þetta er sérviskan,“ segir hann. Hann kveðst ekki muna hvenær hann byrjaði að mála. Það sé svo langt síðan. „Ég fór í Handíðaskólann í gamla daga, bara til að fá einhverja undirstöðu í teikninguna, en lenti í kennaradeildinni og það varð til þess að ég var teiknikennari við Barnaskóla Akureyrar í 40 ár, þó það væri ekki meiningin. Ætlaði að hlaupa í skarðið einn vetur þegar teiknikennari hætti og í staðinn átti ég að fá að mála skólahúsið sumarið eftir, ég er sko húsamálari. En þessi eini vetur varð að að 40!“Ein myndanna á sýningunni í Galleríi Vest.Aðalsteinn hætti að mála með olíulitum fyrir mörgum árum. „Ég gaf vini mínum Erni Inga það sem ég átti eftir af litum og statífið líka. Nú nota ég bara akrýl eða vatn.“ Hann kveðst hafa sent átján málverk á sýninguna í Galleríi Vest, flest ný, það voru allar myndirnar sem hann átti – sem bendir til að hann selji vel. „Ja, einhvern veginn hverfa þær,“ segir hann kankvís. Hann á margar sýningar að baki, einkum fyrir norðan. „Mér finnst samt ekki aðalatrið að sýna. Aðalatriðið er að lifa mig inn í þetta og njóta þess, þó ég sé ekki alltaf klár á því hvað ég er að gera – það gerir ekkert til, bara að manni líði vel. Heyrðu, hvað, voðalega er ég orðinn mælskur,“ segir hann svo, steinhissa á sjálfum sér.“ Sýningin verður opin um helgina og tvær næstu helgar frá klukkan 14 til 18.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. ágúst 2016.
Lífið Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Sjá meira