Ekki allir sáttir við niðurstöðuna á kjördæmaþingi Framsóknarmanna í gær Jóhann K. Jóhannsson skrifar 18. september 2016 12:30 Frá kjördæmaþingi Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi í gær Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Fyrrverandi oddviti Framsóknarflokksins á Akureyri er ekki sáttur með niðurstöður kjördæmaþings flokksins og hefur sagt sig úr flokknum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hlaut yfirburðarkosningu í fyrsta sæti flokksins í Norðausturkjördæmi í gær. Þórunn Egilsdóttir sem hafnaði í öðru sæti gefur ekki upp hvort hún styðji núverandi formann til áframhaldandi setu í stóli formanns. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson styrkti stöðu sína í með afgerandi hætti á kjördæmaþingi Framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi í gær þar sem hann hlaut 72% atkvæða í oddvitasætið. Höskuldur Þórhallsson sem einnig sóttist eftir oddvitasætinu ákvað að gefa ekki kost á sér í önnur sæti á listanum í ljósi niðurstöðunnar og kvaðst hann ekki hafa trú á framhaldinu hjá flokknum. Ekki eru allir á eitt sáttir við niðurstöður kosninganna á kjördæmaþinginu en Jóhannes Gunnar Bjarnason, fyrrverandi bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins á Akureyri, og fyrrverandi oddviti flokksins þar, ákvað að segja sig úr Framsóknarflokknum eftir niðurstöðuna í gær. „Það sem ég á ekki samleið með miklum meirihluta þess fólks sem að þar kaus sér oddvita í kjördæminu að þá einfaldlega er ég búinn að senda gögn þess efnis að segja mig úr flokknum. Ég tek bara mína ákvörðun út frá minni samvisku. Ég hef þá skoðun að þeir sem treysta sér til þeirra verkefna að vera í forsvari fyrir íslenskt þjóðfélag. Að gegna valdamestu stöðum þjóðfélagsins þeir þurfa að leggja á borðið fyrir okkur hin gögn um öll sín mál, fjárhagsmál, hvort sem það tengist einhverjum aðilum eða bara eigin peningum og ég tel einfaldlega að Sigmundur Davíð og hans saga sem allir þekkja þá er ekki hægt að réttlæta sé í forsvari, og ég tala nú ekki um ríkisstjórn eins og hann væntanlega stefnir að,“ segir Jóhannes Gunnar Bjarnason, fyrrverandi oddviti Framsóknarmanna á Akureyri. Um mánaðamótin verður flokksþing Framsóknarmanna haldið þar sem Sigmundur Davíð gefur kost á sér til áframhaldandi formennsku en mikið hefur verið þrýst á Sigurð Inga Jóhannsson varaformann flokksins til að bjóða sig fram gegn Sigmundi. Sigmundur var í viðtali hjá Kristjáni Kristjánssyni á Sprengisandi í morgun.Telur þú líklegt á þessari stundu að þú fáir mótframboð á flokksþinginu í formannsembætti? „Það er komið mótframboð nú þegar en ég skal ekki segja. Ég á ekkert endilega von á því því að flestir þeirra sem hafa verið í forystu í flokknum, ráðherrar og slíkt hafa lýst því ýfir ýmist við mig eða opinberlega eða hvort tveggja að þeir hygðust ekki bjóða sig fram gegn mér,“ sagði Sigmundur Davíð á Sprengisandi í morgun. Þórunn Egilsdóttir sem endaði í öðru sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi vildi ekki gefa upp hvort hún styður núverandi formann flokksins til áframhaldandi formennsku á komandi flokksþingi. „Ég styð það formann sem flokkurinn velur sér,“ sagði Þórunn Egilsdóttir á kjördæmaþingi Framsóknarflokksins í gær.En núverandi formann? „Ég hef alltaf stutt formanninn,“ sagði Þórunn.Kemurðu til með að kjósa Sigmund Davíð í formannskjörinu? „Ég ætla láta það bara koma í ljós á flokksþinginu,“ sagði Þórunn Kosningar 2016 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjá meira
Fyrrverandi oddviti Framsóknarflokksins á Akureyri er ekki sáttur með niðurstöður kjördæmaþings flokksins og hefur sagt sig úr flokknum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hlaut yfirburðarkosningu í fyrsta sæti flokksins í Norðausturkjördæmi í gær. Þórunn Egilsdóttir sem hafnaði í öðru sæti gefur ekki upp hvort hún styðji núverandi formann til áframhaldandi setu í stóli formanns. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson styrkti stöðu sína í með afgerandi hætti á kjördæmaþingi Framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi í gær þar sem hann hlaut 72% atkvæða í oddvitasætið. Höskuldur Þórhallsson sem einnig sóttist eftir oddvitasætinu ákvað að gefa ekki kost á sér í önnur sæti á listanum í ljósi niðurstöðunnar og kvaðst hann ekki hafa trú á framhaldinu hjá flokknum. Ekki eru allir á eitt sáttir við niðurstöður kosninganna á kjördæmaþinginu en Jóhannes Gunnar Bjarnason, fyrrverandi bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins á Akureyri, og fyrrverandi oddviti flokksins þar, ákvað að segja sig úr Framsóknarflokknum eftir niðurstöðuna í gær. „Það sem ég á ekki samleið með miklum meirihluta þess fólks sem að þar kaus sér oddvita í kjördæminu að þá einfaldlega er ég búinn að senda gögn þess efnis að segja mig úr flokknum. Ég tek bara mína ákvörðun út frá minni samvisku. Ég hef þá skoðun að þeir sem treysta sér til þeirra verkefna að vera í forsvari fyrir íslenskt þjóðfélag. Að gegna valdamestu stöðum þjóðfélagsins þeir þurfa að leggja á borðið fyrir okkur hin gögn um öll sín mál, fjárhagsmál, hvort sem það tengist einhverjum aðilum eða bara eigin peningum og ég tel einfaldlega að Sigmundur Davíð og hans saga sem allir þekkja þá er ekki hægt að réttlæta sé í forsvari, og ég tala nú ekki um ríkisstjórn eins og hann væntanlega stefnir að,“ segir Jóhannes Gunnar Bjarnason, fyrrverandi oddviti Framsóknarmanna á Akureyri. Um mánaðamótin verður flokksþing Framsóknarmanna haldið þar sem Sigmundur Davíð gefur kost á sér til áframhaldandi formennsku en mikið hefur verið þrýst á Sigurð Inga Jóhannsson varaformann flokksins til að bjóða sig fram gegn Sigmundi. Sigmundur var í viðtali hjá Kristjáni Kristjánssyni á Sprengisandi í morgun.Telur þú líklegt á þessari stundu að þú fáir mótframboð á flokksþinginu í formannsembætti? „Það er komið mótframboð nú þegar en ég skal ekki segja. Ég á ekkert endilega von á því því að flestir þeirra sem hafa verið í forystu í flokknum, ráðherrar og slíkt hafa lýst því ýfir ýmist við mig eða opinberlega eða hvort tveggja að þeir hygðust ekki bjóða sig fram gegn mér,“ sagði Sigmundur Davíð á Sprengisandi í morgun. Þórunn Egilsdóttir sem endaði í öðru sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi vildi ekki gefa upp hvort hún styður núverandi formann flokksins til áframhaldandi formennsku á komandi flokksþingi. „Ég styð það formann sem flokkurinn velur sér,“ sagði Þórunn Egilsdóttir á kjördæmaþingi Framsóknarflokksins í gær.En núverandi formann? „Ég hef alltaf stutt formanninn,“ sagði Þórunn.Kemurðu til með að kjósa Sigmund Davíð í formannskjörinu? „Ég ætla láta það bara koma í ljós á flokksþinginu,“ sagði Þórunn
Kosningar 2016 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjá meira