Hjörtur: Framtíðin er björt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. október 2016 19:23 Hjörtur Hermannsson var fyrirliði íslenska landsliðsins gegn Úkraínu í lokaleik u-21 landsliðsins í undankeppni fyrir Evrópukeppnina í Póllandi. Ísland var grátlega nærri því að tryggja sér áfram en mátti þola 2-4 tap á heimavelli þegar sigur hefði dugað. Hjörtur var að vonum svekktur í leikslok. „Þetta er gífurlega súrt eftir alla þessa vegferð. Við gefum allt í okkar leik í dag og spilum líklega besta fyrri hálfleik sem við höfum spilað í keppninni. Við erum yfir á öllum vígsstöðum,“ segir Hjörtur. Liðið spilaði einmitt fantavel í fyrri hálfleik en kom ekki nógu ákveðið til leiks í seinni hálfleik. Úkraínumenn gengu á lagið og uppskáru mark snemma leiks í hálfleiknum. Hjörtur segir að þó hafi verið rætt um í hálfleik að koma sterkir til leiks eftir hálfleik. „Þeir koma vel stemmdir á meðan við virðumst ætla að sitja á markinu í fyrri hálfleik þó að við höfum rætt það í fyrri hálfleik að koma inn í seinni hálfleikinn eins og staðan væri bara 0-0. Við vissum að 1-0 væri ekki nóg,“ segir Hjörtur og bætir við að jöfnunarmarkinu hafi verið erfitt að kyngja. „Þeir lágu á okkur og markið dettur á ótrúlegan hátt. Þetta hefði kannski fallið með okkur hefði það ekki dottið inn. Það var mikið högg á fá það á sig en eftir það þurftum við að sækja þessi þrjú stig.“ Íslendingar blésu til sóknar til að sækja sigurinn sem þurfti til að tryggja farseðilinn til Póllands og við það opnaðist vörn Íslands og Úkraínumenn gengu á lagið og skoruðu tvívegis í lokin til að tryggja sér 2-4 sigur. Hirti fannst þó íslenska liðið alltaf líklegt til að ná sigrinum. „Við vorum samt líklegir og mér fannst við alveg geta klárað þetta alveg þangað til á 88. mínútu þegar þeir klára leikinn með þriðja markinu,“ segir Hjörtur. Hann segir að það sé afar súrt að detta út á þennan hátt enda hafi sæti í lokamótinu verið markmið síðustu tveggja ára. Ljóst sé þó að framtíðin sé björt fyrir íslenska knattspyrnu. „Þetta er súrt en eins og við sáum í þessum leik þá er helling af flottum fótboltamönnum á leiðinni og það boðar bara gott fyrir íslenska knattspyrnu.“ Tengdar fréttir Eyjólfur: Strákarnir stóðust því miður ekki prófið Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U-21 liðs Íslands, var sár og svekktur eftir tap gegn Úkraínu í kvöld. 11. október 2016 18:49 Aron Elís: Við klúðruðum þessu sjálfir Aron Elís Þrándarsson var súr á svipinn eftir að Ísland tapaði gegn Úkraínu í lokaleik undankeppninnar fyrir Evrópukeppni u-21 í fótbolta í kvöld. 11. október 2016 19:09 Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Úkraína 2-4 | EM-draumurinn úti | Sjáðu mörkin og myndirnar Ísland hefði komist á EM í Póillandi með sigri en leikur liðsnis hrundi í síðari hálfleik. 11. október 2016 19:45 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira
Hjörtur Hermannsson var fyrirliði íslenska landsliðsins gegn Úkraínu í lokaleik u-21 landsliðsins í undankeppni fyrir Evrópukeppnina í Póllandi. Ísland var grátlega nærri því að tryggja sér áfram en mátti þola 2-4 tap á heimavelli þegar sigur hefði dugað. Hjörtur var að vonum svekktur í leikslok. „Þetta er gífurlega súrt eftir alla þessa vegferð. Við gefum allt í okkar leik í dag og spilum líklega besta fyrri hálfleik sem við höfum spilað í keppninni. Við erum yfir á öllum vígsstöðum,“ segir Hjörtur. Liðið spilaði einmitt fantavel í fyrri hálfleik en kom ekki nógu ákveðið til leiks í seinni hálfleik. Úkraínumenn gengu á lagið og uppskáru mark snemma leiks í hálfleiknum. Hjörtur segir að þó hafi verið rætt um í hálfleik að koma sterkir til leiks eftir hálfleik. „Þeir koma vel stemmdir á meðan við virðumst ætla að sitja á markinu í fyrri hálfleik þó að við höfum rætt það í fyrri hálfleik að koma inn í seinni hálfleikinn eins og staðan væri bara 0-0. Við vissum að 1-0 væri ekki nóg,“ segir Hjörtur og bætir við að jöfnunarmarkinu hafi verið erfitt að kyngja. „Þeir lágu á okkur og markið dettur á ótrúlegan hátt. Þetta hefði kannski fallið með okkur hefði það ekki dottið inn. Það var mikið högg á fá það á sig en eftir það þurftum við að sækja þessi þrjú stig.“ Íslendingar blésu til sóknar til að sækja sigurinn sem þurfti til að tryggja farseðilinn til Póllands og við það opnaðist vörn Íslands og Úkraínumenn gengu á lagið og skoruðu tvívegis í lokin til að tryggja sér 2-4 sigur. Hirti fannst þó íslenska liðið alltaf líklegt til að ná sigrinum. „Við vorum samt líklegir og mér fannst við alveg geta klárað þetta alveg þangað til á 88. mínútu þegar þeir klára leikinn með þriðja markinu,“ segir Hjörtur. Hann segir að það sé afar súrt að detta út á þennan hátt enda hafi sæti í lokamótinu verið markmið síðustu tveggja ára. Ljóst sé þó að framtíðin sé björt fyrir íslenska knattspyrnu. „Þetta er súrt en eins og við sáum í þessum leik þá er helling af flottum fótboltamönnum á leiðinni og það boðar bara gott fyrir íslenska knattspyrnu.“
Tengdar fréttir Eyjólfur: Strákarnir stóðust því miður ekki prófið Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U-21 liðs Íslands, var sár og svekktur eftir tap gegn Úkraínu í kvöld. 11. október 2016 18:49 Aron Elís: Við klúðruðum þessu sjálfir Aron Elís Þrándarsson var súr á svipinn eftir að Ísland tapaði gegn Úkraínu í lokaleik undankeppninnar fyrir Evrópukeppni u-21 í fótbolta í kvöld. 11. október 2016 19:09 Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Úkraína 2-4 | EM-draumurinn úti | Sjáðu mörkin og myndirnar Ísland hefði komist á EM í Póillandi með sigri en leikur liðsnis hrundi í síðari hálfleik. 11. október 2016 19:45 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira
Eyjólfur: Strákarnir stóðust því miður ekki prófið Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U-21 liðs Íslands, var sár og svekktur eftir tap gegn Úkraínu í kvöld. 11. október 2016 18:49
Aron Elís: Við klúðruðum þessu sjálfir Aron Elís Þrándarsson var súr á svipinn eftir að Ísland tapaði gegn Úkraínu í lokaleik undankeppninnar fyrir Evrópukeppni u-21 í fótbolta í kvöld. 11. október 2016 19:09
Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Úkraína 2-4 | EM-draumurinn úti | Sjáðu mörkin og myndirnar Ísland hefði komist á EM í Póillandi með sigri en leikur liðsnis hrundi í síðari hálfleik. 11. október 2016 19:45