Bætir hressilega í úrkomuna í nótt Birgir Olgeirsson skrifar 11. október 2016 23:16 Fólk ætti að gæta að því að vatn eigi greiða leið að niðurföllum. Vísir/Anton Mælar Veðurstofu Íslands hafa sýnt jafnt og þétt úrkomu upp á fimm millimetra að meðaltali á klukkustund í allan dag en eftir klukkan fjögur í nótt má mögulega búast við því að það muni bæta hressilega í rigninguna. „Það mun bæta hressilega í úrkomuna í nótt, um fjögur leytið, og suðvesturhornið verður fyrir því, einnig svæðið frá Mýrdalsjökli, norður að Snæfellsnesi og alveg undir sunnanverða Vestfirði,“ segir vakthafandi veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Almannavarnir og Veðurstofan vöruðu við gífurlegri rigningu fyrr í dag og að búast mætti við vatnavöxtum og skriðuföllum á næstu dögum. Líkt og fyrr segir er talið að það muni bæta töluvert í úrkomuna um fjögur leytið í nótt en það muni taka allt að þrjár til sex klukkustundir að sjá afraksturinn af henni, eða vatnavexti og annað slíkt sem því fylgir. Viðbúið er að flóðahætta myndist bæði í litlum ám og lækjum sem og á stærri vatnasviðum, til dæmis í Hvítá í Árnessýslu, Hvítá og Norðurá í Borgarfirði. Jafnframt má búast við aukinni hættu á skriðuföllum á þessum slóðum.„Þetta er bara virkilega góð og mikil rigning,“ segir veðurfræðingurinn. Á morgun er hins vegar gott að hafa í huga að vatnið sem fylgir þessari úrkomu eigi greiða leið að niðurföllum og að fólk athugi með gamla glugga og kjallara þar sem vatn getur lekið. Horfur næsta sólarhringinnSuðaustan 8-18 m/s og rigning, hvassast á Snæfellsnesi. Heldur hægari og úrkomulítið norðaustantil. Sunnan og suðaustan 13-20 m/s og mikil rigning í nótt og á morgun en áfram hægari og þurrt norðaustantil. Lægir vestast um tíma um hádegi á morgun. Hiti 5 til 12 stig.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ fimmtudag:Sunnan og suðaustan 13-20 m/s og mikil rigning en dregur úr úrkomu síðdegis. Suðaustan 8-15 og bjartviði norðan- og norðaustanlands. Hiti 8 til 13 stig, hlýjast norðaustanlands.Á föstudag:Austan og suðaustan 5-13 m/s og léttir víða til, en skýjað og dálítil væta suðaustanlands og vestast. Hiti breytist lítið.Á laugardag:Hæg breytileg átt og bjart með köflum en hiti 4 til 9 stig.Á sunnudag:Austlæg átt 5-13, hvassast syðst. Úrkoma suðaustan- og austanlands en þurrt norðan jökla og á Vestfjörðum. Heldur kólnandi.Á mánudag:Austanátt og dálítil vætu, en lengst af þurrt fyrir norðan. Hiti 3 til 7 stig.Á þriðjudag:Útlit fyrir vestlæga átt og víða þurrt. Hiti svipaður.Hér fyrir neðan má fylgjast með úrkomunni á gagnvirku spákorti. Veður Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Mælar Veðurstofu Íslands hafa sýnt jafnt og þétt úrkomu upp á fimm millimetra að meðaltali á klukkustund í allan dag en eftir klukkan fjögur í nótt má mögulega búast við því að það muni bæta hressilega í rigninguna. „Það mun bæta hressilega í úrkomuna í nótt, um fjögur leytið, og suðvesturhornið verður fyrir því, einnig svæðið frá Mýrdalsjökli, norður að Snæfellsnesi og alveg undir sunnanverða Vestfirði,“ segir vakthafandi veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Almannavarnir og Veðurstofan vöruðu við gífurlegri rigningu fyrr í dag og að búast mætti við vatnavöxtum og skriðuföllum á næstu dögum. Líkt og fyrr segir er talið að það muni bæta töluvert í úrkomuna um fjögur leytið í nótt en það muni taka allt að þrjár til sex klukkustundir að sjá afraksturinn af henni, eða vatnavexti og annað slíkt sem því fylgir. Viðbúið er að flóðahætta myndist bæði í litlum ám og lækjum sem og á stærri vatnasviðum, til dæmis í Hvítá í Árnessýslu, Hvítá og Norðurá í Borgarfirði. Jafnframt má búast við aukinni hættu á skriðuföllum á þessum slóðum.„Þetta er bara virkilega góð og mikil rigning,“ segir veðurfræðingurinn. Á morgun er hins vegar gott að hafa í huga að vatnið sem fylgir þessari úrkomu eigi greiða leið að niðurföllum og að fólk athugi með gamla glugga og kjallara þar sem vatn getur lekið. Horfur næsta sólarhringinnSuðaustan 8-18 m/s og rigning, hvassast á Snæfellsnesi. Heldur hægari og úrkomulítið norðaustantil. Sunnan og suðaustan 13-20 m/s og mikil rigning í nótt og á morgun en áfram hægari og þurrt norðaustantil. Lægir vestast um tíma um hádegi á morgun. Hiti 5 til 12 stig.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ fimmtudag:Sunnan og suðaustan 13-20 m/s og mikil rigning en dregur úr úrkomu síðdegis. Suðaustan 8-15 og bjartviði norðan- og norðaustanlands. Hiti 8 til 13 stig, hlýjast norðaustanlands.Á föstudag:Austan og suðaustan 5-13 m/s og léttir víða til, en skýjað og dálítil væta suðaustanlands og vestast. Hiti breytist lítið.Á laugardag:Hæg breytileg átt og bjart með köflum en hiti 4 til 9 stig.Á sunnudag:Austlæg átt 5-13, hvassast syðst. Úrkoma suðaustan- og austanlands en þurrt norðan jökla og á Vestfjörðum. Heldur kólnandi.Á mánudag:Austanátt og dálítil vætu, en lengst af þurrt fyrir norðan. Hiti 3 til 7 stig.Á þriðjudag:Útlit fyrir vestlæga átt og víða þurrt. Hiti svipaður.Hér fyrir neðan má fylgjast með úrkomunni á gagnvirku spákorti.
Veður Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira