Hjólamaðurinn átti að passa sig á kanínunni segja dýravinir Jakob Bjarnar skrifar 11. október 2016 16:00 Hallgerður Hauksdóttir segir hjólamanninn Hlöðver Bernharð bera fulla ábyrgð á árekstrinum við kanínuna. Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsambands Íslands, segir hjólamanninn bera fulla ábyrgð á árekstrinum við kanínuna. Hans er ábyrgðin, ekki kanínunnar. Vísir greindi frá hörðum árekstri í morgun en Hlöðver Bernharður Jökulsson sjúkraþjálfari er stórslasaður eftir að hann hjólaði á kanínu í Elliðaárdalnum. Lungað féll saman og rifbein eru brotin, einhver tvíbrotin auk þess sem herðablaðið er sprungið þvert yfir. Hörður Bernharður er sárþjáður og segir þetta stórhættulegt svæði að fara um vegna kanínuplágu og kallar eftir aðgerðum af hálfu Reykjavíkurborgar.Lifandi verur eiga alltaf réttinn Hallgerður segist hafa samúð með Herð Bernharði en ef við myndum setja kött eða hund inní jöfnuna, í staðinn fyrir kanínuna, þá væri ekki verið að kalla eftir sérstökum aðgerðum. Við séum hins vegar fljót að stökkva á kanínurnar af því að þær liggja vel við höggi. „Lifandi verur eiga alltaf réttinn. Bíllinn, hjól, farartæki telst hlutur og þeim sem honum stjórnar – honum ber að gæta sín. Ég myndi aldrei kaupa það að kanínan hafi verið fyrir honum. Hjólreiðamanninum ber að gæta sín, sérstaklega þar sem vitað er að svona dýr eru fyrir hendi. Alveg eins og á þjóðvegum landsins þar sem við verðum að gæta okkur á kindum. Þetta er hliðstætt,“ segir Hallgerður. Hún segir hins vegar annað mál með kanínuvandann, því þær eru í vandræðum. Þær eru ekki gerðar til að lifa af íslenskan vetur. „Þær einu sem lifa af eru við hitaveitustokkana eða þá að þeim sé hjálpað. Geysileg afföll og þetta eru hroðalegir dauðdagar, svelti og kuldi. Þetta er langdreginn dauðdagi.“Þetta snýst um velferð dýranna Hallgerður segir að það geti hreinlega talist hjálparskylda okkar að aflífa kanínurnar á mannúðlegan hátt. „Eru þessi dýr þess umkomin að lifa í náttúrunni og þrífast? Ef þau eru það ekki, hvað eigum við þá að gera? Getur vel verið að okkar hjálparskylda felist í því að fækka þeim. Þetta snýst um dýravelferð, við verðum að hugsa um þeirra velferð og ef þetta er þrautalíf er spurning hvort við þurfum ekki að skoða þetta betur.“ Fari Reykjavíkurborg út í aðgerðir til að fækka kanínurnar er mikilvægt að menn vandi til verksins. „Þær mega ekki líða fyrir aðgerðirnar eins og minkarnir þegar við erum að drekkja þeim í gildrum.“Ef fækka á kanínum verður að vanda til verksins Hallgerður segist ekki sérfróð um aflífun dýra, þetta sé vandasamt því þetta er innan borgarmarka og því megi ekki skjóta dýrin. „En í tilfelli minkanna er þetta sparnaðarmál, ódýrara er að drekkja þeim en aflífa á mannúðlegan hátt. Þess vegna gerum við það og þess vegna var þetta lögleitt. Í því samhengi; ef Reykjavíkurborg fer að gera eitthvað verður hún að vanda sig.“ Þetta er mikið tilfinningamál, að sögn Hallgerðar. Um er að ræða voðalega sæt dýr sem margir sinna og gefa. Rétt sé að láta þær í friði að því gefnu að þær geti lifað veturinn af. „En, í öllu falli eiga hjólreiðamenn að gæta sín og það erum við mennirnir sem berum ábyrgðina.“ Tengdar fréttir Margbrotinn eftir árekstur við kanínu Hlöðver Jökulsson slasaðist illa eftir að hann hjólaði á kanínu í Elliðaárdalnum. Lungað féll saman og bein brotnuðu. Hann brýnir borgina til verka gegn fjölgun kanína sem hann segir að viss um að hafa valdið fleri slysum. 11. október 2016 06:00 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsambands Íslands, segir hjólamanninn bera fulla ábyrgð á árekstrinum við kanínuna. Hans er ábyrgðin, ekki kanínunnar. Vísir greindi frá hörðum árekstri í morgun en Hlöðver Bernharður Jökulsson sjúkraþjálfari er stórslasaður eftir að hann hjólaði á kanínu í Elliðaárdalnum. Lungað féll saman og rifbein eru brotin, einhver tvíbrotin auk þess sem herðablaðið er sprungið þvert yfir. Hörður Bernharður er sárþjáður og segir þetta stórhættulegt svæði að fara um vegna kanínuplágu og kallar eftir aðgerðum af hálfu Reykjavíkurborgar.Lifandi verur eiga alltaf réttinn Hallgerður segist hafa samúð með Herð Bernharði en ef við myndum setja kött eða hund inní jöfnuna, í staðinn fyrir kanínuna, þá væri ekki verið að kalla eftir sérstökum aðgerðum. Við séum hins vegar fljót að stökkva á kanínurnar af því að þær liggja vel við höggi. „Lifandi verur eiga alltaf réttinn. Bíllinn, hjól, farartæki telst hlutur og þeim sem honum stjórnar – honum ber að gæta sín. Ég myndi aldrei kaupa það að kanínan hafi verið fyrir honum. Hjólreiðamanninum ber að gæta sín, sérstaklega þar sem vitað er að svona dýr eru fyrir hendi. Alveg eins og á þjóðvegum landsins þar sem við verðum að gæta okkur á kindum. Þetta er hliðstætt,“ segir Hallgerður. Hún segir hins vegar annað mál með kanínuvandann, því þær eru í vandræðum. Þær eru ekki gerðar til að lifa af íslenskan vetur. „Þær einu sem lifa af eru við hitaveitustokkana eða þá að þeim sé hjálpað. Geysileg afföll og þetta eru hroðalegir dauðdagar, svelti og kuldi. Þetta er langdreginn dauðdagi.“Þetta snýst um velferð dýranna Hallgerður segir að það geti hreinlega talist hjálparskylda okkar að aflífa kanínurnar á mannúðlegan hátt. „Eru þessi dýr þess umkomin að lifa í náttúrunni og þrífast? Ef þau eru það ekki, hvað eigum við þá að gera? Getur vel verið að okkar hjálparskylda felist í því að fækka þeim. Þetta snýst um dýravelferð, við verðum að hugsa um þeirra velferð og ef þetta er þrautalíf er spurning hvort við þurfum ekki að skoða þetta betur.“ Fari Reykjavíkurborg út í aðgerðir til að fækka kanínurnar er mikilvægt að menn vandi til verksins. „Þær mega ekki líða fyrir aðgerðirnar eins og minkarnir þegar við erum að drekkja þeim í gildrum.“Ef fækka á kanínum verður að vanda til verksins Hallgerður segist ekki sérfróð um aflífun dýra, þetta sé vandasamt því þetta er innan borgarmarka og því megi ekki skjóta dýrin. „En í tilfelli minkanna er þetta sparnaðarmál, ódýrara er að drekkja þeim en aflífa á mannúðlegan hátt. Þess vegna gerum við það og þess vegna var þetta lögleitt. Í því samhengi; ef Reykjavíkurborg fer að gera eitthvað verður hún að vanda sig.“ Þetta er mikið tilfinningamál, að sögn Hallgerðar. Um er að ræða voðalega sæt dýr sem margir sinna og gefa. Rétt sé að láta þær í friði að því gefnu að þær geti lifað veturinn af. „En, í öllu falli eiga hjólreiðamenn að gæta sín og það erum við mennirnir sem berum ábyrgðina.“
Tengdar fréttir Margbrotinn eftir árekstur við kanínu Hlöðver Jökulsson slasaðist illa eftir að hann hjólaði á kanínu í Elliðaárdalnum. Lungað féll saman og bein brotnuðu. Hann brýnir borgina til verka gegn fjölgun kanína sem hann segir að viss um að hafa valdið fleri slysum. 11. október 2016 06:00 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Margbrotinn eftir árekstur við kanínu Hlöðver Jökulsson slasaðist illa eftir að hann hjólaði á kanínu í Elliðaárdalnum. Lungað féll saman og bein brotnuðu. Hann brýnir borgina til verka gegn fjölgun kanína sem hann segir að viss um að hafa valdið fleri slysum. 11. október 2016 06:00