Glódís á EM í fjórða sinn: Getum ekki haft nein áhrif á andstæðinginn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. október 2016 16:30 Glódís er reynsluboltinn í íslenska hópnum. vísir/anton Glódís Guðgeirsdóttir er mætt á sitt fjórða Evrópumót í hópfimleikum en hún er reyndust í íslenska hópnum þrátt fyrir að vera aðeins 22 ára gömul. Glódís var í liði Gerplu sem vann gullið á EM 2010 og 2012 og svo í silfurliði Íslands á heimavelli fyrir tveimur árum. Hún segir að undirbúningur og annað slíkt hafi breyst eftir að Ísland fór að senda sameiginlegt lið til keppni. „Árin 2010 og 2012 voru þetta bara Gerplulið en núna eru þetta stelpur úr Stjörnunni, Gerplu og ein frá Selfossi. Það var líka þannig 2014. Núna eru landsliðsæfingar þar sem öll liðin þurfa að hittast en 2010 og 2012 voru þetta bara venjulegar félagsæfingar,“ sagði Glódís í samtali við blaðamann Vísis í Lukna höllinni í Maribor í Slóveníu þar sem EM fer fram.Íslenska kvennalandsliðið í hópfimleikum.vísir/antonMætast á miðri leið „Núna erum við að flakka á milli sala og maður fær aðrar áherslur, t.d. frá Stjörnuþjálfurum. Við hittumst á miðri leið. Gerpla keppir svona, Stjarnan keppir svona og við þurfum einhvern veginn að blanda þessu saman þannig að allir verði sáttir.“ Stelpurnar úr Gerplu og Stjörnunni eru samherjar í landsliðinu en mótherjar þegar þær keppa á innlendum vettvangi. Glódís segir að verði stundum svolítið skrítið. „Það getur verið mjög furðulegt og erfitt því við erum góðar vinkonur. Svo þegar íslenska tímabilið byrjar á næsta ári þurfum við að keppa á móti hvorri annarri. En maður pælir ekkert í því, ég vil alltaf bara pæla í mínu liði,“ sagði Glódís en öfugt við flestar hópíþróttir geta keppendur í hópfimleikum ekki haft bein áhrif á frammistöðu mótherjans. „Það getur enginn breytt því hvernig við keppum. Þetta er ekki eins og í fótbolta þar sem lið rýna í leik andstæðingsins. Við mætum bara og gerum eins og við ætlum að gera. Við getum ekki haft nein áhrif á andstæðinginn nema að sparka í hann, sem mun aldrei gerast,“ sagði Glódís hlæjandi.Glódís er á góðum batavegi eftir ökklameiðsli.vísir/antonÖkklinn heldur vonandi Þótt enginn hafi sparkað í hana glímdi Glódís við meiðsli í aðdraganda EM fyrir tveimur árum. „Ég meiddist tveimur vikum fyrir mót, hvíldi alveg fram að móti og fann svo ekki fyrir því,“ sagði Glódís sem hefur einnig verið að berjast við ökklameiðsli að undanförnu. Hún segist þó öll vera að koma til. „Það hefur gengið ágætlega en það er samt ekkert langt síðan ég byrjaði að stökkva aftur á bak sem er mín sterka umferð. En ökklinn er góður núna og vonandi heldur hann út þetta mót,“ sagði Glódís.Ísland lenti í 2. sæti á EM á heimavelli árið 2014.vísir/andri marinóSterkari en fyrir tveimur árum Eins og áður sagði lenti Ísland í 2. sæti í kvennaflokki á heimavelli fyrir tveimur árum en Svíar urðu hlutskarpastir. En voru það vonbrigði að ná ekki að vinna þriðja gullið í röð? „Við ætluðum að vinna en þetta mót var frábært og við gerðum það sem við gátum. Ég get ekki sagt að þetta hafi verið vonbrigði. Andstæðingurinn var bara betri og það er ekkert við því að gera,“ sagði Glódís. Henni finnst liðið í ár vera sterkara en 2014. „Ég vil meina að við séum sterkari. Við erum búnar að keyra erfiðleikann upp, dansinn er orðinn erfiðari og gildir hærra. Við erum sömuleiðis að hækka erfiðleikastigið í stökkunum og þetta verður vonandi hreinna og betra,“ sagði Glódís að lokum. Fimleikar Tengdar fréttir Markmiðið að komast á pall Íslenska landsliðið í hópfimleikum kom til Maribor í Slóveníu seint í gærkvöldi. 11. október 2016 13:20 Frá ísgerðinni á Erpsstöðum á EM í hópfimleikum Guðmundur Þorgrímsson þreytir frumraun sína á EM í hópfimleikum á morgun þegar blandað lið Íslands í unglingaflokki freistar þess að komast í úrslit. 11. október 2016 14:26 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sjá meira
Glódís Guðgeirsdóttir er mætt á sitt fjórða Evrópumót í hópfimleikum en hún er reyndust í íslenska hópnum þrátt fyrir að vera aðeins 22 ára gömul. Glódís var í liði Gerplu sem vann gullið á EM 2010 og 2012 og svo í silfurliði Íslands á heimavelli fyrir tveimur árum. Hún segir að undirbúningur og annað slíkt hafi breyst eftir að Ísland fór að senda sameiginlegt lið til keppni. „Árin 2010 og 2012 voru þetta bara Gerplulið en núna eru þetta stelpur úr Stjörnunni, Gerplu og ein frá Selfossi. Það var líka þannig 2014. Núna eru landsliðsæfingar þar sem öll liðin þurfa að hittast en 2010 og 2012 voru þetta bara venjulegar félagsæfingar,“ sagði Glódís í samtali við blaðamann Vísis í Lukna höllinni í Maribor í Slóveníu þar sem EM fer fram.Íslenska kvennalandsliðið í hópfimleikum.vísir/antonMætast á miðri leið „Núna erum við að flakka á milli sala og maður fær aðrar áherslur, t.d. frá Stjörnuþjálfurum. Við hittumst á miðri leið. Gerpla keppir svona, Stjarnan keppir svona og við þurfum einhvern veginn að blanda þessu saman þannig að allir verði sáttir.“ Stelpurnar úr Gerplu og Stjörnunni eru samherjar í landsliðinu en mótherjar þegar þær keppa á innlendum vettvangi. Glódís segir að verði stundum svolítið skrítið. „Það getur verið mjög furðulegt og erfitt því við erum góðar vinkonur. Svo þegar íslenska tímabilið byrjar á næsta ári þurfum við að keppa á móti hvorri annarri. En maður pælir ekkert í því, ég vil alltaf bara pæla í mínu liði,“ sagði Glódís en öfugt við flestar hópíþróttir geta keppendur í hópfimleikum ekki haft bein áhrif á frammistöðu mótherjans. „Það getur enginn breytt því hvernig við keppum. Þetta er ekki eins og í fótbolta þar sem lið rýna í leik andstæðingsins. Við mætum bara og gerum eins og við ætlum að gera. Við getum ekki haft nein áhrif á andstæðinginn nema að sparka í hann, sem mun aldrei gerast,“ sagði Glódís hlæjandi.Glódís er á góðum batavegi eftir ökklameiðsli.vísir/antonÖkklinn heldur vonandi Þótt enginn hafi sparkað í hana glímdi Glódís við meiðsli í aðdraganda EM fyrir tveimur árum. „Ég meiddist tveimur vikum fyrir mót, hvíldi alveg fram að móti og fann svo ekki fyrir því,“ sagði Glódís sem hefur einnig verið að berjast við ökklameiðsli að undanförnu. Hún segist þó öll vera að koma til. „Það hefur gengið ágætlega en það er samt ekkert langt síðan ég byrjaði að stökkva aftur á bak sem er mín sterka umferð. En ökklinn er góður núna og vonandi heldur hann út þetta mót,“ sagði Glódís.Ísland lenti í 2. sæti á EM á heimavelli árið 2014.vísir/andri marinóSterkari en fyrir tveimur árum Eins og áður sagði lenti Ísland í 2. sæti í kvennaflokki á heimavelli fyrir tveimur árum en Svíar urðu hlutskarpastir. En voru það vonbrigði að ná ekki að vinna þriðja gullið í röð? „Við ætluðum að vinna en þetta mót var frábært og við gerðum það sem við gátum. Ég get ekki sagt að þetta hafi verið vonbrigði. Andstæðingurinn var bara betri og það er ekkert við því að gera,“ sagði Glódís. Henni finnst liðið í ár vera sterkara en 2014. „Ég vil meina að við séum sterkari. Við erum búnar að keyra erfiðleikann upp, dansinn er orðinn erfiðari og gildir hærra. Við erum sömuleiðis að hækka erfiðleikastigið í stökkunum og þetta verður vonandi hreinna og betra,“ sagði Glódís að lokum.
Fimleikar Tengdar fréttir Markmiðið að komast á pall Íslenska landsliðið í hópfimleikum kom til Maribor í Slóveníu seint í gærkvöldi. 11. október 2016 13:20 Frá ísgerðinni á Erpsstöðum á EM í hópfimleikum Guðmundur Þorgrímsson þreytir frumraun sína á EM í hópfimleikum á morgun þegar blandað lið Íslands í unglingaflokki freistar þess að komast í úrslit. 11. október 2016 14:26 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sjá meira
Markmiðið að komast á pall Íslenska landsliðið í hópfimleikum kom til Maribor í Slóveníu seint í gærkvöldi. 11. október 2016 13:20
Frá ísgerðinni á Erpsstöðum á EM í hópfimleikum Guðmundur Þorgrímsson þreytir frumraun sína á EM í hópfimleikum á morgun þegar blandað lið Íslands í unglingaflokki freistar þess að komast í úrslit. 11. október 2016 14:26