Helga Valfells opnaði Nasdaq kauphöllina í New York Sæunn Gísladóttir skrifar 11. október 2016 14:58 Helga Valfells, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins opnaði Nasdaq kauphöllina í New York í dag. Mynd/Icelandic Startups Leiðtogar norræna sprotasamfélagsins söfnuðust saman í New York í dag til að opna Nasdaq kauphöllina með bjölluhringingu klukkan 13:30 að íslenskum tíma. Á staðnum er Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandic Startups, ásamt öðrum norrænum frumkvöðlasetrum og íslensku sprotafyrirtækjunum Sling og Watchbox. Helga Valfells, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins veitti ræðu við tilefnið, segir í tilkynningu. Markmið ferðarinnar er að kynna norræna sprotasamfélagið betur á austurströnd Bandaríkjanna ásamt því að veita sprotafyrirtækjum sem með eru í för tækifæri til að kynna sig fyrir bandarískum fjárfestum og fjölmiðlum. Tölur benda til að hátt í tíu þúsund sprotafyrirtæki séu virk í New York um þessar mundir sem gerir borgina afar vænlega til tengslamyndunar. Helga Valfells veitti ræðu við tilefnið.Mynd/Icelandic StartupsÞetta er í þriðja sinn sem hópurinn heldur til New York í þessum tilgangi. Icelandic Startups hefur unnið að því síðustu ár að byggja upp norrænt samstarf í þeim tilgangi að auðvelda aðgengi íslenskra sprotafyrirtækja að erlendum mörkuðum og auka áhuga alþjóðlegra fjárfesta og fjölmiðla á starfsemi íslenska sprotasamfélagsins. Norræna sprota- og tæknisenan hefur vaxið hratt undanfarin ár og engin merki um að hægjast sé á þeirri þróun. Þrátt fyrir að íbúafjöldi á Norðurlöndunum telji einungis 1% af fólksfjölda heimsins þá áttu þau um 10% af heildarveltu síðasta áratugs. Hin öfluga norræna sprotasena hefur getið af sér fyrirtæki á borð við Klarna, Unity, Spotify og Supercell. Uppgefinn hagnaður af sölu á hlutum í norrænum sprotafyrirtækjum, var samkvæmt The Nordic Web, 1,27 milljarðar Bandaríkjadala á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Myllumerki viðburðarins #NordicMade er ætlað að sameina allar fréttir af norræna sprotaumhverfinu á einn stað. Mest lesið Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Miklu fleiri vilja hlutdeildarlán en fá Sjá meira
Leiðtogar norræna sprotasamfélagsins söfnuðust saman í New York í dag til að opna Nasdaq kauphöllina með bjölluhringingu klukkan 13:30 að íslenskum tíma. Á staðnum er Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandic Startups, ásamt öðrum norrænum frumkvöðlasetrum og íslensku sprotafyrirtækjunum Sling og Watchbox. Helga Valfells, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins veitti ræðu við tilefnið, segir í tilkynningu. Markmið ferðarinnar er að kynna norræna sprotasamfélagið betur á austurströnd Bandaríkjanna ásamt því að veita sprotafyrirtækjum sem með eru í för tækifæri til að kynna sig fyrir bandarískum fjárfestum og fjölmiðlum. Tölur benda til að hátt í tíu þúsund sprotafyrirtæki séu virk í New York um þessar mundir sem gerir borgina afar vænlega til tengslamyndunar. Helga Valfells veitti ræðu við tilefnið.Mynd/Icelandic StartupsÞetta er í þriðja sinn sem hópurinn heldur til New York í þessum tilgangi. Icelandic Startups hefur unnið að því síðustu ár að byggja upp norrænt samstarf í þeim tilgangi að auðvelda aðgengi íslenskra sprotafyrirtækja að erlendum mörkuðum og auka áhuga alþjóðlegra fjárfesta og fjölmiðla á starfsemi íslenska sprotasamfélagsins. Norræna sprota- og tæknisenan hefur vaxið hratt undanfarin ár og engin merki um að hægjast sé á þeirri þróun. Þrátt fyrir að íbúafjöldi á Norðurlöndunum telji einungis 1% af fólksfjölda heimsins þá áttu þau um 10% af heildarveltu síðasta áratugs. Hin öfluga norræna sprotasena hefur getið af sér fyrirtæki á borð við Klarna, Unity, Spotify og Supercell. Uppgefinn hagnaður af sölu á hlutum í norrænum sprotafyrirtækjum, var samkvæmt The Nordic Web, 1,27 milljarðar Bandaríkjadala á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Myllumerki viðburðarins #NordicMade er ætlað að sameina allar fréttir af norræna sprotaumhverfinu á einn stað.
Mest lesið Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Miklu fleiri vilja hlutdeildarlán en fá Sjá meira