Eins og Vísir greindi frá í síðustu viku spilar íslenska landsliðið í körfubolta leiki sína á EM 2017 í Helsinki. Ísland verður þar samstarfsaðili Finna.
Mótið hefst 30. ágúst á næsta ári og er búist við nokkur þúsund Íslendingum í Helsinki. Ekki síst vegna þess að 2. september spilar íslenska fótboltalandsliðið leik gegn Finnum í Tampere sem er í tveggja klukkstunda fjarlægð frá Helsinki. Það verður því mikil Íslendingahátíð í Finnlandi á næsta ári.
Forsala miða á EM 2017 hefst klukkan 10.00 en takmarkað magn miða er í boði. Fyrir tveimur árum seldust 1.000 miðapakkar upp samdægurs og hvetur KKÍ því áhugasama til að kaupa sína miða tímanlega. Þetta kemur fram í grein á heimasíðu körfuboltasambandsins þar sem farið er yfir miðasöluna í dag.
Helstu kostir þess að kaupa miða í forsölu eru að hægt er að fá bestu sætin á leikina og að allir Íslendingar sem kaupa í forsölu sitja saman. Auk þess er besta miðaverðið í forsölunni og KKÍ fær hluta af miðasölunni.
Hér smá sjá allt um miðasöluna en hún fer fram á tix.is.
Forsalan á EM 2017 að hefjast: Nældu þér í bestu miðana

Tengdar fréttir

Ísland spilar í Helsinki á EM 2017 í körfubolta
Ísland verður samstarfsaðili Finnlands og spilar sinn riðil í Helsinki á næsta ári.

Finnar í viðræðum við eina aðra þjóð: „Fundurinn með Íslandi mjög áhugaverður“
Ísland er ekki langt frá því að tryggja sér samstarf með Finnum á EM 2017 í körfubolta á næsta ári.

Fundurinn í Finnlandi: Eina vandamálið er að fótboltinn og karfan spila sama dag
Formaður Körfuknattleikssambands Íslands er bjartsýnn eftir fund með finnska sambandinu í Helsinki í dag.