Mikill áhugi á uppbyggingu hleðslustöðva: Sótt um 800 milljónir en 200 í boði Svavar Hávarðsson skrifar 11. október 2016 07:00 Hleðslustöðvum fyrir rafbíla fjölgar hratt þessa dagana - og er til vitnis um aukinn áhuga á nýrri tækni. vísir/pjetur Mikill áhugi á átaksverkefni stjórnvalda, Rafbílar – átak í innviðum, kom ljóslega fram í fjölda styrkumsókna frá fyrirtækjum og sveitarfélögum – en verkefnið miðar að því að gert verði átak í að efla innviði fyrir hleðslu rafbíla á landsvísu á komandi árum. Sótt var um fjórfalt hærri upphæð en stjórnvöld ætla til verkefnisins á næstu þremur árum, eða rétt tæplega 800 milljónir króna. Á fjárlögum 2016 er að finna tímabundna fjárheimild að fjárhæð 67 milljónir króna á ári, í þrjú ár, fyrir verkefnið sem er hluti af sóknaráætlun Íslands í loftslagsmálum. Er verkefnið eitt af átta verkefnum í sóknaráætluninni sem miða að samdrætti í nettólosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Jakob Björnsson, framkvæmdastjóri Orkusjóðs, sem fellur undir Orkustofnun, segir áhugann á verkefninu meiri en búist var við; alls bárust 33 umsóknir frá sveitarfélögum, fyrirtækjum og einstaklingum. Að svo stöddu er ekki hægt að gefa upp hverjir sóttu um, en einhver skörun umsókna er ekki útilokuð. Stóra myndin liggur þó fyrir. „Heildarupphæðin sem sótt er um er 800 milljónir króna. Áætlaður kostnaður við verkefnin sem um ræðir er rétt um tveir milljarðar króna þannig að áhuginn er gríðarlegur,“ segir Jakob og bætir við að augljóslega fái ekki allir það sem sóst er eftir. Hægt var að sækja um verkefni sem eru til eins, tveggja eða þriggja ára. Eingöngu eru veittir styrkir til fjárfestinga og geta styrkir hæst numið 50% af áætluðum kostnaði hvers verkefnis, sem þýðir að sá sem sækir um ætlar að leggja fram sömu upphæð, eða meira eins og tölurnar sýna en hugmyndir um uppbyggingu í umsóknum eru um milljarður – 200 milljónum meira en ef um krónu á móti krónu væri að ræða. Hámarksupphæð styrks fyrir hvert verkefni er 30 milljónir en tvær milljónir að lágmarki. „Það eru margir sem hafa stórar hugmyndir um uppbyggingu. Umsækjendur tala um að á næstu árum muni þrýstingur á fjölgun rafbíla aukast stórlega, og ef ríkið ætlar að koma að því þá þurfi að bæta í,“ segir Jakob og vísar til texta umsóknanna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Miklu fleiri vilja hlutdeildarlán en fá Sjá meira
Mikill áhugi á átaksverkefni stjórnvalda, Rafbílar – átak í innviðum, kom ljóslega fram í fjölda styrkumsókna frá fyrirtækjum og sveitarfélögum – en verkefnið miðar að því að gert verði átak í að efla innviði fyrir hleðslu rafbíla á landsvísu á komandi árum. Sótt var um fjórfalt hærri upphæð en stjórnvöld ætla til verkefnisins á næstu þremur árum, eða rétt tæplega 800 milljónir króna. Á fjárlögum 2016 er að finna tímabundna fjárheimild að fjárhæð 67 milljónir króna á ári, í þrjú ár, fyrir verkefnið sem er hluti af sóknaráætlun Íslands í loftslagsmálum. Er verkefnið eitt af átta verkefnum í sóknaráætluninni sem miða að samdrætti í nettólosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Jakob Björnsson, framkvæmdastjóri Orkusjóðs, sem fellur undir Orkustofnun, segir áhugann á verkefninu meiri en búist var við; alls bárust 33 umsóknir frá sveitarfélögum, fyrirtækjum og einstaklingum. Að svo stöddu er ekki hægt að gefa upp hverjir sóttu um, en einhver skörun umsókna er ekki útilokuð. Stóra myndin liggur þó fyrir. „Heildarupphæðin sem sótt er um er 800 milljónir króna. Áætlaður kostnaður við verkefnin sem um ræðir er rétt um tveir milljarðar króna þannig að áhuginn er gríðarlegur,“ segir Jakob og bætir við að augljóslega fái ekki allir það sem sóst er eftir. Hægt var að sækja um verkefni sem eru til eins, tveggja eða þriggja ára. Eingöngu eru veittir styrkir til fjárfestinga og geta styrkir hæst numið 50% af áætluðum kostnaði hvers verkefnis, sem þýðir að sá sem sækir um ætlar að leggja fram sömu upphæð, eða meira eins og tölurnar sýna en hugmyndir um uppbyggingu í umsóknum eru um milljarður – 200 milljónum meira en ef um krónu á móti krónu væri að ræða. Hámarksupphæð styrks fyrir hvert verkefni er 30 milljónir en tvær milljónir að lágmarki. „Það eru margir sem hafa stórar hugmyndir um uppbyggingu. Umsækjendur tala um að á næstu árum muni þrýstingur á fjölgun rafbíla aukast stórlega, og ef ríkið ætlar að koma að því þá þurfi að bæta í,“ segir Jakob og vísar til texta umsóknanna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Viðskipti innlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Miklu fleiri vilja hlutdeildarlán en fá Sjá meira