Fótbolti

Aron aðeins fimm mínútur að skora eftir að hann kom inn á

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron í leik með Fjölni síðasta sumar.
Aron í leik með Fjölni síðasta sumar. vísir/vilhelm
Aron Sigurðarson skoraði annað mark Tromsö í 0-3 útisigri á Bodö/Glimt í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Aron kom inn á sem varamaður á 75. mínútu og aðeins fimm mínútum síðar skoraði hann og kom Tromsö í 0-2. Þetta var annað mark Arons í norsku deildinni á tímabilinu.

Með sigrinum komst Tromsö upp í 10. sæti deildarinnar en liðið er nú með 21 stig eftir 18 leiki.

Haukur Heiðar Hauksson var á sínum stað í vörn AIK sem lagði Falkenbergs að velli með tveimur mörkum gegn engu í sænsku úrvalsdeildinni.

Eero Markkanen skoraði bæði mörk AIK sem er í 3. sæti deildarinnar með 30 stig, fjórum stigum á eftir toppliði Norrköping.

Hjálmar Jónsson lék allan leikinn í miðri vörn IFK Göteborg sem gerði 1-1 jafntefli við Jonköpings á útivelli.

Hjálmar og félagar eru í 4. sæti deildarinnar, einu stigi á eftir AIK.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×