Lífið

Stórbrotið hljóðfæri þar sem 2.000 glerkúlur sjá um tónlistina

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Græjan er samansett úr yfir 3.000 hlutum.
Græjan er samansett úr yfir 3.000 hlutum.
Það er vitað mál að veraldarvefurinn er gróðrarstía fyrir allskyns sniðug uppátæki. Smíði sænska tónlistarmannsins Martin Molin verður hins vegar að teljast eitthvað hið allra frumlegasta sem netið hefur séð.

Molin skapaði vél sem saman stendur af litlu trommusetti, bassa og víbrafón. Hún er handknúin en það sem sér um að framkalla hljóð vélarinnar eru 2.000 litlar glerkúlur sem flestir kannast við úr kúluspilum frá því þeir voru yngri.

Smíði vélarinnar hófst á haustmánuðum árið 2014 og hefur verið hægt að fylgjast með framganginum á heimasvæði Wintergartan á Youtube. Fyrir skemmstu sagði Molin að „því nær sem hann kæmist því að klára maskínuna þeim mun erfiðara væri að klára hana“. Smíði vélarinnar lauk fyrir skemmstu og var hún frumsýnd í gær.

Tvö myndbönd, annað frá gerð vélarinnar og hitt sem hvernig hún virkar, má sjá hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×