Rannveig Rist við hafnarvinnu í Straumsvík Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. mars 2016 16:07 Rannveig Rist og aðrir stjórnendur ISAL á bryggjunni í Straumsvík í dag vísir/anton brink Útskipun áls hófst við höfnina í Straumsvík um klukkan tvö í dag en samkvæmt úrskurði sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu frá því í gærkvöldi mega 15 stjórnendur ISAL ganga í störf hafnarverkamanna sem lögðu niður störf í liðinni viku. Kolbeinn Gunnarsson, formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar, fylgdist með þegar útskipunin hófst í dag en tólf stjórnendur voru við störf á höfninni í dag, þar á meðal Rannveig Rist, forstjóri ISAL, og Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis og stjórnarmaður í stjórn Rio Tinto Alcan á Íslandi. Aðspurður hvernig honum þótti útskipunin ganga sagði Kolbeinn að hún hefði gengið frekar hægt. „Þetta er náttúrlega fólk sem vinnur alla jafna á skrifstofunni og er því ekki vant svona vinnu. Maður er kannski mest hræddur um öryggið þar sem menn fá yfirleitt góða leiðsögn í að minnsta kosti tvo daga áður en þeir fara í þessi störf,“ segir Kolbeinn í samtali við Vísi. Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi ISAL, segir vikulegan farm áls sem vanalega fer úr Straumsvík vera um 4000 tonn en óljóst sé á þessari stundu hversu mikið ál fari í skipið. Það verði metið núna seinnipartinn. Ólafur segir útskipunina hafa gengið vel, Vinnueftirlitið hafi meðal annars komið á staðinn og ekki haft neinar athugasemdir við framkvæmdina. „Okkar megináhersla er hins vegar á að klára þessa kjarasamninga enda finnst okkur kominn tími á það,“ segir Ólafur en ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til nýs fundar í kjaradeilunni. Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir Rio Tinto vill lögbann á að yfirmönnum sé meinað að lesta áli Fyrirtækið hefur farið fram á það við sýslumann að yfirmenn fyrirtækisins geti lestað áli til útflutnings um borð í flutningaskip. 29. febrúar 2016 16:27 Rio Tinto vill láta reyna á aðgerðir yfirmanna fyrir dómstólum „Það væri sérkennilegt að láta svona ágreining um hvar rétturinn liggur, liggja svona óleystan,“ segir upplýsingafulltrúi álversins. 25. febrúar 2016 12:31 Deilan í Straumsvík: Fimmtán „skrifstofumenn“ mega ganga í störfin Fimmtán yfirmenn hjá Rio Tinto Alcan mega lesta áli um borð í skip til útflutnings í álverinu í Straumsvík. 1. mars 2016 21:35 Yfirmenn Ísal skipa út áli í dag Upplýsingafulltrúi Ísal reiknar með að yfirmönnum muni takast að skipa út að minnsta kosti hluta þess áls sem á að fara til útlanda. Formaður Hlífar efast um getu yfirmannanna. 2. mars 2016 13:31 Langvarandi deilu er hvergi nærri lokið Engu hefur enn miðað í kjaraviðræðum starfsmanna Rio Tinto Alcan í Straumsvík. Deilunni var vísað til ríkissáttasemjara í apríl í fyrra. 25. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Útskipun áls hófst við höfnina í Straumsvík um klukkan tvö í dag en samkvæmt úrskurði sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu frá því í gærkvöldi mega 15 stjórnendur ISAL ganga í störf hafnarverkamanna sem lögðu niður störf í liðinni viku. Kolbeinn Gunnarsson, formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar, fylgdist með þegar útskipunin hófst í dag en tólf stjórnendur voru við störf á höfninni í dag, þar á meðal Rannveig Rist, forstjóri ISAL, og Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis og stjórnarmaður í stjórn Rio Tinto Alcan á Íslandi. Aðspurður hvernig honum þótti útskipunin ganga sagði Kolbeinn að hún hefði gengið frekar hægt. „Þetta er náttúrlega fólk sem vinnur alla jafna á skrifstofunni og er því ekki vant svona vinnu. Maður er kannski mest hræddur um öryggið þar sem menn fá yfirleitt góða leiðsögn í að minnsta kosti tvo daga áður en þeir fara í þessi störf,“ segir Kolbeinn í samtali við Vísi. Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi ISAL, segir vikulegan farm áls sem vanalega fer úr Straumsvík vera um 4000 tonn en óljóst sé á þessari stundu hversu mikið ál fari í skipið. Það verði metið núna seinnipartinn. Ólafur segir útskipunina hafa gengið vel, Vinnueftirlitið hafi meðal annars komið á staðinn og ekki haft neinar athugasemdir við framkvæmdina. „Okkar megináhersla er hins vegar á að klára þessa kjarasamninga enda finnst okkur kominn tími á það,“ segir Ólafur en ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til nýs fundar í kjaradeilunni.
Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir Rio Tinto vill lögbann á að yfirmönnum sé meinað að lesta áli Fyrirtækið hefur farið fram á það við sýslumann að yfirmenn fyrirtækisins geti lestað áli til útflutnings um borð í flutningaskip. 29. febrúar 2016 16:27 Rio Tinto vill láta reyna á aðgerðir yfirmanna fyrir dómstólum „Það væri sérkennilegt að láta svona ágreining um hvar rétturinn liggur, liggja svona óleystan,“ segir upplýsingafulltrúi álversins. 25. febrúar 2016 12:31 Deilan í Straumsvík: Fimmtán „skrifstofumenn“ mega ganga í störfin Fimmtán yfirmenn hjá Rio Tinto Alcan mega lesta áli um borð í skip til útflutnings í álverinu í Straumsvík. 1. mars 2016 21:35 Yfirmenn Ísal skipa út áli í dag Upplýsingafulltrúi Ísal reiknar með að yfirmönnum muni takast að skipa út að minnsta kosti hluta þess áls sem á að fara til útlanda. Formaður Hlífar efast um getu yfirmannanna. 2. mars 2016 13:31 Langvarandi deilu er hvergi nærri lokið Engu hefur enn miðað í kjaraviðræðum starfsmanna Rio Tinto Alcan í Straumsvík. Deilunni var vísað til ríkissáttasemjara í apríl í fyrra. 25. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Rio Tinto vill lögbann á að yfirmönnum sé meinað að lesta áli Fyrirtækið hefur farið fram á það við sýslumann að yfirmenn fyrirtækisins geti lestað áli til útflutnings um borð í flutningaskip. 29. febrúar 2016 16:27
Rio Tinto vill láta reyna á aðgerðir yfirmanna fyrir dómstólum „Það væri sérkennilegt að láta svona ágreining um hvar rétturinn liggur, liggja svona óleystan,“ segir upplýsingafulltrúi álversins. 25. febrúar 2016 12:31
Deilan í Straumsvík: Fimmtán „skrifstofumenn“ mega ganga í störfin Fimmtán yfirmenn hjá Rio Tinto Alcan mega lesta áli um borð í skip til útflutnings í álverinu í Straumsvík. 1. mars 2016 21:35
Yfirmenn Ísal skipa út áli í dag Upplýsingafulltrúi Ísal reiknar með að yfirmönnum muni takast að skipa út að minnsta kosti hluta þess áls sem á að fara til útlanda. Formaður Hlífar efast um getu yfirmannanna. 2. mars 2016 13:31
Langvarandi deilu er hvergi nærri lokið Engu hefur enn miðað í kjaraviðræðum starfsmanna Rio Tinto Alcan í Straumsvík. Deilunni var vísað til ríkissáttasemjara í apríl í fyrra. 25. febrúar 2016 07:00