Borgarstjóri tók að sér umfelgun á dekkjaverkstæði í Grafarvogi Heimir Már Pétursson skrifar 15. apríl 2016 19:15 Mikill árangur hefur náðst í að fækka bílum á nagladekkjum í Reykjavík en nú telja þeir sem gerst þekkja til að um 60 prósent bíla séu á ónelgdum hjólbörðum. Eftir daginn í dag eiga þeir bíleigendur sem enn aka um á nöglum að umfelga hjá sér. Degi B. Eggertssyni borgarstjóra í Reykjavík er umhugað að sem fæstir keyri um á nagladekkjum í borginni, bæði vegna svifryks og slits á malbiki og tók málin í sínar eigin hendur á Hjólbarðaekkjaverkstæði í Grafarvogi í dag. Með þessu vill borgarstjóri vekja athygli á að frá og með deginum í dag sé kominn tími tl að fara á sumardekkinn.Hefur þú einhverntíma skipt um dekk á bíl? „Já reyndar en ekki með svona græjum,“ segir Dagur. Hann hafi hins vegar aldrei komið nálægt því að umfelga áður. Sigurður Stefánsson verkstjóri á Hjólbarðaverkstæði Grafarvogs þekkir handbrögðin af áralangri reynslu og tók vel í að sýna borgarstjóranum handtökin. „Verðum við ekki bara að vona að hann massi þetta karlinn,“ sagði Sigurður og hélt svo með Dag að jeppa sem kominn var til umfelgunar.Dagur var með réttu handtökin á hreinu.mynd/reykjavíkurborgKvíðinn? „Þetta er auðvitað pressa. En ég treysti á aðstoðina; í læknisfræðinni er það þannig með aðgerðir að fyrst horfir þú á eina, svo prófar þú eina og svo kennir þú eina,“ segir læknirinn og borgarstjórinn.Og svo lætur þú einn sjúkling deyja, spyr fréttamaður sposkur? „Nei, nei engann. Við skulum vona að enginn deyi í dag,“ segir Dagur vopnaður stóru rafmagns boltaskrúftæki og hlær. „Við erum sem betur fer með fagmenn hérna. Ég hef að vísu saumað fingur sem hafa kelmmt sig illa í þessu. Ég vona að ég lendi ekki í því,“ segir borgarstjórinn við umfelgunartækið. Sigurður verkstjórinn segir fólk almennt taka hægt við sér fyrstu dagana en áætlar að nú séu um 60 prósent bíla á ónelgdum dekkjum. „Sem betur fer hefur nagladekkjum fækkað og það eru komin alls konar fín heilsársdekk í staðinn. En það er betra fyrir loftið og loftgæðin í borginni. Auk þess sem við erum auðvitað með sumardaginn fyrsta í næstu viku og eigum við ekki að segja að það sé komið vor,“ segir Dagur.Og svo er það auðvitað gatnakerfið, þið hafið verið gagnrýnd í meirihlutanum fyrir að malbika ekki nóg? „Já það er alveg rétt. Við erum reyndar að laga það og malbika mjög víða en slitið er mun meira ef það eru naglar undir,“ segir Dagur B. Eggertsson eftir að hafa sloppið án slysa í gegnum sína fyrstu umfelgun.Borgarstjóri með starfsmönnum verkstæðisins.mynd/reykjavíkurborg Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Sjá meira
Mikill árangur hefur náðst í að fækka bílum á nagladekkjum í Reykjavík en nú telja þeir sem gerst þekkja til að um 60 prósent bíla séu á ónelgdum hjólbörðum. Eftir daginn í dag eiga þeir bíleigendur sem enn aka um á nöglum að umfelga hjá sér. Degi B. Eggertssyni borgarstjóra í Reykjavík er umhugað að sem fæstir keyri um á nagladekkjum í borginni, bæði vegna svifryks og slits á malbiki og tók málin í sínar eigin hendur á Hjólbarðaekkjaverkstæði í Grafarvogi í dag. Með þessu vill borgarstjóri vekja athygli á að frá og með deginum í dag sé kominn tími tl að fara á sumardekkinn.Hefur þú einhverntíma skipt um dekk á bíl? „Já reyndar en ekki með svona græjum,“ segir Dagur. Hann hafi hins vegar aldrei komið nálægt því að umfelga áður. Sigurður Stefánsson verkstjóri á Hjólbarðaverkstæði Grafarvogs þekkir handbrögðin af áralangri reynslu og tók vel í að sýna borgarstjóranum handtökin. „Verðum við ekki bara að vona að hann massi þetta karlinn,“ sagði Sigurður og hélt svo með Dag að jeppa sem kominn var til umfelgunar.Dagur var með réttu handtökin á hreinu.mynd/reykjavíkurborgKvíðinn? „Þetta er auðvitað pressa. En ég treysti á aðstoðina; í læknisfræðinni er það þannig með aðgerðir að fyrst horfir þú á eina, svo prófar þú eina og svo kennir þú eina,“ segir læknirinn og borgarstjórinn.Og svo lætur þú einn sjúkling deyja, spyr fréttamaður sposkur? „Nei, nei engann. Við skulum vona að enginn deyi í dag,“ segir Dagur vopnaður stóru rafmagns boltaskrúftæki og hlær. „Við erum sem betur fer með fagmenn hérna. Ég hef að vísu saumað fingur sem hafa kelmmt sig illa í þessu. Ég vona að ég lendi ekki í því,“ segir borgarstjórinn við umfelgunartækið. Sigurður verkstjórinn segir fólk almennt taka hægt við sér fyrstu dagana en áætlar að nú séu um 60 prósent bíla á ónelgdum dekkjum. „Sem betur fer hefur nagladekkjum fækkað og það eru komin alls konar fín heilsársdekk í staðinn. En það er betra fyrir loftið og loftgæðin í borginni. Auk þess sem við erum auðvitað með sumardaginn fyrsta í næstu viku og eigum við ekki að segja að það sé komið vor,“ segir Dagur.Og svo er það auðvitað gatnakerfið, þið hafið verið gagnrýnd í meirihlutanum fyrir að malbika ekki nóg? „Já það er alveg rétt. Við erum reyndar að laga það og malbika mjög víða en slitið er mun meira ef það eru naglar undir,“ segir Dagur B. Eggertsson eftir að hafa sloppið án slysa í gegnum sína fyrstu umfelgun.Borgarstjóri með starfsmönnum verkstæðisins.mynd/reykjavíkurborg
Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Sjá meira