Saka meirihlutann um uppgjöf Birta Björnsdóttir skrifar 15. apríl 2016 20:00 Skuldastaða sveitarfélagsins Reykjanesbæjar hefur verið mikið í umræðunni undanfarin misseri. Næstkomandi þriðjudag tekur bæjarstjórn fyrir tillögu bæjarráðs um að innanríkisráðuneytið taki yfir fjármál bæjarins. Fari það svo verður það í fyrsta skipti verður það í fyrsta skipti sem sveitarfélag af þessarri stærðargráðu fer þessa leið hér á landi. Minnihluti bæjarráðs lagðist hinsvegar gegn tillögunni og hyggst ekki styðja hana á fundi bæjarstjórnar á þriðjudag. „Meirihlutinn hefur verið að vinna að þessarri einu leið undanfarin tvö ár og hún gekk ekki upp. Þeir hafa gefist upp gagnvart þessu verkefni. Við myndum auðvitað vilja setjast niður með þessum lánadrottnum okkar, finna nýjar leiðir og nýjar lausnir. Við höfum enn sex ár til stefnu,“ segir Böðvar Jónsson, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ. „Menn verða einfaldlega að hafa trú á svæðinu, trú á sveitarfélaginu og trú á sjálfum sér til þess að ná einhverjum árangri í þessu verkefni.“ Böðvar segir að skuldastaða Reykjanesbæjar hafi lækkað mikið síðan ný sveitastjórnarlög um skuldastöðu tóku gildi fyrir fjórum árum, en samkvæmt þeim mega sveitarfélög ekki skulda meira en sem nemur 150% af árlegum tekjum þeirra. Þetta muni ársreikningur sem lagður verður fram í næstu viku staðfesta. Hann segir nægan tíma til stefnu til að koma fjárhagsstöðunni í rétt horf. „Það er algjörlega verið að gefast upp allt of snemma. Þarna leita menn leiða til að hlaupa til ríkisins og afhenda þar lyklana. Þar með eru menn ekki að sinna skyldum sínum gagnvart íbúum bæjarins sem þeir tóku að sér þegar þeir fóru í kosningar árið 2014,“ segir Böðvar.En nú var stofnað til flestra þessarra skulda í stjórnartíð ykkar hjá D-listanum. Mætti ekki færa rök fyrir því að þið hafið þegar fengið ykkar tækifæri til að rétta úr kútnum? „Við skulum ekki gleyma því að það var ekki fyrr en árið 2012 sem sett voru ákveðin viðmið um skuldahlutfallið. Fram að þeim tíma voru menn auðvitað að byggja upp öflugt sveitarfélag,“ segir Bárður og bendir á að ýmsir utanaðkomandi þættir hafi einnig haft áhrif líkt og brotthvarf hersins og efnahagshrunið. En hvað finnst íbúum Reykjanesbæjar um stöðu mála? Á meðfylgjandi myndskeiði má sjá hverju nokkrir íbúar bæjarins svara þegar þeir eru spurðir út í ástandið. Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Skuldastaða sveitarfélagsins Reykjanesbæjar hefur verið mikið í umræðunni undanfarin misseri. Næstkomandi þriðjudag tekur bæjarstjórn fyrir tillögu bæjarráðs um að innanríkisráðuneytið taki yfir fjármál bæjarins. Fari það svo verður það í fyrsta skipti verður það í fyrsta skipti sem sveitarfélag af þessarri stærðargráðu fer þessa leið hér á landi. Minnihluti bæjarráðs lagðist hinsvegar gegn tillögunni og hyggst ekki styðja hana á fundi bæjarstjórnar á þriðjudag. „Meirihlutinn hefur verið að vinna að þessarri einu leið undanfarin tvö ár og hún gekk ekki upp. Þeir hafa gefist upp gagnvart þessu verkefni. Við myndum auðvitað vilja setjast niður með þessum lánadrottnum okkar, finna nýjar leiðir og nýjar lausnir. Við höfum enn sex ár til stefnu,“ segir Böðvar Jónsson, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ. „Menn verða einfaldlega að hafa trú á svæðinu, trú á sveitarfélaginu og trú á sjálfum sér til þess að ná einhverjum árangri í þessu verkefni.“ Böðvar segir að skuldastaða Reykjanesbæjar hafi lækkað mikið síðan ný sveitastjórnarlög um skuldastöðu tóku gildi fyrir fjórum árum, en samkvæmt þeim mega sveitarfélög ekki skulda meira en sem nemur 150% af árlegum tekjum þeirra. Þetta muni ársreikningur sem lagður verður fram í næstu viku staðfesta. Hann segir nægan tíma til stefnu til að koma fjárhagsstöðunni í rétt horf. „Það er algjörlega verið að gefast upp allt of snemma. Þarna leita menn leiða til að hlaupa til ríkisins og afhenda þar lyklana. Þar með eru menn ekki að sinna skyldum sínum gagnvart íbúum bæjarins sem þeir tóku að sér þegar þeir fóru í kosningar árið 2014,“ segir Böðvar.En nú var stofnað til flestra þessarra skulda í stjórnartíð ykkar hjá D-listanum. Mætti ekki færa rök fyrir því að þið hafið þegar fengið ykkar tækifæri til að rétta úr kútnum? „Við skulum ekki gleyma því að það var ekki fyrr en árið 2012 sem sett voru ákveðin viðmið um skuldahlutfallið. Fram að þeim tíma voru menn auðvitað að byggja upp öflugt sveitarfélag,“ segir Bárður og bendir á að ýmsir utanaðkomandi þættir hafi einnig haft áhrif líkt og brotthvarf hersins og efnahagshrunið. En hvað finnst íbúum Reykjanesbæjar um stöðu mála? Á meðfylgjandi myndskeiði má sjá hverju nokkrir íbúar bæjarins svara þegar þeir eru spurðir út í ástandið.
Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira