Birgitta birtir upplýsingar úr skattframtali Birgir Olgeirsson skrifar 15. apríl 2016 13:14 Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. Vísir/valli Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, hefur birt upplýsingar úr skattframtali sínu. Gerir hún það svo Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, muni gera slíkt hið sama. Fer Birgitta nú í hóp með Eygló Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, Árna Páli Árnasyni, formanni Samfylkingarinnar, Katrínu Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, og Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. Birgitta segir Sigmund Davíð hafa haldið fram að ef allir formenn flokkanna myndu birta þessar upplýsingar þá myndi hún gera slíkt hið sama. „Mér er ljúft og skylt að hjálpa honum við að gera það, þó svo að ég sé ekki eiginlegur forystumaður heldur þingflokksformaður, þá hafa margir fjölmiðlamenn hringt í mig og spurt hvort að ég ætli ekki að bregðast við þessari ósk fyrrum forsætisráðherra og núverandi formanns XB. Ég finn ákveðna smjörklípuaðferð við þessa aðferðarfræði hans SDG, en ekki skal ég verða til þess að hann finni glufu út úr áskorun sinni,“ segir Birgitta á Facebook. Samkvæmt þeim upplýsingum sem Birgitta gefur upp var hún með 9,7 milljónir króna í tekjur árið 2016. Hún segist eiga tvær eignir, kjallaraíbúð að Sigtúni 59, metin á 27,3 milljónir króna, og Mazda3 bifreið, metin á 3,7 milljónir króna. Samtals eru eignirnar metnar á 31 milljón króna. Hún segist skulda 19,5 milljónir króna, þar af 17,2 milljónir hjá Íbúðalánasjóði og 2,2 milljónir í bifreiðarlán. Hún segist hvorki eiga hlutabréf eða verðbréf og tekur fram að formenn Pírata hafi alltaf afþakkað aukaálag á laun sín frá þinginu út af formennsku stjórnmálaflokks.Skattaframtal 2016Tekjur 2016:9.737.693Eignir 2016Sigtún 59, kjallari: 27.300.000Mazda3, bifreið: 3.760.000Samtals eignir:31.060.000Skuldir 2016ÍLS lán: 17.296.452Bifreiðarlán: 2.244.267Samtals skuldir:19.540.719Skattaframtal 2015Tekjur 2015:9.633.345Eignir 2015Sigtún 59, kjallari: 24.700.000Honda Jazz: 478.296Samtals eignir:25.178.296Skuldir: 2015ÍLS lán: 17.930.799 Panama-skjölin Mest lesið Óttast um örlög farþega eftir árekstur flugvélar og þyrlu í Washington Erlent Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð Erlent Starfsemin sé ekki tryggð miðað við núverandi framlög Innlent Segja formann fræðslunefndar hafa brotið siðareglur Innlent Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Erlent UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Erlent Öllum heilsast vel eftir fæðingu í háloftunum Innlent Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Erlent Tafir á Reykjanesbraut og víða óvissustig Innlent Gengur í storm með slyddu eða snjókomu Veður Fleiri fréttir Tafir á Reykjanesbraut og víða óvissustig Ráðgjafar loftslagsráðuneytis telja losunarskuldbindingar ekki nást Starfsemin sé ekki tryggð miðað við núverandi framlög Segja formann fræðslunefndar hafa brotið siðareglur Eldgosin í stærri kantinum verði þau við flekamótin Vegfarendur horfi upp og húseigendur fjarlægi grýlukertin „Við ætlumst til að fólk finni lausnir og leysi deiluna“ Öllum heilsast vel eftir fæðingu í háloftunum Björn Ingi aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Undrandi foreldrar og barnið sem fæddist í flugvél Býst við því að boða til fundar í kjaradeilu kennara Samþykktu nýjar siðareglur kjörinna fulltrúa Skýringar konunnar haldi ekki vatni og pósturinn af kynferðislegum toga „Þá gerist það bara mjög skyndilega að hundurinn ræðst að mér“ Hæstiréttur klofnaði í nauðgunarmáli Inga Vals Ísland ver mest Evrópuþjóða í leikskóla Leita vitna að árás hunds á konu Aðalmeðferð í máli foreldra gegn KÍ hefst klukkan 15 í dag „Seinni hluta febrúar eða snemma í mars er líklegt“ Mikið í húfi kæmi stórt gos úr Bárðarbungukerfinu Vill ræða við Trump í síma Spáir því að það gjósi eftir rúman mánuð Gult í kortunum Styrkjamálið hefur engin áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið Gekk út blóðugur með hendur á lofti og féll til jarðar Sjálfstæðisflokkur bætir mest við sig í nýrri könnun Býður sig fram til formanns VR Misstu stýrið og rak nálægt landi Á ekki að teljast til mannréttinda að fá að ofsækja fólk Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, hefur birt upplýsingar úr skattframtali sínu. Gerir hún það svo Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, muni gera slíkt hið sama. Fer Birgitta nú í hóp með Eygló Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, Árna Páli Árnasyni, formanni Samfylkingarinnar, Katrínu Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, og Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. Birgitta segir Sigmund Davíð hafa haldið fram að ef allir formenn flokkanna myndu birta þessar upplýsingar þá myndi hún gera slíkt hið sama. „Mér er ljúft og skylt að hjálpa honum við að gera það, þó svo að ég sé ekki eiginlegur forystumaður heldur þingflokksformaður, þá hafa margir fjölmiðlamenn hringt í mig og spurt hvort að ég ætli ekki að bregðast við þessari ósk fyrrum forsætisráðherra og núverandi formanns XB. Ég finn ákveðna smjörklípuaðferð við þessa aðferðarfræði hans SDG, en ekki skal ég verða til þess að hann finni glufu út úr áskorun sinni,“ segir Birgitta á Facebook. Samkvæmt þeim upplýsingum sem Birgitta gefur upp var hún með 9,7 milljónir króna í tekjur árið 2016. Hún segist eiga tvær eignir, kjallaraíbúð að Sigtúni 59, metin á 27,3 milljónir króna, og Mazda3 bifreið, metin á 3,7 milljónir króna. Samtals eru eignirnar metnar á 31 milljón króna. Hún segist skulda 19,5 milljónir króna, þar af 17,2 milljónir hjá Íbúðalánasjóði og 2,2 milljónir í bifreiðarlán. Hún segist hvorki eiga hlutabréf eða verðbréf og tekur fram að formenn Pírata hafi alltaf afþakkað aukaálag á laun sín frá þinginu út af formennsku stjórnmálaflokks.Skattaframtal 2016Tekjur 2016:9.737.693Eignir 2016Sigtún 59, kjallari: 27.300.000Mazda3, bifreið: 3.760.000Samtals eignir:31.060.000Skuldir 2016ÍLS lán: 17.296.452Bifreiðarlán: 2.244.267Samtals skuldir:19.540.719Skattaframtal 2015Tekjur 2015:9.633.345Eignir 2015Sigtún 59, kjallari: 24.700.000Honda Jazz: 478.296Samtals eignir:25.178.296Skuldir: 2015ÍLS lán: 17.930.799
Panama-skjölin Mest lesið Óttast um örlög farþega eftir árekstur flugvélar og þyrlu í Washington Erlent Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð Erlent Starfsemin sé ekki tryggð miðað við núverandi framlög Innlent Segja formann fræðslunefndar hafa brotið siðareglur Innlent Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Erlent UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Erlent Öllum heilsast vel eftir fæðingu í háloftunum Innlent Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Erlent Tafir á Reykjanesbraut og víða óvissustig Innlent Gengur í storm með slyddu eða snjókomu Veður Fleiri fréttir Tafir á Reykjanesbraut og víða óvissustig Ráðgjafar loftslagsráðuneytis telja losunarskuldbindingar ekki nást Starfsemin sé ekki tryggð miðað við núverandi framlög Segja formann fræðslunefndar hafa brotið siðareglur Eldgosin í stærri kantinum verði þau við flekamótin Vegfarendur horfi upp og húseigendur fjarlægi grýlukertin „Við ætlumst til að fólk finni lausnir og leysi deiluna“ Öllum heilsast vel eftir fæðingu í háloftunum Björn Ingi aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Undrandi foreldrar og barnið sem fæddist í flugvél Býst við því að boða til fundar í kjaradeilu kennara Samþykktu nýjar siðareglur kjörinna fulltrúa Skýringar konunnar haldi ekki vatni og pósturinn af kynferðislegum toga „Þá gerist það bara mjög skyndilega að hundurinn ræðst að mér“ Hæstiréttur klofnaði í nauðgunarmáli Inga Vals Ísland ver mest Evrópuþjóða í leikskóla Leita vitna að árás hunds á konu Aðalmeðferð í máli foreldra gegn KÍ hefst klukkan 15 í dag „Seinni hluta febrúar eða snemma í mars er líklegt“ Mikið í húfi kæmi stórt gos úr Bárðarbungukerfinu Vill ræða við Trump í síma Spáir því að það gjósi eftir rúman mánuð Gult í kortunum Styrkjamálið hefur engin áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið Gekk út blóðugur með hendur á lofti og féll til jarðar Sjálfstæðisflokkur bætir mest við sig í nýrri könnun Býður sig fram til formanns VR Misstu stýrið og rak nálægt landi Á ekki að teljast til mannréttinda að fá að ofsækja fólk Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Sjá meira