Enn engin lausn í kjaradeilu flugumferðarstjóra sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 15. apríl 2016 12:48 Sigurjón segir að koma þurfi í veg fyrir aukinn landflótta úr stéttinni. vísir/ernir Bundnar eru vonir við að eitthvað fari að þokast í kjaradeilu flugumferðarstjóra við Isavia og Samtök atvinnulífsins á fundi þeirra hjá ríkissáttasemjara eftir helgi, að sögn Sigurjóns Jónassonar, formanns Félags íslenskra flugumferðarstjóra. Ótímabundið yfirvinnubann flugumferðarstjóra tók gildi 6. apríl síðastliðinn. „Við lögðum til hvernig við vildum sjá framhaldið í viðræðunum og viðsemjendur okkar þurfa smá tíma til að skoða það. Við eigum von á einhverju svari frá þeim á næsta fundi, sem er á þriðjudaginn,“ segir Sigurjón. Sigurjón vill ekki gefa upp hverjar kröfur flugumferðarstjóra séu, að svo stöddu. „Ég ætla ekki að ræða nákvæmlega hvað menn eru að spá svona í krónum og aurum. Það er í rauninni ekki einn hlutur sem þetta hefur strandað á, þetta gengur bara hægt. En menn eru svona að skoða ýmsar leiðir.“ Þá segir hann mikilvægt að fundin sé lausn sem fyrst því flugumferðarstjórar séu farnir að leita annað. Mikilvægt sé að koma í veg fyrir landflótta úr stéttinni. „Það er skortur á flugumferðarstjórum. Það hafa margir farið úr landi til að vinna í betur launuðum störfum, bæði hérlendis og erlendis, og þetta er ákveðið vandamál sem þarf að leysa,“ segir Sigurjón. Aðspurður segir hann yfirvinnubannið hafa haft nokkur áhrif á innanlands- og millilandaflug. „Það hefur haft áhrif á millilandaflug, aðallega það flug sem flýgur í gegnum íslenska flugstjórnarsvæðið og yfir Íslandi. Því hefur verið beint sunnar en menn hefðu viljað. Það hefur haft ákveðin óþægindi og kostnað fyrir flugfélögin, en ég held að farþegar hafi fundið lítið fyrir því.“ Þá hafa áhrifin verið nokkur á Reykjavíkurflugvelli, þar sem aðeins einn flugumferðarstjóri er á vakt eftir að dagvinnu lýkur. Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Bundnar eru vonir við að eitthvað fari að þokast í kjaradeilu flugumferðarstjóra við Isavia og Samtök atvinnulífsins á fundi þeirra hjá ríkissáttasemjara eftir helgi, að sögn Sigurjóns Jónassonar, formanns Félags íslenskra flugumferðarstjóra. Ótímabundið yfirvinnubann flugumferðarstjóra tók gildi 6. apríl síðastliðinn. „Við lögðum til hvernig við vildum sjá framhaldið í viðræðunum og viðsemjendur okkar þurfa smá tíma til að skoða það. Við eigum von á einhverju svari frá þeim á næsta fundi, sem er á þriðjudaginn,“ segir Sigurjón. Sigurjón vill ekki gefa upp hverjar kröfur flugumferðarstjóra séu, að svo stöddu. „Ég ætla ekki að ræða nákvæmlega hvað menn eru að spá svona í krónum og aurum. Það er í rauninni ekki einn hlutur sem þetta hefur strandað á, þetta gengur bara hægt. En menn eru svona að skoða ýmsar leiðir.“ Þá segir hann mikilvægt að fundin sé lausn sem fyrst því flugumferðarstjórar séu farnir að leita annað. Mikilvægt sé að koma í veg fyrir landflótta úr stéttinni. „Það er skortur á flugumferðarstjórum. Það hafa margir farið úr landi til að vinna í betur launuðum störfum, bæði hérlendis og erlendis, og þetta er ákveðið vandamál sem þarf að leysa,“ segir Sigurjón. Aðspurður segir hann yfirvinnubannið hafa haft nokkur áhrif á innanlands- og millilandaflug. „Það hefur haft áhrif á millilandaflug, aðallega það flug sem flýgur í gegnum íslenska flugstjórnarsvæðið og yfir Íslandi. Því hefur verið beint sunnar en menn hefðu viljað. Það hefur haft ákveðin óþægindi og kostnað fyrir flugfélögin, en ég held að farþegar hafi fundið lítið fyrir því.“ Þá hafa áhrifin verið nokkur á Reykjavíkurflugvelli, þar sem aðeins einn flugumferðarstjóri er á vakt eftir að dagvinnu lýkur.
Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira