Veðbankar segja meiri líkur á að Cleveland verði NBA-meistari en San Antonio Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. apríl 2016 07:00 Golden State Warriors vann NBA-titilinn í júní síðastliðnum. Vísir/Getty Golden State Warriors er sigurstranglegasta liðið í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í ár og það kemur auðvitað engum á óvart. Golden State er NBA-meistari síðan síðasta sumar og vann 73 af 82 leikjum sínum í deildarkeppninni sem er nýtt NBA-met. Westgate SuperBook veðbankinn hefur tekið saman sigurlíkurnar hjá þeim sextán liðum sem komust í úrslitakeppnina sem hefst á morgun. Samkvæmt þeim lista ættu Stephen Curry og félagar í Golden State Warriors að mæta LeBron James og félögum í Cleveland Cavaliers í lokaúrslitunum annað árið í röð. Það vekur athygli að það eru meiri líkur að Cleveland Cavaliers verði NBA-meistari en San Antonio Spurs sem vann meðal annars 40 af 41 heimaleik sínum í deildarkeppninni. Aðalástæðna er væntanlega að Spurs þarf að komast í gegnum Golden State ætli liðið sér í lokaúrslitin í ár. Þrjú af fjórum sigurstranglegustu liðunum koma samt úr Vesturdeildinni en Oklahoma City Thunder er í fjórða sæti listans á undan Toronto Raptors. Það er aftur á móti minnstu líkurnar á því að Memphis Grizzlies verði NBA-meistari í ár en liðið endaði tímabilið skelfilega eftir að hafa misst marga af lykilmönnum sínum í meiðsli.Úrslitakeppni NBA-deildarinnar hefst síðan strax á laugardaginn en fyrsti leikurinn verður á milli Toronto Raptors og Indiana Pacers. Strax á eftir spila síðan Golden State Warriors og Houston Rockets en hinir leikir fyrsta dagsins eru á milli Atlanta Hawks og Boston Celtics annarsvegar og Oklahoma City Thunder og Dallas Mavericks hinsvegar. Allar hinar viðureignirnar fara síðan í gang á sunnudaginn.Líkur á NBA-meistaratitli í ár: Golden State Warriors 5/7 Cleveland Cavaliers 3/1 San Antonio Spurs 7/2 Oklahoma City Thunder 16/1 Toronto Raptors 25/1 Los Angeles Clippers 30/1 Miami Heat 40/1 Boston Celtics 50/1 Atlanta Hawks 60/1 Indiana Pacers 100/1 Charlotte Hornets 100/1 Portland Trail Blazers 200/1 Detroit Pistons 200/1 Houston Rockets 300/1 Dallas Mavericks 300/1 Memphis Grizzlies 1,000/1- Úrslitakeppni NBA 2016 -Átta liða úrslit Austurdeildarinnar: (1) Cleveland Cavaliers - (8) Detroit Pistons (2) Toronto Raptors - (7) Indiana Pacers (3) Miami Heat - (6) Charlotte Hornets (4) Atlanta Hawks - (5) Boston CelticsÁtta liða úrslit Vesturdeildarinnar: (1) Golden State Warriors - (8) Houston Rockets (2) San Antonio Spurs - (7) Memphis Grizzlies (3) Oklahoma City Thunder - (6) Dallas Mavericks (4) Los Angeles Clippers - (5) Portland Trail Blazers NBA Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Golden State Warriors er sigurstranglegasta liðið í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í ár og það kemur auðvitað engum á óvart. Golden State er NBA-meistari síðan síðasta sumar og vann 73 af 82 leikjum sínum í deildarkeppninni sem er nýtt NBA-met. Westgate SuperBook veðbankinn hefur tekið saman sigurlíkurnar hjá þeim sextán liðum sem komust í úrslitakeppnina sem hefst á morgun. Samkvæmt þeim lista ættu Stephen Curry og félagar í Golden State Warriors að mæta LeBron James og félögum í Cleveland Cavaliers í lokaúrslitunum annað árið í röð. Það vekur athygli að það eru meiri líkur að Cleveland Cavaliers verði NBA-meistari en San Antonio Spurs sem vann meðal annars 40 af 41 heimaleik sínum í deildarkeppninni. Aðalástæðna er væntanlega að Spurs þarf að komast í gegnum Golden State ætli liðið sér í lokaúrslitin í ár. Þrjú af fjórum sigurstranglegustu liðunum koma samt úr Vesturdeildinni en Oklahoma City Thunder er í fjórða sæti listans á undan Toronto Raptors. Það er aftur á móti minnstu líkurnar á því að Memphis Grizzlies verði NBA-meistari í ár en liðið endaði tímabilið skelfilega eftir að hafa misst marga af lykilmönnum sínum í meiðsli.Úrslitakeppni NBA-deildarinnar hefst síðan strax á laugardaginn en fyrsti leikurinn verður á milli Toronto Raptors og Indiana Pacers. Strax á eftir spila síðan Golden State Warriors og Houston Rockets en hinir leikir fyrsta dagsins eru á milli Atlanta Hawks og Boston Celtics annarsvegar og Oklahoma City Thunder og Dallas Mavericks hinsvegar. Allar hinar viðureignirnar fara síðan í gang á sunnudaginn.Líkur á NBA-meistaratitli í ár: Golden State Warriors 5/7 Cleveland Cavaliers 3/1 San Antonio Spurs 7/2 Oklahoma City Thunder 16/1 Toronto Raptors 25/1 Los Angeles Clippers 30/1 Miami Heat 40/1 Boston Celtics 50/1 Atlanta Hawks 60/1 Indiana Pacers 100/1 Charlotte Hornets 100/1 Portland Trail Blazers 200/1 Detroit Pistons 200/1 Houston Rockets 300/1 Dallas Mavericks 300/1 Memphis Grizzlies 1,000/1- Úrslitakeppni NBA 2016 -Átta liða úrslit Austurdeildarinnar: (1) Cleveland Cavaliers - (8) Detroit Pistons (2) Toronto Raptors - (7) Indiana Pacers (3) Miami Heat - (6) Charlotte Hornets (4) Atlanta Hawks - (5) Boston CelticsÁtta liða úrslit Vesturdeildarinnar: (1) Golden State Warriors - (8) Houston Rockets (2) San Antonio Spurs - (7) Memphis Grizzlies (3) Oklahoma City Thunder - (6) Dallas Mavericks (4) Los Angeles Clippers - (5) Portland Trail Blazers
NBA Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira