Havila í greiðslustöðvun og afskrifar 21 milljarð Ingvar Haraldsson skrifar 18. febrúar 2016 07:00 Havila á í talsverðum rekstrarerfiðleikum. vísir/afp Norska skipafélagið Havila, sem Íslandsbanki og Arion banki lánuðu milljarða króna, tilkynnti í gær að það myndi færa niður virði skipa sinna um 1.388 milljónir norskra króna, eða sem samsvarar 20,6 milljörðum íslenskra króna eða um 20%. Afskriftirnar þýða að ríflega 2/3 eigin fjár Havila þurrkast út. Sérfræðingar telja Havila eiga nægt eigið fé fram á haust. Félagið rekur 28 skip sem þjónusta flest fyrirtæki í olíu- og gasvinnslu. Olíuverð hefur fallið mikið frá sumrinu 2014 þegar tunnan af hráolíu kostaði yfir 115 Bandaríkjadali. Tunnan kostar nú um 35 Bandaríkjadali og hefur þurft að leggja um 100 olíuþjónustuskipum í Noregi vegna verkefnaskorts. Arion banki lánaði félaginu 300 milljónir norskra króna sumarið 2014, um það leyti sem olíuverð tók að falla, en upphæðin samsvaraði þá 5,5 milljörðum íslenskra króna. Íslandsbanki lánaði fyrirtækinu 130 milljónir norskra króna í árslok 2013, sem voru þá jafnvirði um 2,5 milljarða íslenskra króna. Fyrirtækið fór í greiðslustöðvun á þriðjudag eftir að ljóst var að ekki tækist samkomulag við alla eigendur skuldabréfa þess. Sérstakur stjórnarfundur var haldinn hjá Havila í gær þar sem tekin var ákvörðun um að halda rekstri fyrirtækisins áfram. Þó yrðu ekki greiddir vextir eða afborganir af lánum en félagið hygðist reyna á ný að ná samkomulagi við banka og skuldabréfaeigendur. Félagið hafði áður tilkynnt um samkomulag við þá banka, sem lánað höfðu fyrirtækinu, um afskriftir og seinkun afborgana lána gegn því skilyrði að skuldabréfaeigendur myndu einnig samþykkja afskriftir og nýtt hlutafé yrði lagt í félagið. Ekki tókst að fá nægan hluta skuldabréfaeigendanna til að fallast á slíkt og því mistókst að ná samkomulagi. Hlutabréf í Havila hafa lækkað um tæplega 90 prósent síðasta árið. Mest lesið Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Fleiri fréttir Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Sjá meira
Norska skipafélagið Havila, sem Íslandsbanki og Arion banki lánuðu milljarða króna, tilkynnti í gær að það myndi færa niður virði skipa sinna um 1.388 milljónir norskra króna, eða sem samsvarar 20,6 milljörðum íslenskra króna eða um 20%. Afskriftirnar þýða að ríflega 2/3 eigin fjár Havila þurrkast út. Sérfræðingar telja Havila eiga nægt eigið fé fram á haust. Félagið rekur 28 skip sem þjónusta flest fyrirtæki í olíu- og gasvinnslu. Olíuverð hefur fallið mikið frá sumrinu 2014 þegar tunnan af hráolíu kostaði yfir 115 Bandaríkjadali. Tunnan kostar nú um 35 Bandaríkjadali og hefur þurft að leggja um 100 olíuþjónustuskipum í Noregi vegna verkefnaskorts. Arion banki lánaði félaginu 300 milljónir norskra króna sumarið 2014, um það leyti sem olíuverð tók að falla, en upphæðin samsvaraði þá 5,5 milljörðum íslenskra króna. Íslandsbanki lánaði fyrirtækinu 130 milljónir norskra króna í árslok 2013, sem voru þá jafnvirði um 2,5 milljarða íslenskra króna. Fyrirtækið fór í greiðslustöðvun á þriðjudag eftir að ljóst var að ekki tækist samkomulag við alla eigendur skuldabréfa þess. Sérstakur stjórnarfundur var haldinn hjá Havila í gær þar sem tekin var ákvörðun um að halda rekstri fyrirtækisins áfram. Þó yrðu ekki greiddir vextir eða afborganir af lánum en félagið hygðist reyna á ný að ná samkomulagi við banka og skuldabréfaeigendur. Félagið hafði áður tilkynnt um samkomulag við þá banka, sem lánað höfðu fyrirtækinu, um afskriftir og seinkun afborgana lána gegn því skilyrði að skuldabréfaeigendur myndu einnig samþykkja afskriftir og nýtt hlutafé yrði lagt í félagið. Ekki tókst að fá nægan hluta skuldabréfaeigendanna til að fallast á slíkt og því mistókst að ná samkomulagi. Hlutabréf í Havila hafa lækkað um tæplega 90 prósent síðasta árið.
Mest lesið Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Fleiri fréttir Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Sjá meira