

Viljum við ekki þrjá milljarða?
Frásagnir af græðgi og okri, upplýsingaskorti og lélegri þjónustu eru farnar að birtast á samfélagsmiðlum. Þegar þar fara að birtast fyrirsagnirnar: „Iceland sucks“ fer að þrengja að.
Skítareddingar
Það er með ólíkindum hvernig þessi atvinnugrein fær að druslast áfram með skítareddingum frá degi til dags, algjöru hruni í menntun starfsfólks, innflutningi á ungu erlendu fólki sem haldið er til vinnu á skítalaunum og jafnvel engum launum og klárlega meiri undanskotum á sköttum og gjöldum til ríkis og sveitarfélaga en nokkurn grunar. Á meðan fjölgar innlendu eldra og reynslumiklu fólki utan vinnumarkaðar. Því yrði hins vegar að greiða laun.
Framganga stjórnvalda er síðan með eindæmum og tilefni til hugleiðinga um hvað því fólki, sem þar á að leggja línur, gangi yfirleitt til, hvort það ráði engu um þróun mála eða hafi hreinlega ekkert vit á málaflokknum.
Eru menn virkilega orðnir svo logandi hræddir við offjárfestingu í hótelrýmum að þeir þora hreinlega ekki að grípa til stjórnunartækja og anda á flugfélögin, sem hingað selja sæti og er nákvæmlega sama um hvert farþegarnir síðan fara, svo kröftuglega ofan í hálsmálið á ráðherra og slóð af ferðamálastofnunum að þetta fólk er bókstaflega lamað.
Hver er hótunin? Hún hlýtur að vera sú, að ef þið gerið eitthvað sem kostar ferðamenn eða flugfélögin fjármuni, þá fækkar ferðamönnum eða þeir hætta alveg að koma.
Eina raunhæfa leiðin
Ef þið setjið á komugjald, sem er eina raunhæfa leiðin til þess að afla tekna fyrir ríkissjóð til uppbyggingar innviða greinarinnar, í rannsóknir, til ráðningar fleiri lögreglumanna, landvarða og leiðbeinenda, upplýsingamiðlunar og afmörkunar ferðamannastaða, auk stórkostlegra endurbóta á vegakerfinu, mun fólk hætta að koma, segja flugfélögin.
Þvílíkt bull. Ísland státar af síðasta og stærsta óbyggðasvæði Evrópu. Og hér er forvitnileg fámenn þjóð sem á sér og skapar áfram fjölbreytta menningu. Hvaða 330 þúsund karlar og konur eru þetta? Þetta er sellið.
Það hafa meira að segja verið gerðar rannsóknir þar sem fram kemur að erlendir ferðamenn vilja gjarnan greiða einhvers konar komugjald, ferðamannaskatt, þjónustugjald. Tuttugu evrur á hvern erlendan ferðamann myndu gefa okkur rúmlega þrjá milljarða í ár. Og hefðu gefið okkur ótalda milljarða undanfarin ár á meðan ráðherra fór um sveitir með hersingu af ferðaþjónustuaðilum til þess að reyna að leggja gjald á Íslendinga! Til þess að Íslendingar greiddu aukinn kostnað af gríðarlegri fjölgun flugfarþega, rútufarþega, bílaleigubíla, skattasvindli, að ekki sé talað um að þessi þróun hefur rústað almennan leigumarkað.
Jafnvel þótt ferðamönnum fækkaði um t.d. 300 þúsund, verður ekki séð að það kæmi að sök. Slíkur slaki með stórauknum fjármunum til ráðstöfunar, gæfi okkur ráðrúm til þess að endurskipuleggja og hvetja til aukins náms í þjónustugreinum í ferðaþjónustu, til að gera lífsnauðsynlegar endurbætur á vegakerfinu, flytja og tengja innanlandsflug við flugumferð á Keflavíkurflugvelli, markaðssetja Akureyrar-, Húsavíkur- og Egilsstaðaflugvelli sem beina áfangastaði, bæta þjónustu og hækka verð og laun – hækka þröskuldinn til landsins! Hér vantar enn fimm stjörnu hótel og öll flugfélög sem hingað fljúga, vita að það eru mun efnameiri farþegar á ferðinni um heim allan þar sem góð þjónusta er í boði, en sá massi sem hingað er fluttur í ferð án fyrirheits.
Skoðun

Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða?
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar
Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar

Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing
Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar

„Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“
Heiðrún Jónsdóttir skrifar

Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins?
Birgir Finnsson skrifar

Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja
Viðar Hreinsson skrifar

Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð!
Ólafur Ingólfsson skrifar

Vinnustaðir fatlaðs fólks
Atli Már Haraldsson skrifar

Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki?
Jón Hrói Finnsson skrifar

Blóð, sviti og tár
Jökull Jörgensen skrifar

Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika?
Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar

Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju?
Sigurþóra Bergsdóttir skrifar

Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir
Anna Maria Jónsdóttir skrifar

Listin við að fara sér hægt
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli!
Eydís Inga Valsdóttir skrifar

Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi
Anna Greta Ólafsdóttir skrifar

Bjánarnir úti á landi
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar

Hvað kostar EES samningurinn þjóðina?
Sigurbjörn Svavarsson skrifar

En hvað með loftslagið?
Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar

Ráðherra og valdníðsla í hans nafni
Örn Pálmason skrifar

Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Er fótbolti að verða vélmennafótbolti?
Andri Hrafn Sigurðsson skrifar

Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging?
Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar

Fjárfestum í hjúkrun
Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar

Tölum um endurhæfingu!
Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar

Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins
Baldur Thorlacius skrifar

Alvöru mamma
Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar

Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar
Simon Cramer Larsen skrifar

Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu?
Berglind Sunna Bragadóttir skrifar