Íslenski boltinn

Kjartan færir sig úr Hafnarfirði í Árbæinn

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Fylkiskonur komnar með nýjan þjálfara
Fylkiskonur komnar með nýjan þjálfara vísir
Fylkir hefur ráðið þá Kjartan Stefánsson og Sigurð Þór Reynisson sem þjálfara meistaraflokks kvenna til næstu þriggja ára.

Kjartan þjálfaði lið Hauka í Pepsi-deild kvenna á nýliðnu tímabili en hann þekkir vel til í Árbænum eftir að hafa þjálfað flest alla flokka hjá Fylki áður en hann færði sig í Hafnafjörðinn fyrir tveimur árum.

Sigurður Þór verður Kjartani til aðstoðar en hann var í þjálfarateymi Fylkis í sumar.

„Það er gott að vera kominn aftur í Fylki, þarna þekki ég vel til og hefur alltaf liðið vel í Árbænum. Að fá að starfa aftur með Sigga er spennandi en við þekkjum vel til hvors annars og höfum þjálfað saman áður,“ segir Kjartan.

Þá skrifuðu þær Berglind Rós Ágústsdóttir, Hulda Hrund Arnarsdóttir, Ída Marín Hermannsdóttir, Kristín Þóra Birgisdóttir, Ragnheiður Erla Garðarsdóttir og Thelma Lóa Hermannsdóttir undir nýja samninga og verða því með Fylki í 1.deildinni næsta sumar.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×