Brutu sér leið inn á kjörstað í Katalóníu Samúel Karl Ólason skrifar 1. október 2017 08:33 Óeirðarlögregluþjónar á Spáni brutu sér leið inn á kjörstað í morgun þar sem forseti Katalóníu ætlaði að greiða atkvæði í atkvæðagreiðslunni um sjálfstæði héraðsins. Til átaka kom á milli lögreglu og fólks sem beið eftir því að geta kosið í kosningunni sem yfirvöld á Spáni segja vera ólöglega. Birgitta Jónsdóttir er í Katalóníu að fylgjast með kosningunni. Minnst ein kona var flutt á brott af sjúkraflutningamönnum. Ríkisstjórn Spánar hefur heitið því að koma í veg fyrir kosninguna og segir lögregluþjóna hafa meðal annars lokað fjölda skóla sem nota átti sem kjörstaði. Íbúar hafa þó fjölmennt á kjörstaði, þrátt fyrir aðgerðir lögreglu. Skipuleggjendur atkvæðagreiðslunnar hafa kallað eftir friðsömum mótmælum við aðgerðum lögreglu. Í borginni Girona, þar sem Carles Puigdemont, forseti Katalóníu, ætlaði að kjósa hófu starfsmenn að syngja þegar lögreglan braut sér leið inn og lokaði kjörstaðnum.Hópar fólks víða um Katalóníu ganga nú um götur borga og bæja og kalla: „Votarem, votarem!“ sem þýðir „Við munum kjósa“ á tungumáli Katalóníu. Samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar er ekki samhugur meðal íbúa héraðsins um hvort að Katalónía eigi að lýsa yfir sjálfstæði. Hins vegar séu íbúar sammála um það að vilja kjósa. Katalónía er tiltölulega ríkt svæði í norðausturhluta Spánar með eigið tungumál og menningu. Þar búa um 7,5 milljónir manna. Héraðið nýtur mikils frelsis en er ekki sjálfstætt ríki undir stjórnarskrá Spánar. Stjórnvöld hafa sent þúsundir lögregluþjóna til Katalóníu til að loka umræddum skólum og jafnvel leggja hald á kjörseðla og margt fleira. Þá hafa skipanir verið gefnar um að loka vefsvæðum sem tengjast atkvæðagreiðslunni. Hér að neðan má sjá myndbönd sem Birgitta birti á Twitter í morgun. Þar fyrir neðan má sjá beina útsendingu RT. Þar má einnig sjá myndband af lögregluþjónum skjóta gúmmíkúlum að mótmælendum.I am now LIVE at one of the polling stations in Barcelona where police attacks are occurring. #CatalanReferendum https://t.co/qNLL5Pi2Rc— BirgittⒶ Jónsdóttir (@birgittaj) October 1, 2017 I am at a polling station in Barcelona #catalanreferendum https://t.co/VFxnTl0bLX— BirgittⒶ Jónsdóttir (@birgittaj) October 1, 2017 https://t.co/xahsiFiRjI— Adolfo Araiz (@AdolfoAraiz) October 1, 2017 I am at a polling station in Barcelona #catalanreferendum https://t.co/lFe5eYEk93— BirgittⒶ Jónsdóttir (@birgittaj) October 1, 2017 Footage of Spanish police firing rubber bullets during #CatalanReferendumpic.twitter.com/YPE159jJS9— Gissur Simonarson (@GissiSim) October 1, 2017 More footage of Spanish police beating peaceful people trying to vote.#CatalanReferendum pic.twitter.com/z1fpLfwgtC— Gissur Simonarson (@GissiSim) October 1, 2017 Police are firing rubber bullets at voters during protests as the independence referendum gets under way #CatalonianReferendum pic.twitter.com/XNEuwwgZ7S— Sky News (@SkyNews) October 1, 2017 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
Óeirðarlögregluþjónar á Spáni brutu sér leið inn á kjörstað í morgun þar sem forseti Katalóníu ætlaði að greiða atkvæði í atkvæðagreiðslunni um sjálfstæði héraðsins. Til átaka kom á milli lögreglu og fólks sem beið eftir því að geta kosið í kosningunni sem yfirvöld á Spáni segja vera ólöglega. Birgitta Jónsdóttir er í Katalóníu að fylgjast með kosningunni. Minnst ein kona var flutt á brott af sjúkraflutningamönnum. Ríkisstjórn Spánar hefur heitið því að koma í veg fyrir kosninguna og segir lögregluþjóna hafa meðal annars lokað fjölda skóla sem nota átti sem kjörstaði. Íbúar hafa þó fjölmennt á kjörstaði, þrátt fyrir aðgerðir lögreglu. Skipuleggjendur atkvæðagreiðslunnar hafa kallað eftir friðsömum mótmælum við aðgerðum lögreglu. Í borginni Girona, þar sem Carles Puigdemont, forseti Katalóníu, ætlaði að kjósa hófu starfsmenn að syngja þegar lögreglan braut sér leið inn og lokaði kjörstaðnum.Hópar fólks víða um Katalóníu ganga nú um götur borga og bæja og kalla: „Votarem, votarem!“ sem þýðir „Við munum kjósa“ á tungumáli Katalóníu. Samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar er ekki samhugur meðal íbúa héraðsins um hvort að Katalónía eigi að lýsa yfir sjálfstæði. Hins vegar séu íbúar sammála um það að vilja kjósa. Katalónía er tiltölulega ríkt svæði í norðausturhluta Spánar með eigið tungumál og menningu. Þar búa um 7,5 milljónir manna. Héraðið nýtur mikils frelsis en er ekki sjálfstætt ríki undir stjórnarskrá Spánar. Stjórnvöld hafa sent þúsundir lögregluþjóna til Katalóníu til að loka umræddum skólum og jafnvel leggja hald á kjörseðla og margt fleira. Þá hafa skipanir verið gefnar um að loka vefsvæðum sem tengjast atkvæðagreiðslunni. Hér að neðan má sjá myndbönd sem Birgitta birti á Twitter í morgun. Þar fyrir neðan má sjá beina útsendingu RT. Þar má einnig sjá myndband af lögregluþjónum skjóta gúmmíkúlum að mótmælendum.I am now LIVE at one of the polling stations in Barcelona where police attacks are occurring. #CatalanReferendum https://t.co/qNLL5Pi2Rc— BirgittⒶ Jónsdóttir (@birgittaj) October 1, 2017 I am at a polling station in Barcelona #catalanreferendum https://t.co/VFxnTl0bLX— BirgittⒶ Jónsdóttir (@birgittaj) October 1, 2017 https://t.co/xahsiFiRjI— Adolfo Araiz (@AdolfoAraiz) October 1, 2017 I am at a polling station in Barcelona #catalanreferendum https://t.co/lFe5eYEk93— BirgittⒶ Jónsdóttir (@birgittaj) October 1, 2017 Footage of Spanish police firing rubber bullets during #CatalanReferendumpic.twitter.com/YPE159jJS9— Gissur Simonarson (@GissiSim) October 1, 2017 More footage of Spanish police beating peaceful people trying to vote.#CatalanReferendum pic.twitter.com/z1fpLfwgtC— Gissur Simonarson (@GissiSim) October 1, 2017 Police are firing rubber bullets at voters during protests as the independence referendum gets under way #CatalonianReferendum pic.twitter.com/XNEuwwgZ7S— Sky News (@SkyNews) October 1, 2017
Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira