Húsið varð alelda á skömmum tíma.vísir/magnús hlynur
Mikill eldur kom upp í sumarhúsi í landi Miðfells við Þingvallavatn laust fyrir klukkan 14 í dag. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá rafmagnstöflu. Eldri maður var inni í húsinu þegar eldurinn kom upp, en honum tókst að forða sér út áður en bústaðurinn varð alelda, og sakaði ekki.
Nokkuð hvasst er á svæðinu sem hefur gert slökkvilið erfitt fyrir, en eldurinn náði að læsa sig í gróður í kring. Nærliggjandi hús eru ekki í hættu. Sumarhúsið sjálft er talið gjörónýtt.
vísir/magnús hlynurMikinn reyk lagði frá húsinu.vísir/magnús hlynurvísir/magnús hlynurvísir/magnús hlynur