„Dómadagsþvæla“ að Bretar hafi njósnað um Trump Kjartan Kjartansson skrifar 18. mars 2017 15:38 Donald Trump Bandaríkjaforseti varpaði ábyrgð á fullyrðingum um að Bretar hafi njósnað um hann yfir á Fox News. Vísir/EPA Fullyrðingar talsmanna Hvíta hússins um að breska leyniþjónustan hafi njósnað um Donald Trump í kosningabaráttu hans eru „dómadagsþvæla“ að sögn varaforstjóra bandarísku Þjóðaröryggisstofnunarinnar (NSA). Trump olli fjaðrafoki þegar hann fullyrti án frekari rökstuðnings að Barack Obama, forveri hans í embætti forseta, hefði látið njósna um sig í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar í haust. Sean Spicer, fjölmiðlafulltrúi hans, bætti um betur á fimmtudag þegar hann vitnaði í umfjöllun fjölmiðla um að breska leyniþjónustan GCHQ hefði staðið að njósnunum. Richard Ledgett, varaforstjóri NSA, segir hins vegar þá hugmynd að Bretar hafi njósnað um Trump „einfaldlega ruglaða“ í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC í dag. Bresk stjórnvöld hefðu engan ávinning af slíkum njósnum. „Þetta sýnir fram á algeran vanskilning á því hvernig samband leyniþjónustustofnana virkar, það hunsar algerlega pólitískan raunveruleika þess „hvers vegna ætti ríkisstjórn Bretlands að samþykkja að gera þetta?“,“ sagði Ledgett í viðtalinu sem lætur bráðlega af störfum hjá NSA. Spicer vitnaði í fréttaskýranda Fox News á fimmtudag en sá hélt því fram að breska leyniþjónustan hefði hjálpað Obama að njósna um Trump, að því er rakið er í frétt Reuters. „Auðvitað myndu þeir ekki gera það. Það væri ævintýralega heimskulegt,“ sagði Ledgett ennfremur.Varpaði ábyrgðinni yfir á Fox NewsÞessar fullyrðingar hafa vakið litla hrifningu hjá breskum yfirvöldum. GCHQ sendi frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem stofnunin lýstu þeim sem „algerlega fáránlegum“. Á blaðamannafundi eftir fund Trump og Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, í gær varpaði Trump ábyrgðinni á fullyrðingunni um aðkomu bresku leyniþjónustunnar yfir á Fox News, að því er kemur fram í frétt Vox. „Við sögðum ekkert. Eina sem við gerðum var að vitna í í ákveðinn mjög hæfileikaríkan lögspeking sem var sá sem var ábyrgur fyrir að segja þetta í sjónvarpi. Ég lýsti ekki skoðun á því,“ sagði Trump við þýskan blaðamann sem spurði hann út í málið. „Þú ættir ekki að vera að tala við mig. Þú ættir að vera að tala við Fox News,“ bætti Trump við. Tengdar fréttir Vill sjá sönnunargögn um meinta hlerun Obama á símum Trump Talsmaður Obama hefur alfarið hafnað því að slíkt hafi átt sér stað. 5. mars 2017 09:00 Öldungaþingmenn finna engar sannanir um hleranir gegn Trump Segja hleranir eða eftirlit ekki hafa átt sér stað, hvorki fyrir né eftir kosningar. 16. mars 2017 18:10 FBI hafnar ásökunum Trump um hleranir Yfirmaður bandarísku alríkislögreglunnar hafnar ásökunum Donalds Trump Bandaríkjaforseta að Barack Obama, forveri hans í starfi, hafi fyrirskipað að símar Trump skyldu hleraðir. 6. mars 2017 07:53 Segir að Trump gæti hæglega fært sönnur á meintar hleranir Obama Bandaríkjaforseti ásakar Barack Obama um að hafa komið fyrir hlerunarbúnaði í Trump-turninum í aðdraganda kosninganna. 12. mars 2017 23:35 Trump stendur við ásakanir sínar um hleranir Obama og boðar nýjar upplýsingar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stendur við ásakanir sínar um að forveri hans í starfi, Barack Obama, hafi látið hlera höfuðstöðvar Trump. 16. mars 2017 11:11 Trump hefur ekki rætt við FBI um hlerunarásakanir sínar Stjórnandi FBI, Jame Comey, er sagður hafa hafnað þessari ásökun Trump. 7. mars 2017 23:15 Donald Trump sakar Obama um að hafa látið hlera sig Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sakað forvera sinn í embætti, Barack Obama, um að hafa látið hlerað sig. Hann segir Obama hafa hlerað Trump turninn í New York fyrir kosningarnar á síðasta ári. 4. mars 2017 12:49 Trump stendur enn við yfirlýsingar um hlerun Sannfæður um að Obama hafi haft eftirlit með sér. 16. mars 2017 23:08 Engin merki um að Obama hafi látið hlera Trump „Við höfum ekki séð nein sönnnunargögn um að þetta hafi átt sér stað.“ 15. mars 2017 16:40 Trump vill að þingið rannsaki meintar hleranir Obama Þá vill Trump einnig að þingið rannsaki hvort að Obama hafi sem forseti misnotað vald sitt. 5. mars 2017 15:30 Fyrrverandi yfirmaður njósnamála segir Trump ekki hafa verið hleraðan James Clapper, fyrrverandi yfirmaður njósnamála í Bandaríkjunum, segir fullyrðingar forsetans um hleranir vera fráleitar. 5. mars 2017 18:53 Talsmaður Obama hafnar því að Trump hafi verið hleraður Talsmaður Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, segir ásakanir núverandi forseta um hleranir úr lausu lofti gripnar. 4. mars 2017 18:56 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Fullyrðingar talsmanna Hvíta hússins um að breska leyniþjónustan hafi njósnað um Donald Trump í kosningabaráttu hans eru „dómadagsþvæla“ að sögn varaforstjóra bandarísku Þjóðaröryggisstofnunarinnar (NSA). Trump olli fjaðrafoki þegar hann fullyrti án frekari rökstuðnings að Barack Obama, forveri hans í embætti forseta, hefði látið njósna um sig í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar í haust. Sean Spicer, fjölmiðlafulltrúi hans, bætti um betur á fimmtudag þegar hann vitnaði í umfjöllun fjölmiðla um að breska leyniþjónustan GCHQ hefði staðið að njósnunum. Richard Ledgett, varaforstjóri NSA, segir hins vegar þá hugmynd að Bretar hafi njósnað um Trump „einfaldlega ruglaða“ í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC í dag. Bresk stjórnvöld hefðu engan ávinning af slíkum njósnum. „Þetta sýnir fram á algeran vanskilning á því hvernig samband leyniþjónustustofnana virkar, það hunsar algerlega pólitískan raunveruleika þess „hvers vegna ætti ríkisstjórn Bretlands að samþykkja að gera þetta?“,“ sagði Ledgett í viðtalinu sem lætur bráðlega af störfum hjá NSA. Spicer vitnaði í fréttaskýranda Fox News á fimmtudag en sá hélt því fram að breska leyniþjónustan hefði hjálpað Obama að njósna um Trump, að því er rakið er í frétt Reuters. „Auðvitað myndu þeir ekki gera það. Það væri ævintýralega heimskulegt,“ sagði Ledgett ennfremur.Varpaði ábyrgðinni yfir á Fox NewsÞessar fullyrðingar hafa vakið litla hrifningu hjá breskum yfirvöldum. GCHQ sendi frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem stofnunin lýstu þeim sem „algerlega fáránlegum“. Á blaðamannafundi eftir fund Trump og Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, í gær varpaði Trump ábyrgðinni á fullyrðingunni um aðkomu bresku leyniþjónustunnar yfir á Fox News, að því er kemur fram í frétt Vox. „Við sögðum ekkert. Eina sem við gerðum var að vitna í í ákveðinn mjög hæfileikaríkan lögspeking sem var sá sem var ábyrgur fyrir að segja þetta í sjónvarpi. Ég lýsti ekki skoðun á því,“ sagði Trump við þýskan blaðamann sem spurði hann út í málið. „Þú ættir ekki að vera að tala við mig. Þú ættir að vera að tala við Fox News,“ bætti Trump við.
Tengdar fréttir Vill sjá sönnunargögn um meinta hlerun Obama á símum Trump Talsmaður Obama hefur alfarið hafnað því að slíkt hafi átt sér stað. 5. mars 2017 09:00 Öldungaþingmenn finna engar sannanir um hleranir gegn Trump Segja hleranir eða eftirlit ekki hafa átt sér stað, hvorki fyrir né eftir kosningar. 16. mars 2017 18:10 FBI hafnar ásökunum Trump um hleranir Yfirmaður bandarísku alríkislögreglunnar hafnar ásökunum Donalds Trump Bandaríkjaforseta að Barack Obama, forveri hans í starfi, hafi fyrirskipað að símar Trump skyldu hleraðir. 6. mars 2017 07:53 Segir að Trump gæti hæglega fært sönnur á meintar hleranir Obama Bandaríkjaforseti ásakar Barack Obama um að hafa komið fyrir hlerunarbúnaði í Trump-turninum í aðdraganda kosninganna. 12. mars 2017 23:35 Trump stendur við ásakanir sínar um hleranir Obama og boðar nýjar upplýsingar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stendur við ásakanir sínar um að forveri hans í starfi, Barack Obama, hafi látið hlera höfuðstöðvar Trump. 16. mars 2017 11:11 Trump hefur ekki rætt við FBI um hlerunarásakanir sínar Stjórnandi FBI, Jame Comey, er sagður hafa hafnað þessari ásökun Trump. 7. mars 2017 23:15 Donald Trump sakar Obama um að hafa látið hlera sig Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sakað forvera sinn í embætti, Barack Obama, um að hafa látið hlerað sig. Hann segir Obama hafa hlerað Trump turninn í New York fyrir kosningarnar á síðasta ári. 4. mars 2017 12:49 Trump stendur enn við yfirlýsingar um hlerun Sannfæður um að Obama hafi haft eftirlit með sér. 16. mars 2017 23:08 Engin merki um að Obama hafi látið hlera Trump „Við höfum ekki séð nein sönnnunargögn um að þetta hafi átt sér stað.“ 15. mars 2017 16:40 Trump vill að þingið rannsaki meintar hleranir Obama Þá vill Trump einnig að þingið rannsaki hvort að Obama hafi sem forseti misnotað vald sitt. 5. mars 2017 15:30 Fyrrverandi yfirmaður njósnamála segir Trump ekki hafa verið hleraðan James Clapper, fyrrverandi yfirmaður njósnamála í Bandaríkjunum, segir fullyrðingar forsetans um hleranir vera fráleitar. 5. mars 2017 18:53 Talsmaður Obama hafnar því að Trump hafi verið hleraður Talsmaður Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, segir ásakanir núverandi forseta um hleranir úr lausu lofti gripnar. 4. mars 2017 18:56 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Vill sjá sönnunargögn um meinta hlerun Obama á símum Trump Talsmaður Obama hefur alfarið hafnað því að slíkt hafi átt sér stað. 5. mars 2017 09:00
Öldungaþingmenn finna engar sannanir um hleranir gegn Trump Segja hleranir eða eftirlit ekki hafa átt sér stað, hvorki fyrir né eftir kosningar. 16. mars 2017 18:10
FBI hafnar ásökunum Trump um hleranir Yfirmaður bandarísku alríkislögreglunnar hafnar ásökunum Donalds Trump Bandaríkjaforseta að Barack Obama, forveri hans í starfi, hafi fyrirskipað að símar Trump skyldu hleraðir. 6. mars 2017 07:53
Segir að Trump gæti hæglega fært sönnur á meintar hleranir Obama Bandaríkjaforseti ásakar Barack Obama um að hafa komið fyrir hlerunarbúnaði í Trump-turninum í aðdraganda kosninganna. 12. mars 2017 23:35
Trump stendur við ásakanir sínar um hleranir Obama og boðar nýjar upplýsingar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stendur við ásakanir sínar um að forveri hans í starfi, Barack Obama, hafi látið hlera höfuðstöðvar Trump. 16. mars 2017 11:11
Trump hefur ekki rætt við FBI um hlerunarásakanir sínar Stjórnandi FBI, Jame Comey, er sagður hafa hafnað þessari ásökun Trump. 7. mars 2017 23:15
Donald Trump sakar Obama um að hafa látið hlera sig Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sakað forvera sinn í embætti, Barack Obama, um að hafa látið hlerað sig. Hann segir Obama hafa hlerað Trump turninn í New York fyrir kosningarnar á síðasta ári. 4. mars 2017 12:49
Trump stendur enn við yfirlýsingar um hlerun Sannfæður um að Obama hafi haft eftirlit með sér. 16. mars 2017 23:08
Engin merki um að Obama hafi látið hlera Trump „Við höfum ekki séð nein sönnnunargögn um að þetta hafi átt sér stað.“ 15. mars 2017 16:40
Trump vill að þingið rannsaki meintar hleranir Obama Þá vill Trump einnig að þingið rannsaki hvort að Obama hafi sem forseti misnotað vald sitt. 5. mars 2017 15:30
Fyrrverandi yfirmaður njósnamála segir Trump ekki hafa verið hleraðan James Clapper, fyrrverandi yfirmaður njósnamála í Bandaríkjunum, segir fullyrðingar forsetans um hleranir vera fráleitar. 5. mars 2017 18:53
Talsmaður Obama hafnar því að Trump hafi verið hleraður Talsmaður Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, segir ásakanir núverandi forseta um hleranir úr lausu lofti gripnar. 4. mars 2017 18:56