„Dómadagsþvæla“ að Bretar hafi njósnað um Trump Kjartan Kjartansson skrifar 18. mars 2017 15:38 Donald Trump Bandaríkjaforseti varpaði ábyrgð á fullyrðingum um að Bretar hafi njósnað um hann yfir á Fox News. Vísir/EPA Fullyrðingar talsmanna Hvíta hússins um að breska leyniþjónustan hafi njósnað um Donald Trump í kosningabaráttu hans eru „dómadagsþvæla“ að sögn varaforstjóra bandarísku Þjóðaröryggisstofnunarinnar (NSA). Trump olli fjaðrafoki þegar hann fullyrti án frekari rökstuðnings að Barack Obama, forveri hans í embætti forseta, hefði látið njósna um sig í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar í haust. Sean Spicer, fjölmiðlafulltrúi hans, bætti um betur á fimmtudag þegar hann vitnaði í umfjöllun fjölmiðla um að breska leyniþjónustan GCHQ hefði staðið að njósnunum. Richard Ledgett, varaforstjóri NSA, segir hins vegar þá hugmynd að Bretar hafi njósnað um Trump „einfaldlega ruglaða“ í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC í dag. Bresk stjórnvöld hefðu engan ávinning af slíkum njósnum. „Þetta sýnir fram á algeran vanskilning á því hvernig samband leyniþjónustustofnana virkar, það hunsar algerlega pólitískan raunveruleika þess „hvers vegna ætti ríkisstjórn Bretlands að samþykkja að gera þetta?“,“ sagði Ledgett í viðtalinu sem lætur bráðlega af störfum hjá NSA. Spicer vitnaði í fréttaskýranda Fox News á fimmtudag en sá hélt því fram að breska leyniþjónustan hefði hjálpað Obama að njósna um Trump, að því er rakið er í frétt Reuters. „Auðvitað myndu þeir ekki gera það. Það væri ævintýralega heimskulegt,“ sagði Ledgett ennfremur.Varpaði ábyrgðinni yfir á Fox NewsÞessar fullyrðingar hafa vakið litla hrifningu hjá breskum yfirvöldum. GCHQ sendi frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem stofnunin lýstu þeim sem „algerlega fáránlegum“. Á blaðamannafundi eftir fund Trump og Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, í gær varpaði Trump ábyrgðinni á fullyrðingunni um aðkomu bresku leyniþjónustunnar yfir á Fox News, að því er kemur fram í frétt Vox. „Við sögðum ekkert. Eina sem við gerðum var að vitna í í ákveðinn mjög hæfileikaríkan lögspeking sem var sá sem var ábyrgur fyrir að segja þetta í sjónvarpi. Ég lýsti ekki skoðun á því,“ sagði Trump við þýskan blaðamann sem spurði hann út í málið. „Þú ættir ekki að vera að tala við mig. Þú ættir að vera að tala við Fox News,“ bætti Trump við. Tengdar fréttir Vill sjá sönnunargögn um meinta hlerun Obama á símum Trump Talsmaður Obama hefur alfarið hafnað því að slíkt hafi átt sér stað. 5. mars 2017 09:00 Öldungaþingmenn finna engar sannanir um hleranir gegn Trump Segja hleranir eða eftirlit ekki hafa átt sér stað, hvorki fyrir né eftir kosningar. 16. mars 2017 18:10 FBI hafnar ásökunum Trump um hleranir Yfirmaður bandarísku alríkislögreglunnar hafnar ásökunum Donalds Trump Bandaríkjaforseta að Barack Obama, forveri hans í starfi, hafi fyrirskipað að símar Trump skyldu hleraðir. 6. mars 2017 07:53 Segir að Trump gæti hæglega fært sönnur á meintar hleranir Obama Bandaríkjaforseti ásakar Barack Obama um að hafa komið fyrir hlerunarbúnaði í Trump-turninum í aðdraganda kosninganna. 12. mars 2017 23:35 Trump stendur við ásakanir sínar um hleranir Obama og boðar nýjar upplýsingar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stendur við ásakanir sínar um að forveri hans í starfi, Barack Obama, hafi látið hlera höfuðstöðvar Trump. 16. mars 2017 11:11 Trump hefur ekki rætt við FBI um hlerunarásakanir sínar Stjórnandi FBI, Jame Comey, er sagður hafa hafnað þessari ásökun Trump. 7. mars 2017 23:15 Donald Trump sakar Obama um að hafa látið hlera sig Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sakað forvera sinn í embætti, Barack Obama, um að hafa látið hlerað sig. Hann segir Obama hafa hlerað Trump turninn í New York fyrir kosningarnar á síðasta ári. 4. mars 2017 12:49 Trump stendur enn við yfirlýsingar um hlerun Sannfæður um að Obama hafi haft eftirlit með sér. 16. mars 2017 23:08 Engin merki um að Obama hafi látið hlera Trump „Við höfum ekki séð nein sönnnunargögn um að þetta hafi átt sér stað.“ 15. mars 2017 16:40 Trump vill að þingið rannsaki meintar hleranir Obama Þá vill Trump einnig að þingið rannsaki hvort að Obama hafi sem forseti misnotað vald sitt. 5. mars 2017 15:30 Fyrrverandi yfirmaður njósnamála segir Trump ekki hafa verið hleraðan James Clapper, fyrrverandi yfirmaður njósnamála í Bandaríkjunum, segir fullyrðingar forsetans um hleranir vera fráleitar. 5. mars 2017 18:53 Talsmaður Obama hafnar því að Trump hafi verið hleraður Talsmaður Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, segir ásakanir núverandi forseta um hleranir úr lausu lofti gripnar. 4. mars 2017 18:56 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Sjá meira
Fullyrðingar talsmanna Hvíta hússins um að breska leyniþjónustan hafi njósnað um Donald Trump í kosningabaráttu hans eru „dómadagsþvæla“ að sögn varaforstjóra bandarísku Þjóðaröryggisstofnunarinnar (NSA). Trump olli fjaðrafoki þegar hann fullyrti án frekari rökstuðnings að Barack Obama, forveri hans í embætti forseta, hefði látið njósna um sig í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar í haust. Sean Spicer, fjölmiðlafulltrúi hans, bætti um betur á fimmtudag þegar hann vitnaði í umfjöllun fjölmiðla um að breska leyniþjónustan GCHQ hefði staðið að njósnunum. Richard Ledgett, varaforstjóri NSA, segir hins vegar þá hugmynd að Bretar hafi njósnað um Trump „einfaldlega ruglaða“ í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC í dag. Bresk stjórnvöld hefðu engan ávinning af slíkum njósnum. „Þetta sýnir fram á algeran vanskilning á því hvernig samband leyniþjónustustofnana virkar, það hunsar algerlega pólitískan raunveruleika þess „hvers vegna ætti ríkisstjórn Bretlands að samþykkja að gera þetta?“,“ sagði Ledgett í viðtalinu sem lætur bráðlega af störfum hjá NSA. Spicer vitnaði í fréttaskýranda Fox News á fimmtudag en sá hélt því fram að breska leyniþjónustan hefði hjálpað Obama að njósna um Trump, að því er rakið er í frétt Reuters. „Auðvitað myndu þeir ekki gera það. Það væri ævintýralega heimskulegt,“ sagði Ledgett ennfremur.Varpaði ábyrgðinni yfir á Fox NewsÞessar fullyrðingar hafa vakið litla hrifningu hjá breskum yfirvöldum. GCHQ sendi frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem stofnunin lýstu þeim sem „algerlega fáránlegum“. Á blaðamannafundi eftir fund Trump og Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, í gær varpaði Trump ábyrgðinni á fullyrðingunni um aðkomu bresku leyniþjónustunnar yfir á Fox News, að því er kemur fram í frétt Vox. „Við sögðum ekkert. Eina sem við gerðum var að vitna í í ákveðinn mjög hæfileikaríkan lögspeking sem var sá sem var ábyrgur fyrir að segja þetta í sjónvarpi. Ég lýsti ekki skoðun á því,“ sagði Trump við þýskan blaðamann sem spurði hann út í málið. „Þú ættir ekki að vera að tala við mig. Þú ættir að vera að tala við Fox News,“ bætti Trump við.
Tengdar fréttir Vill sjá sönnunargögn um meinta hlerun Obama á símum Trump Talsmaður Obama hefur alfarið hafnað því að slíkt hafi átt sér stað. 5. mars 2017 09:00 Öldungaþingmenn finna engar sannanir um hleranir gegn Trump Segja hleranir eða eftirlit ekki hafa átt sér stað, hvorki fyrir né eftir kosningar. 16. mars 2017 18:10 FBI hafnar ásökunum Trump um hleranir Yfirmaður bandarísku alríkislögreglunnar hafnar ásökunum Donalds Trump Bandaríkjaforseta að Barack Obama, forveri hans í starfi, hafi fyrirskipað að símar Trump skyldu hleraðir. 6. mars 2017 07:53 Segir að Trump gæti hæglega fært sönnur á meintar hleranir Obama Bandaríkjaforseti ásakar Barack Obama um að hafa komið fyrir hlerunarbúnaði í Trump-turninum í aðdraganda kosninganna. 12. mars 2017 23:35 Trump stendur við ásakanir sínar um hleranir Obama og boðar nýjar upplýsingar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stendur við ásakanir sínar um að forveri hans í starfi, Barack Obama, hafi látið hlera höfuðstöðvar Trump. 16. mars 2017 11:11 Trump hefur ekki rætt við FBI um hlerunarásakanir sínar Stjórnandi FBI, Jame Comey, er sagður hafa hafnað þessari ásökun Trump. 7. mars 2017 23:15 Donald Trump sakar Obama um að hafa látið hlera sig Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sakað forvera sinn í embætti, Barack Obama, um að hafa látið hlerað sig. Hann segir Obama hafa hlerað Trump turninn í New York fyrir kosningarnar á síðasta ári. 4. mars 2017 12:49 Trump stendur enn við yfirlýsingar um hlerun Sannfæður um að Obama hafi haft eftirlit með sér. 16. mars 2017 23:08 Engin merki um að Obama hafi látið hlera Trump „Við höfum ekki séð nein sönnnunargögn um að þetta hafi átt sér stað.“ 15. mars 2017 16:40 Trump vill að þingið rannsaki meintar hleranir Obama Þá vill Trump einnig að þingið rannsaki hvort að Obama hafi sem forseti misnotað vald sitt. 5. mars 2017 15:30 Fyrrverandi yfirmaður njósnamála segir Trump ekki hafa verið hleraðan James Clapper, fyrrverandi yfirmaður njósnamála í Bandaríkjunum, segir fullyrðingar forsetans um hleranir vera fráleitar. 5. mars 2017 18:53 Talsmaður Obama hafnar því að Trump hafi verið hleraður Talsmaður Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, segir ásakanir núverandi forseta um hleranir úr lausu lofti gripnar. 4. mars 2017 18:56 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Sjá meira
Vill sjá sönnunargögn um meinta hlerun Obama á símum Trump Talsmaður Obama hefur alfarið hafnað því að slíkt hafi átt sér stað. 5. mars 2017 09:00
Öldungaþingmenn finna engar sannanir um hleranir gegn Trump Segja hleranir eða eftirlit ekki hafa átt sér stað, hvorki fyrir né eftir kosningar. 16. mars 2017 18:10
FBI hafnar ásökunum Trump um hleranir Yfirmaður bandarísku alríkislögreglunnar hafnar ásökunum Donalds Trump Bandaríkjaforseta að Barack Obama, forveri hans í starfi, hafi fyrirskipað að símar Trump skyldu hleraðir. 6. mars 2017 07:53
Segir að Trump gæti hæglega fært sönnur á meintar hleranir Obama Bandaríkjaforseti ásakar Barack Obama um að hafa komið fyrir hlerunarbúnaði í Trump-turninum í aðdraganda kosninganna. 12. mars 2017 23:35
Trump stendur við ásakanir sínar um hleranir Obama og boðar nýjar upplýsingar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stendur við ásakanir sínar um að forveri hans í starfi, Barack Obama, hafi látið hlera höfuðstöðvar Trump. 16. mars 2017 11:11
Trump hefur ekki rætt við FBI um hlerunarásakanir sínar Stjórnandi FBI, Jame Comey, er sagður hafa hafnað þessari ásökun Trump. 7. mars 2017 23:15
Donald Trump sakar Obama um að hafa látið hlera sig Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sakað forvera sinn í embætti, Barack Obama, um að hafa látið hlerað sig. Hann segir Obama hafa hlerað Trump turninn í New York fyrir kosningarnar á síðasta ári. 4. mars 2017 12:49
Trump stendur enn við yfirlýsingar um hlerun Sannfæður um að Obama hafi haft eftirlit með sér. 16. mars 2017 23:08
Engin merki um að Obama hafi látið hlera Trump „Við höfum ekki séð nein sönnnunargögn um að þetta hafi átt sér stað.“ 15. mars 2017 16:40
Trump vill að þingið rannsaki meintar hleranir Obama Þá vill Trump einnig að þingið rannsaki hvort að Obama hafi sem forseti misnotað vald sitt. 5. mars 2017 15:30
Fyrrverandi yfirmaður njósnamála segir Trump ekki hafa verið hleraðan James Clapper, fyrrverandi yfirmaður njósnamála í Bandaríkjunum, segir fullyrðingar forsetans um hleranir vera fráleitar. 5. mars 2017 18:53
Talsmaður Obama hafnar því að Trump hafi verið hleraður Talsmaður Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, segir ásakanir núverandi forseta um hleranir úr lausu lofti gripnar. 4. mars 2017 18:56