Clinton gengst við ábyrgð á tapinu gegn Trump: Utanaðkomandi öfl samt áhrifamikil Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. maí 2017 21:46 Hillary Clinton. Vísir/EPA Hillary Clinton, fyrrverandi forsetaframbjóðandi Demókrata, segir að hún taki „persónulega ábyrgð“ á tapi sínu í forsetakosningunum, í nóvember síðastliðnum, gegn Donald Trump. Guardian greinir frá. Hún segir sínar ákvarðanir þó ekki það eina sem hafi orðið til þess að hún tapaði, en hún segir að bréf James Comey, yfirmanns alríkislögreglunnar, til Bandaríkjaþings, í lok október 2016 og rétt fyrir kosningar, um rannsókn á tölvupóstum Clinton, hafi verið einn þeirra þátta sem hafi spilað lykilhlutverk í því að hún tapaði. Clinton, sem hefur lítið sem ekkert tjáð sig um tap sitt til þessa, tjáði sig um það á nýlegum viðburði í New York, sem helgaður var konum í stjórnmálum. Hún segir að hún sem frambjóðandi, hafi verið sá sem beri ábyrgð á tapinu. Hún segir að kosningabarátta sín hafi ekki verið fullkomin, það hafi enda aldrei verið möguleiki að gera allt rétt.Ég var á leiðinni að vinna, þangað til að samspil þátta líkt og bréf Comey, þann 28. október og rússnesk skjöl í Wikileaks, fengu almenning sem hefði líklega kosið mig, til að efast og hætta við. Clinton bendir á að umrædd Wikileaks gögn hafi verið birt, minna en klukkutíma eftir að myndband af Donald Trump, þar sem hann talaði um hegðun sína í garð kvenna birtist og reyndist mikið hneyksli fyrir frambjóðandann. Hún segir það ekki hafa verið neina tilviljun. Bandaríska alríkislögreglan hefur áður gefið út, að hún telji það fullvíst að Rússar hafi staðið á bak við tölvuárásir, og útgáfu umrædda gagna, í viðleitni til þess að auka líkurnar á því að Trump myndi fara með sigur af hólmi í kosningunum. Samskipti starfsteymis Trump við Rússa á meðan kosningabaráttunni stóð eru enn til rannsóknar. Þannig þurfti Michael Flynn, þjóðaröryggisráðgjafi hans, til að mynda að segja af sér, vegna samskipta við Rússa á meðan kosningabaráttunni stóð og þá hefur komið í ljós að dómsmálaráðherrann Jeff Sessions átti einnig í samskiptum við Rússa á umræddu tímabili. Clinton hefur heitið því að hún muni tjá sig með reglulegu millibili um stöðu mála í stjórnmálunum þar vestanhafs, en hún sé þrátt fyrir það, ekki á leið í framboð aftur. Mest lesið Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Hillary Clinton, fyrrverandi forsetaframbjóðandi Demókrata, segir að hún taki „persónulega ábyrgð“ á tapi sínu í forsetakosningunum, í nóvember síðastliðnum, gegn Donald Trump. Guardian greinir frá. Hún segir sínar ákvarðanir þó ekki það eina sem hafi orðið til þess að hún tapaði, en hún segir að bréf James Comey, yfirmanns alríkislögreglunnar, til Bandaríkjaþings, í lok október 2016 og rétt fyrir kosningar, um rannsókn á tölvupóstum Clinton, hafi verið einn þeirra þátta sem hafi spilað lykilhlutverk í því að hún tapaði. Clinton, sem hefur lítið sem ekkert tjáð sig um tap sitt til þessa, tjáði sig um það á nýlegum viðburði í New York, sem helgaður var konum í stjórnmálum. Hún segir að hún sem frambjóðandi, hafi verið sá sem beri ábyrgð á tapinu. Hún segir að kosningabarátta sín hafi ekki verið fullkomin, það hafi enda aldrei verið möguleiki að gera allt rétt.Ég var á leiðinni að vinna, þangað til að samspil þátta líkt og bréf Comey, þann 28. október og rússnesk skjöl í Wikileaks, fengu almenning sem hefði líklega kosið mig, til að efast og hætta við. Clinton bendir á að umrædd Wikileaks gögn hafi verið birt, minna en klukkutíma eftir að myndband af Donald Trump, þar sem hann talaði um hegðun sína í garð kvenna birtist og reyndist mikið hneyksli fyrir frambjóðandann. Hún segir það ekki hafa verið neina tilviljun. Bandaríska alríkislögreglan hefur áður gefið út, að hún telji það fullvíst að Rússar hafi staðið á bak við tölvuárásir, og útgáfu umrædda gagna, í viðleitni til þess að auka líkurnar á því að Trump myndi fara með sigur af hólmi í kosningunum. Samskipti starfsteymis Trump við Rússa á meðan kosningabaráttunni stóð eru enn til rannsóknar. Þannig þurfti Michael Flynn, þjóðaröryggisráðgjafi hans, til að mynda að segja af sér, vegna samskipta við Rússa á meðan kosningabaráttunni stóð og þá hefur komið í ljós að dómsmálaráðherrann Jeff Sessions átti einnig í samskiptum við Rússa á umræddu tímabili. Clinton hefur heitið því að hún muni tjá sig með reglulegu millibili um stöðu mála í stjórnmálunum þar vestanhafs, en hún sé þrátt fyrir það, ekki á leið í framboð aftur.
Mest lesið Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira