Erlent

Maduro hækkar lágmarkslaun

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Nicolas Maduro, forseti Venesúela.
Nicolas Maduro, forseti Venesúela. vísir/epa
Nicolas Maduro, forseti Venesúela, skipaði í gær fyrir um hækkun lágmarkslauna. Þetta tilkynnti hann í vikulegu sjónvarpsávarpi. Þeir tekjulægstu í landinu eiga von á sextíu prósenta hækkun.

„Við erum við völd til að sjá um verkamenn – ekki til að hlúa að auðjöfrum,“ sagði Maduro. Í kjölfarið afhentu embættismenn hundruð lykla að nýjum félagsíbúðum.

Hækkunin er sú þriðja á árinu. Samlandar Maduros hafa mótmælt í borgum landsins undanfarið og hafa tugþúsundir safnast saman á götum úti. Nærri þrjátíu hafa látist.

Verðbólga í Venesúela hefur verið gífurleg og vara gagnrýnendur Maduros við að hækkunin muni auka hana enn frekar. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×