Macron ýjar að Frexit Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. maí 2017 07:00 Emmanuel Macron, forsetaframbjóðandi En Marche!, þykir sigurstranglegur. Vísir/AFP Emmanuel Macron, forsetaframbjóðandi En Marche! í Frakklandi, lýsti því yfir í gær í samtali við BBC að Evrópusambandið þyrfti að breytast. Annars væri hætta á því að Frakkar þyrftu að ganga úr sambandinu. „Ég er hlynntur Evrópusamstarfi. Ég hef varið hugmyndina um sameiginlega stefnu Evrópu í þessari kosningabaráttu af því að ég trúi því að hún sé afar mikilvæg fyrir frönsku þjóðina,“ sagði Macron. Hann bætti því við að hann þyrfti þó að gera sér grein fyrir ástandinu, hlusta á þjóðina og taka mark á reiði hennar gagnvart raskaðri starfsemi ESB. „Þess vegna trúi ég því, verði ég kosinn, að það verði á mína ábyrgð að sjá til þess að Evrópusambandið aðlagi sig breyttum tímum,“ sagði Macron. Hann myndi jafnframt líta á það sem svik af hálfu Evrópusambandsins ef það neitaði að breytast. „Það vil ég ekki þurfa að gera. Af því að ef það gerist mun það þýða Frexit [útgöngu Frakka úr ESB] eða upprisu Þjóðfylkingarinnar á ný.“ Andstæðingur Macrons í kosningabaráttunni er einmitt Marine Le Pen, frambjóðandi Þjóðfylkingarinnar. Er hún andvíg Evrópusambandinu og hefur lofað þjóðaratkvæðagreiðslu um útgöngu úr sambandinu, rétt eins og þeirri sem var haldin í Bretlandi síðasta sumar og endaði með því að Bretar kusu að ganga úr sambandinu. Á baráttufundi í gær lýsti Le Pen sjálfri sér sem frambjóðanda breytingar, trúar og aðgerða. Macron væri sá sem Francois Hollande, fráfarandi forseti, myndi vilja í embætti. „Macron er frambjóðandi ömurlegs og óbreytts ástands. Ástands sem hefur einkennst af því að störf fluttust úr landi og fyrirtæki hafa farið á hausinn,“ sagði Le Pen. Kosið er þann 7. maí næstkomandi og benda skoðanakannanir ekki til spennandi kosninganætur. Í meðaltali skoðanakannana sem BBC hefur tekið saman mælist Macron með sextíu prósenta fylgi en Le Pen fjörutíu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir ESB þurfa að breytast til að forðast „Frexit“ Franski forsetaframbjóðandinn Emmanuel Macron segir að Evrópusambandið verði að breytast ef forðast eigi útgöngu Frakklands úr sambandinu. . 1. maí 2017 14:51 Sarkozy hyggst kjósa Macron Franskir Repúblikanar hafa verið að opna á þann möguleika að starfa með Emmanuel Macron á næstu árum. 26. apríl 2017 12:23 Einstök staða í frönskum stjórnmálum Verðbréfamarkaðir í Frakkalandi tóku við sér á mánudagsmorgun og evran náði sínu hæsta verðgildi gagnvart Bandaríkjadal frá því í nóvember. 25. apríl 2017 07:00 Macron efstur í fyrri umferð forsetakosninganna Miðjumaðurinn Emmanuel Macron bar sigur úr býtum í fyrri umferð forsetakosninganna í nót 24. apríl 2017 07:45 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Fleiri fréttir Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Sjá meira
Emmanuel Macron, forsetaframbjóðandi En Marche! í Frakklandi, lýsti því yfir í gær í samtali við BBC að Evrópusambandið þyrfti að breytast. Annars væri hætta á því að Frakkar þyrftu að ganga úr sambandinu. „Ég er hlynntur Evrópusamstarfi. Ég hef varið hugmyndina um sameiginlega stefnu Evrópu í þessari kosningabaráttu af því að ég trúi því að hún sé afar mikilvæg fyrir frönsku þjóðina,“ sagði Macron. Hann bætti því við að hann þyrfti þó að gera sér grein fyrir ástandinu, hlusta á þjóðina og taka mark á reiði hennar gagnvart raskaðri starfsemi ESB. „Þess vegna trúi ég því, verði ég kosinn, að það verði á mína ábyrgð að sjá til þess að Evrópusambandið aðlagi sig breyttum tímum,“ sagði Macron. Hann myndi jafnframt líta á það sem svik af hálfu Evrópusambandsins ef það neitaði að breytast. „Það vil ég ekki þurfa að gera. Af því að ef það gerist mun það þýða Frexit [útgöngu Frakka úr ESB] eða upprisu Þjóðfylkingarinnar á ný.“ Andstæðingur Macrons í kosningabaráttunni er einmitt Marine Le Pen, frambjóðandi Þjóðfylkingarinnar. Er hún andvíg Evrópusambandinu og hefur lofað þjóðaratkvæðagreiðslu um útgöngu úr sambandinu, rétt eins og þeirri sem var haldin í Bretlandi síðasta sumar og endaði með því að Bretar kusu að ganga úr sambandinu. Á baráttufundi í gær lýsti Le Pen sjálfri sér sem frambjóðanda breytingar, trúar og aðgerða. Macron væri sá sem Francois Hollande, fráfarandi forseti, myndi vilja í embætti. „Macron er frambjóðandi ömurlegs og óbreytts ástands. Ástands sem hefur einkennst af því að störf fluttust úr landi og fyrirtæki hafa farið á hausinn,“ sagði Le Pen. Kosið er þann 7. maí næstkomandi og benda skoðanakannanir ekki til spennandi kosninganætur. Í meðaltali skoðanakannana sem BBC hefur tekið saman mælist Macron með sextíu prósenta fylgi en Le Pen fjörutíu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir ESB þurfa að breytast til að forðast „Frexit“ Franski forsetaframbjóðandinn Emmanuel Macron segir að Evrópusambandið verði að breytast ef forðast eigi útgöngu Frakklands úr sambandinu. . 1. maí 2017 14:51 Sarkozy hyggst kjósa Macron Franskir Repúblikanar hafa verið að opna á þann möguleika að starfa með Emmanuel Macron á næstu árum. 26. apríl 2017 12:23 Einstök staða í frönskum stjórnmálum Verðbréfamarkaðir í Frakkalandi tóku við sér á mánudagsmorgun og evran náði sínu hæsta verðgildi gagnvart Bandaríkjadal frá því í nóvember. 25. apríl 2017 07:00 Macron efstur í fyrri umferð forsetakosninganna Miðjumaðurinn Emmanuel Macron bar sigur úr býtum í fyrri umferð forsetakosninganna í nót 24. apríl 2017 07:45 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Fleiri fréttir Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Sjá meira
Segir ESB þurfa að breytast til að forðast „Frexit“ Franski forsetaframbjóðandinn Emmanuel Macron segir að Evrópusambandið verði að breytast ef forðast eigi útgöngu Frakklands úr sambandinu. . 1. maí 2017 14:51
Sarkozy hyggst kjósa Macron Franskir Repúblikanar hafa verið að opna á þann möguleika að starfa með Emmanuel Macron á næstu árum. 26. apríl 2017 12:23
Einstök staða í frönskum stjórnmálum Verðbréfamarkaðir í Frakkalandi tóku við sér á mánudagsmorgun og evran náði sínu hæsta verðgildi gagnvart Bandaríkjadal frá því í nóvember. 25. apríl 2017 07:00
Macron efstur í fyrri umferð forsetakosninganna Miðjumaðurinn Emmanuel Macron bar sigur úr býtum í fyrri umferð forsetakosninganna í nót 24. apríl 2017 07:45