Sjónvarpsmaðurinn, ásamt Fox fyrirtækinu, urðu að greiða sáttagreiðslur til fimm kvenna, sem allar höfðu sakað O'Reilly um kynferðislega áreitni á vinnustaðnum og námu greiðslurnar milljónum Bandaríkjadollara.
Sjá einnig: Borgar milljónir eftir ásakanir um kynferðislega áreitni
Sjónvarpsmaðurinn stýrir þættinum „The O'Reilly Factor“ á stöðinni og er um að ræða vinsælasta þátt sjónvarpsstöðvarinnar og eru auglýsingatekjur þar meðal þeirra hæstu fyrir sjónvarpsstöðina. Því er ljóst að ákvarðanir fyrirtækjanna gætu haft mikil áhrif á tekjustreymi sjónvarpsstöðvarinnar.
Í tilkynningum frá fyrirtækjunum þremur kemur fram að þau sjái sér ekki fært að auglýsa á tímum þar sem þáttur O'Reilly sé sýndur, þar sem ásakanir í hans garð séu „taldar mjög alvarlegar af hálfu fyrirtækjanna.“ Sjö fyrirtæki hafa í heildina ákveðið að kaupa ekki auglýsingar af Fox á þessum tímum.
Í tilkynningu Mercedes-Benz segir meðal annars:
„Ásakanirnar eru mjög truflandi og vegna gífurlegs mikilvægis kvenna á öllum stigum fyrirtækis okkar, þá þykir okkur þetta ekki rétta umhverfið til þess að auglýsa okkar vörur.“