Dýralæknir fiskisjúkdóma hjá MAST hefur persónulegan hag af vexti laxeldis Þorbjörn Þórðarson skrifar 4. apríl 2017 19:15 Sérstakur dýralæknir fiskisjúkdóma hefur eftirlit með starfsemi laxeldisfyrirtækjanna. Samhliða starfi sínu hjá Matvælastofnun hefur hann selt bóluefni sem fiskeldisfyrirtækin þurfa að nota til að geta ræktað heilbrigðan lax. Hann hefur því haft fjárhagslegan ávinning af því að atvinnugreinin stækki hér á landi. Mjög mikil átök standa yfir um sjókvíalaxeldi á Íslandi. Eigendur veiðiréttar hafa miklar áhyggjur af áhrifum laxeldis lífrikið og á heilbrigði villtra laxa. Á síðustu tveimur árum hefur Matvælastofnun gefið talsvert í við útgáfu nýrra leyfa til sjókvíalaxeldis. Þannig hefur framleiðslan aukist hratt á þessum tíma. Landssamband veiðifélaga kvartaði til umboðsmanns Alþingis undan vinnubrögðum Matvælastofnunar við útgáfu leyfa til ræktunar á laxi í sjókvíakerjum en sjókvíalaxeldi hefur verið ört vaxandi atvinnugrein hér. Sérstakur dýralæknir fiskisjúkdóma hefur eftirlit með starfsemi laxeldisfyrirtækjanna. Hann hefur líka eftirlit með því að fiskurinn sé heilbrigður. Í bréfi umboðsmanns Alþingis frá 29. mars síðastliðnum til Landssambands veiðifélaga kemur fram að í skýringum Matvælastofnunar hafi komið fram að dýralæknir fiskisjúkdóma ávísi og selji bóluefni og þiggi þóknun í formi þjónustugjalds. Hann sé milliliður í viðskiptum milli heildsölu og fiskeldisfyrirtækja og í persónulegri ábyrgð við heildsöluna ef lyfjakaupandinn, þ.e. fiskeldisfyrirtækið, lendir vanskilum og beri því fjárhagslega áhættu af þessum viðskiptum. Í bréfi umboðsmanns Alþingis er jafnframt rakið að dýralæknar fiskisjúkdóma geti almennt haft fjárhagslegan ávinning af því að sjókvíalaxeldi vaxi sem atvinnugrein á Íslandi því þá hafi þeir meira að gera. Umræddur dýralæknir fiskisjúkdóma hjá Matvælastofnun er Gísli Jónsson. Í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 viðurkenndi hann að það væri ekki eðlilegt að hann hefði fjárhagslegan ávinning af sölu bóluefnis til fiskeldisfyrirtækja samhliða eftirlitsstarfi sínu með starfsemi þessara sömu fyrirtækja. Hvað hafðirðu miklar tekjur af sölu bólefnis til sjókvíalaxeldisfyrirtækja á árinu 2016? „Ég hef ekki þær... eina sem ég reyni er að koma skaðlaust frá þessu. Þetta eru ekki háar tekjur,“ segir Gísli. Forstjóri Matvælastofnunar, gerði hann aldrei athugasemd við þessa hagsmuni sem umboðsmaður Alþingis er að benda á? „Um leið og þetta var tekið upp, síðastliðið haust, þá höfum við verið í góðri samvinnu um að hinkra eftir áliti (umboðsmanns) því það segir hvergi í lögum og reglugerðum að þetta sé bannað, eins og með héraðsdýralækna núna. Þeim er ekki heimilt að gera neitt svona.“Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis rekur í bréfi sínu til Landssambands veiðifélaga upplýsingar sem hann fékk frá Matvælastofnun. Í bréfi umboðsmanns kemur beinlínis fram að dýralæknar fiskisjúkdóma geti haft fjárhagslegan ávinning af bólusetningu fiska í laxeldiskerjum vegna aukinna umsvifa í fiskeldi hér á landi. Það er eins og Matvælastofnun hafi ekki séð neitt athugunarvert við þetta fyrirkomulag.vísir/vilhelmGísli skýlir sér ekki aðeins á bak við það að þetta komi ekki fram skýrt í settum lögum að það sem hann geri sé bannað. Hann vísar líka til Svía og Finna. Þar sé fyrirkomulagið svipað og hér. Þú nefndir að þetta væri ekki bannað samkvæmt lögum en er þetta ekki siðferðislega mjög sérstakt? „Jú, en ég meina hvað eigum við að segja um Finna og Svía, eru þeir á einhverju öðru siðferðisplani en við? En ég er ekki fæddur í gær og ég sé núna, þegar umfang (sjókvíalaxeldis) er að aukast eins og byrjaði í fyrra og hittifyrra, þá sé ég að þetta gengur ekki lengur. Þá bakka ég út.“ Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Sérstakur dýralæknir fiskisjúkdóma hefur eftirlit með starfsemi laxeldisfyrirtækjanna. Samhliða starfi sínu hjá Matvælastofnun hefur hann selt bóluefni sem fiskeldisfyrirtækin þurfa að nota til að geta ræktað heilbrigðan lax. Hann hefur því haft fjárhagslegan ávinning af því að atvinnugreinin stækki hér á landi. Mjög mikil átök standa yfir um sjókvíalaxeldi á Íslandi. Eigendur veiðiréttar hafa miklar áhyggjur af áhrifum laxeldis lífrikið og á heilbrigði villtra laxa. Á síðustu tveimur árum hefur Matvælastofnun gefið talsvert í við útgáfu nýrra leyfa til sjókvíalaxeldis. Þannig hefur framleiðslan aukist hratt á þessum tíma. Landssamband veiðifélaga kvartaði til umboðsmanns Alþingis undan vinnubrögðum Matvælastofnunar við útgáfu leyfa til ræktunar á laxi í sjókvíakerjum en sjókvíalaxeldi hefur verið ört vaxandi atvinnugrein hér. Sérstakur dýralæknir fiskisjúkdóma hefur eftirlit með starfsemi laxeldisfyrirtækjanna. Hann hefur líka eftirlit með því að fiskurinn sé heilbrigður. Í bréfi umboðsmanns Alþingis frá 29. mars síðastliðnum til Landssambands veiðifélaga kemur fram að í skýringum Matvælastofnunar hafi komið fram að dýralæknir fiskisjúkdóma ávísi og selji bóluefni og þiggi þóknun í formi þjónustugjalds. Hann sé milliliður í viðskiptum milli heildsölu og fiskeldisfyrirtækja og í persónulegri ábyrgð við heildsöluna ef lyfjakaupandinn, þ.e. fiskeldisfyrirtækið, lendir vanskilum og beri því fjárhagslega áhættu af þessum viðskiptum. Í bréfi umboðsmanns Alþingis er jafnframt rakið að dýralæknar fiskisjúkdóma geti almennt haft fjárhagslegan ávinning af því að sjókvíalaxeldi vaxi sem atvinnugrein á Íslandi því þá hafi þeir meira að gera. Umræddur dýralæknir fiskisjúkdóma hjá Matvælastofnun er Gísli Jónsson. Í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 viðurkenndi hann að það væri ekki eðlilegt að hann hefði fjárhagslegan ávinning af sölu bóluefnis til fiskeldisfyrirtækja samhliða eftirlitsstarfi sínu með starfsemi þessara sömu fyrirtækja. Hvað hafðirðu miklar tekjur af sölu bólefnis til sjókvíalaxeldisfyrirtækja á árinu 2016? „Ég hef ekki þær... eina sem ég reyni er að koma skaðlaust frá þessu. Þetta eru ekki háar tekjur,“ segir Gísli. Forstjóri Matvælastofnunar, gerði hann aldrei athugasemd við þessa hagsmuni sem umboðsmaður Alþingis er að benda á? „Um leið og þetta var tekið upp, síðastliðið haust, þá höfum við verið í góðri samvinnu um að hinkra eftir áliti (umboðsmanns) því það segir hvergi í lögum og reglugerðum að þetta sé bannað, eins og með héraðsdýralækna núna. Þeim er ekki heimilt að gera neitt svona.“Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis rekur í bréfi sínu til Landssambands veiðifélaga upplýsingar sem hann fékk frá Matvælastofnun. Í bréfi umboðsmanns kemur beinlínis fram að dýralæknar fiskisjúkdóma geti haft fjárhagslegan ávinning af bólusetningu fiska í laxeldiskerjum vegna aukinna umsvifa í fiskeldi hér á landi. Það er eins og Matvælastofnun hafi ekki séð neitt athugunarvert við þetta fyrirkomulag.vísir/vilhelmGísli skýlir sér ekki aðeins á bak við það að þetta komi ekki fram skýrt í settum lögum að það sem hann geri sé bannað. Hann vísar líka til Svía og Finna. Þar sé fyrirkomulagið svipað og hér. Þú nefndir að þetta væri ekki bannað samkvæmt lögum en er þetta ekki siðferðislega mjög sérstakt? „Jú, en ég meina hvað eigum við að segja um Finna og Svía, eru þeir á einhverju öðru siðferðisplani en við? En ég er ekki fæddur í gær og ég sé núna, þegar umfang (sjókvíalaxeldis) er að aukast eins og byrjaði í fyrra og hittifyrra, þá sé ég að þetta gengur ekki lengur. Þá bakka ég út.“
Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira