Innlent

Falafel og hummus í fermingarveislunni

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Áróra Elí Vigdísardóttir stendur yfir veisluborði sem svignar undan sýrlenskum kræsingum.
Áróra Elí Vigdísardóttir stendur yfir veisluborði sem svignar undan sýrlenskum kræsingum. Vísir/Ernir
Áróra Elí Vigdísardóttir er ein þeirra fjölmörgu ungmenna sem fermist á þessu ári. Hún ákvað að fara óhefðbundnar leiðir í veitingunum í veislu sinni á dögunum.

Í stað þess að bjóða upp á hinn hefðbundna heita brauðrétt og kransaköku ákvað Áróra, í samráði við móður sína, að fá sýrlenska flóttamenn til að bjóða upp á veitingar frá þeirra heimalandi.

Hugmyndin kviknaði þegar mæðgurnar stóðu vaktina í Ráðhúsi Reykjavíkur á gamlárskvöld, en þar stóðu samtökin Akkeri fyrir samverustund þar sem eldað var fyrir flóttamenn hér á landi.

Af myndinni að dæma voru kræsingarnar hinar girnilegustu og fermingarbarnið ánægt með útkomuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×