Innlent

Ætla að gera mjölið grænna

Svavar Hávarðsson skrifar
Verksmiðjan í Neskaupstað er rafvædd.
Verksmiðjan í Neskaupstað er rafvædd. vísir/kristín svanhvít
Landsvirkjun og Félag íslenskra fiskmjölsframleiðenda (FÍF) ætla að vinna að því að auka notkun endurnýjanlegrar orku í fiskmjölsiðnaði.

Nú eru um 75 prósent af orkuþörf fiskmjölsverksmiðja rafvædd og talið er raunhæft að það hlutfall geti farið upp í um 85 prósent. Til þess að ná fullri rafvæðingu þarf hins vegar að koma til veruleg fjárfesting í flutningskerfi raforku í landinu.

Í frétt á heimasíðu Landsvirkjunar segir að fiskmjölsframleiðendur hafi keypt skerðanlegt rafmagn af raforkusölum sem Landsvirkjun hefur selt á heildsölumarkaði. Takmarkað framboð á slíku rafmagni og sveiflukennd eftirspurn hjá fiskmjölsframleiðendum hefur gert að verkum að olía hefur verið nauðsynlegur varaaflgjafi í mjölvinnslunni og komið í stað rafmagns þegar á hefur þurft að halda.

Landsvirkjun lýsir því yfir að fyrir­tækið muni á næstu árum stuðla eins og hægt er að auknu framboði á skerðanlegu rafmagni á heildsölumarkaði. Um leið ætlar FÍF að stuðla að því að félagsmenn horfi til þess að gera mjölframleiðsluna enn umhverfisvænni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×