Friður í fjölbreytileika Ívar Halldórsson skrifar 15. ágúst 2017 07:00 Til að geta skipst á skoðunum í skoðanafrjálsu landi þurfa þær að vera fleiri en ein; þótt manni finnist stundum eins og aðeins ein ákveðin skoðun sé leyfileg í umræðunni. Allir þurfa að fá frið til að viðra mismunandi skoðanir og leyfa fólki að tileinka sér síðan þær sem það finnur samhljóm með. Það er löngu komið gott af því að fólk reyni að þröngva eigin skoðunum upp á aðra í nafni trúar eða tíðaranda, en aftur á móti finnst mér sjálfsagt og mikilvægt að allar hliðar málsins fái að heyrast. Ég vil að ólíkar manneskjur fái að tjá sínar persónulegu skoðanir frjálslega með friðsamlegum hætti, hversu gáfulegar sem fólki kann að finnast þær svo vera þegar upp er staðið.Talandi um skoðanir... ...finnst mér sjálfum ákveðin upphefð samkynhneigðar hafa farið smátt og smátt úr böndunum; regnboga-yfirlýsingar á almenningsvögnum, djarfir erótískir búningar og misvísandi skilaboð og tilvísanir í frjálst og ögrandi kynlíf í gleðigöngum finnast mér ekki eiga heima fyrir framan alla aldurshópa. Þetta er bara eitthvað sem stríðir gegn minni siðferðiskennd, þótt ég viti að mörgum finnist mín afstaða kannski úr takti við tíðarandann. En þó eru margir sem virðast skilja hvað ég á við. Ég get auðvitað ekki gert kröfur um að allir séu sammála – enda er það bara í góðu lagi. Mér finnst þó sjálfsagt að við fögnum því að samkynhneigðir njóti virðingar og sama réttar og aðrir þegar kemur að því að kjósa sér lífsstíl; án þess að utanaðkomandi þrýstihópar geri þeim lífið leitt. Mér hefur sjálfum aldrei fundist beint eðlilegt að tvær manneskjur af sama kyni njóti ásta og gangi í það heilaga. Fyrir mér er þetta eins og að reyna að hlaða I-Phone með Samsung hleðslusnúru. Þetta hefur bara einhvern veginn aldrei gengið upp í kollinum á mér. Frá læknisfræðilegu og líffræðilegu sjónarhorni er, eins og flestum er kunnugt, t.d. líkamlegt samband tveggja karlmanna ekki alls kostar upplagt af náttúrufræðilegum og „hönnunartengdum“ ástæðum. Ef ég skil rétt það sem heilbrigðisfulltrúar hafa skrifað, er samkynhneigt samband talsvert áhættusamara en samband tveggja aðila af sitt hvoru kyni, þar sem allt virðist „smella“ mun betur saman „verkfræðilega“. Þetta er auðvitað að vissu leyti áhyggjuefni, en eitthvað sem maður sjálfur og flestir aðrir hafa velt fyrir sér og því kannski engar brautryðjandi vangaveltur hér á ferð. Það hefur alltaf verið minn persónulegi skilningur að Biblían leggi ekki blessun sína yfir hjónabönd samkynhneigðra þótt að ýmsar kirkjudeildir hafi veitt sína opinberu blessun. Ég sjálfur er á þeirri skoðun að afstaða ritninganna til samkynhneigðar hafi ekki verið til þess fallin að niðurlægja, móðga eða fordæma einn né neinn, og þá síst samkynhneigða. Tilgangurinn frekar sá að vara fólk við þá alls óþekktum smitsjúkdómum, sem hafa því miður kostað allt of margar góðar manneskjur lífið. Þessi mál eru auðvitað afar umdeild, og skoðanirnar mýmargar á þessu eins og öðru.Að þessu sögðu... ...gefa mínar persónulegu skoðanir og vangaveltur mér engan rétt til þess að fyrirlíta, niðurlægja eða fordæma samkynhneigða einstaklinga eða vanvirða frelsi þeirra til að ábyrgjast eigið líf og gjörðir. Ég hef ekki rétt á að setja mig á háan hest og dæma aðra fyrir ólík lífsviðhorf - bara af því að þau eru ekki mín eigin. Það þýðir lítið fyrir mig að móðgast og fara í fýlu yfir því að fólk neiti að hugsa eins og ég. Fólk þarf ekkert leyfi frá mér til að taka ákvarðanir fyrir sitt eigið líf. Mér ber að virða rétt annarra til að hafa aðrar skoðanir en mínar eigin, og treysti um leið því að fólk virði minn rétt til að tjá mínar skoðanir; hversu fáránlegar sem fólki kann að finnast þær eða hversu ólíklegt það telur að þær eigi við rök að styðjast. Ég er svo sem ekki fullkominn og hef ekki endilega réttu svörin við öllu - hef auðvitað sjálfur haft rangt fyrir mér. Í bæði skiptin var ég.....nei, auðvitað hef ég oftar en einu sinni og oftar en tvisvar sinnum fundið mig knúinn til að skipta um skoðun eftir að hafa hlustað með opnum huga á góðan rökstuðning.Kristið fólk á ekki að dæma... ...og er það að mínu mati mesti misskilningur hjá mörgum sem kenna sig við kristna trú að þeir séu á einhvern hátt betri en aðrir; að þeir séu útvaldir af Guði til að dæma og draga fólk í dilka eftir syndum þeirra. Kristið fólk gerir Guði engan greiða með því að berja fólk í hausinn með Biblíunni fyrir að brjóta boðorð hennar. Samkvæmt Biblíunni sem ég þekki felur Guð þeim sem kenna sig við hann hins vegar það óeigingjarna og vandasama verkefni að elska náungann eins og sjálfa sig. Þarna mættu boðberar fagnaðarerindisins kannski spýta í lófana. Að dæma náungann var aldrei á verkefnalistanum sem fyrstu lærisveinarnir fengu í hendur forðum daga. Drottins fólk er heldur betur komið í dýrðarinnar skít ef það ætlar að setja sig á svo háan hest, að taka að sér dómgæslu himnaríkis! Samkvæmt ritningunni er bara einn dómari, og þarf hann ekki á okkar sjálfboðahjálp að halda.Skilyrðislaus ást... ...er ekki fólgin í því að fordæma eða fyrirlíta fólk vegna ágreinings um rétta hegðun. Slík hegðun er eitthvað sem á ekki rætur að rekja til kristilegs kærleika. Öllu heldur á slík sorgleg hegðun rætur að rekja í hrokafullt hjarta manneskju sem ekki skilur hvers konar skilyrðislausa ást frelsarinn þeirra Kristur, sýndi mannkyninu með krossdauða sínum. Hræsni er ekkert betri synd en aðrar. Frelsarinn hvatti okkur til að fjarlægja bjálkann úr eigin auga áður en við hæfumst handa við að draga flísar úr augum náungans. Það er góð hugmynd að breyta fyrst sjálfum sér til hins betra áður en maður fer að benda á mistök allra annarra. „Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum“, segir einnig í Biblíunni. Það væri þá tómur hroki af minni hálfu að telja mínar syndir eitthvað skárri en annarra. Ekki tel ég mig hafa efni á að kasta steinum í fólk; hvort sem það er samkynhneigt, Liverpool aðdáendur, fólk í „vitlausum“ þingflokki eða verjendur „vegan“ lífsstíls.Umræðan skiptir máli... ...og mér finnst að allir eigi að fá að viðra sínar persónulegu skoðanir á lífsins málum. Mér finnst gott að sjá allt bollu-úrvalið í bakarísborðinu, þótt ég kaupi þær ekki endilega allar. Ég vel bollurnar sem mér líst best á - skil síðan hinar sem mér líkar ekki eftir hjá bakaranum. Þannig finnst mér persónulega að allar skoðanir eigi að fá sitt pláss í umræðunni og þá auðvitað bæði skoðanir samkynhneigðra og annarra. Réttar skoðanir eða ekki... ...þá get ég aldrei gert kröfur um að fólk breyti sínum skoðunum eftir minni hentisemi og hef sjálfur ekki rétt á að þröngva mínum skoðunum upp á aðra. Þetta verður auðvitað að virka á báða vegu ef sanngirni á að vera í fyrirrúmi. Við þurfum nefnilega ekki öll að vera sammála um allt - bara vegna þess að eitthvað er löglegt eða samþykkt af einhverjum meirihluta. Það ríkir skoðanafrelsi í okkar landi. Við eigum að mega hafa og viðra alls kyns ólíkar skoðanir; svo lengi sem við látum ekki skoðanir okkar bera okkur út fyrir ramma laganna eða siðferðismörk. Ég á góða vini sem eru t.d. algjörlega á öndverðum meiði þegar kemur að trúmálum. En ólíkar skoðanir okkar koma þó ekki í veg fyrir það að kærleikur, virðing og vinátta nái að blómstra í samskiptum okkar. Við getum bara verið við sjálfir og þurfum ekki að breyta hvorum öðrum til að geta notið góðrar vináttu.Samkynhneigðar persónur eru frábærar... ...og það er mér einnig sönn ánægja að segja að samkynhneigðir einstaklingar hafa blessað líf mitt með vináttu sinni. Ég ber ómælda virðingu fyrir þeim og er þakklátur fyrir að mega njóta vináttu þeirra. Samkvæmt minni trú ber mér að elska náungann eins og sjálfan mig og gildir þá einu hvaða lífsskoðun fólk hefur. Þar af leiðandi freista ég þess að leggja alla fordóma til hliðar og legg mig heldur fram um að líta undir yfirborðið hjá þeim sem á vegi mínum verða í lífinu. Þannig kynnist ég betur þeirri raunverulegu persónu sem það hefur að geyma – enda er það nákvæmlega það sem ég óska að annað fólk reyni að gera þegar það mætir mér á lífsins vegi. Ég og þú höfum rétt á að trúa því sem við viljum og gera það sem við viljum innan viðurkenndra velsæmismarka án þess að þurfa að sæta niðurlægingu og fyrirlitningu af hálfu annarra sem gista með okkur hér á „Hótel Jörð”, eins og því miður oft er raunin. Þótt ég fagni sjálfur ekki fjölbreyttu og frjálsu kynlífi af persónulegum ástæðum, fagna ég almennum fjölbreytileika í öllu því fallega fólki sem byggir þetta land. Stundum þurfum við bara að vera sammála um að vera ósammála - láta ekki ólíkar skoðanir okkar skyggja á kærleika, virðingu og vináttu sem þarf að fá að ríkja í þessu fjölbreytta samfélagi sem við fögnum vonandi öll að fá að vera hluti af. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Skoðun Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Til að geta skipst á skoðunum í skoðanafrjálsu landi þurfa þær að vera fleiri en ein; þótt manni finnist stundum eins og aðeins ein ákveðin skoðun sé leyfileg í umræðunni. Allir þurfa að fá frið til að viðra mismunandi skoðanir og leyfa fólki að tileinka sér síðan þær sem það finnur samhljóm með. Það er löngu komið gott af því að fólk reyni að þröngva eigin skoðunum upp á aðra í nafni trúar eða tíðaranda, en aftur á móti finnst mér sjálfsagt og mikilvægt að allar hliðar málsins fái að heyrast. Ég vil að ólíkar manneskjur fái að tjá sínar persónulegu skoðanir frjálslega með friðsamlegum hætti, hversu gáfulegar sem fólki kann að finnast þær svo vera þegar upp er staðið.Talandi um skoðanir... ...finnst mér sjálfum ákveðin upphefð samkynhneigðar hafa farið smátt og smátt úr böndunum; regnboga-yfirlýsingar á almenningsvögnum, djarfir erótískir búningar og misvísandi skilaboð og tilvísanir í frjálst og ögrandi kynlíf í gleðigöngum finnast mér ekki eiga heima fyrir framan alla aldurshópa. Þetta er bara eitthvað sem stríðir gegn minni siðferðiskennd, þótt ég viti að mörgum finnist mín afstaða kannski úr takti við tíðarandann. En þó eru margir sem virðast skilja hvað ég á við. Ég get auðvitað ekki gert kröfur um að allir séu sammála – enda er það bara í góðu lagi. Mér finnst þó sjálfsagt að við fögnum því að samkynhneigðir njóti virðingar og sama réttar og aðrir þegar kemur að því að kjósa sér lífsstíl; án þess að utanaðkomandi þrýstihópar geri þeim lífið leitt. Mér hefur sjálfum aldrei fundist beint eðlilegt að tvær manneskjur af sama kyni njóti ásta og gangi í það heilaga. Fyrir mér er þetta eins og að reyna að hlaða I-Phone með Samsung hleðslusnúru. Þetta hefur bara einhvern veginn aldrei gengið upp í kollinum á mér. Frá læknisfræðilegu og líffræðilegu sjónarhorni er, eins og flestum er kunnugt, t.d. líkamlegt samband tveggja karlmanna ekki alls kostar upplagt af náttúrufræðilegum og „hönnunartengdum“ ástæðum. Ef ég skil rétt það sem heilbrigðisfulltrúar hafa skrifað, er samkynhneigt samband talsvert áhættusamara en samband tveggja aðila af sitt hvoru kyni, þar sem allt virðist „smella“ mun betur saman „verkfræðilega“. Þetta er auðvitað að vissu leyti áhyggjuefni, en eitthvað sem maður sjálfur og flestir aðrir hafa velt fyrir sér og því kannski engar brautryðjandi vangaveltur hér á ferð. Það hefur alltaf verið minn persónulegi skilningur að Biblían leggi ekki blessun sína yfir hjónabönd samkynhneigðra þótt að ýmsar kirkjudeildir hafi veitt sína opinberu blessun. Ég sjálfur er á þeirri skoðun að afstaða ritninganna til samkynhneigðar hafi ekki verið til þess fallin að niðurlægja, móðga eða fordæma einn né neinn, og þá síst samkynhneigða. Tilgangurinn frekar sá að vara fólk við þá alls óþekktum smitsjúkdómum, sem hafa því miður kostað allt of margar góðar manneskjur lífið. Þessi mál eru auðvitað afar umdeild, og skoðanirnar mýmargar á þessu eins og öðru.Að þessu sögðu... ...gefa mínar persónulegu skoðanir og vangaveltur mér engan rétt til þess að fyrirlíta, niðurlægja eða fordæma samkynhneigða einstaklinga eða vanvirða frelsi þeirra til að ábyrgjast eigið líf og gjörðir. Ég hef ekki rétt á að setja mig á háan hest og dæma aðra fyrir ólík lífsviðhorf - bara af því að þau eru ekki mín eigin. Það þýðir lítið fyrir mig að móðgast og fara í fýlu yfir því að fólk neiti að hugsa eins og ég. Fólk þarf ekkert leyfi frá mér til að taka ákvarðanir fyrir sitt eigið líf. Mér ber að virða rétt annarra til að hafa aðrar skoðanir en mínar eigin, og treysti um leið því að fólk virði minn rétt til að tjá mínar skoðanir; hversu fáránlegar sem fólki kann að finnast þær eða hversu ólíklegt það telur að þær eigi við rök að styðjast. Ég er svo sem ekki fullkominn og hef ekki endilega réttu svörin við öllu - hef auðvitað sjálfur haft rangt fyrir mér. Í bæði skiptin var ég.....nei, auðvitað hef ég oftar en einu sinni og oftar en tvisvar sinnum fundið mig knúinn til að skipta um skoðun eftir að hafa hlustað með opnum huga á góðan rökstuðning.Kristið fólk á ekki að dæma... ...og er það að mínu mati mesti misskilningur hjá mörgum sem kenna sig við kristna trú að þeir séu á einhvern hátt betri en aðrir; að þeir séu útvaldir af Guði til að dæma og draga fólk í dilka eftir syndum þeirra. Kristið fólk gerir Guði engan greiða með því að berja fólk í hausinn með Biblíunni fyrir að brjóta boðorð hennar. Samkvæmt Biblíunni sem ég þekki felur Guð þeim sem kenna sig við hann hins vegar það óeigingjarna og vandasama verkefni að elska náungann eins og sjálfa sig. Þarna mættu boðberar fagnaðarerindisins kannski spýta í lófana. Að dæma náungann var aldrei á verkefnalistanum sem fyrstu lærisveinarnir fengu í hendur forðum daga. Drottins fólk er heldur betur komið í dýrðarinnar skít ef það ætlar að setja sig á svo háan hest, að taka að sér dómgæslu himnaríkis! Samkvæmt ritningunni er bara einn dómari, og þarf hann ekki á okkar sjálfboðahjálp að halda.Skilyrðislaus ást... ...er ekki fólgin í því að fordæma eða fyrirlíta fólk vegna ágreinings um rétta hegðun. Slík hegðun er eitthvað sem á ekki rætur að rekja til kristilegs kærleika. Öllu heldur á slík sorgleg hegðun rætur að rekja í hrokafullt hjarta manneskju sem ekki skilur hvers konar skilyrðislausa ást frelsarinn þeirra Kristur, sýndi mannkyninu með krossdauða sínum. Hræsni er ekkert betri synd en aðrar. Frelsarinn hvatti okkur til að fjarlægja bjálkann úr eigin auga áður en við hæfumst handa við að draga flísar úr augum náungans. Það er góð hugmynd að breyta fyrst sjálfum sér til hins betra áður en maður fer að benda á mistök allra annarra. „Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum“, segir einnig í Biblíunni. Það væri þá tómur hroki af minni hálfu að telja mínar syndir eitthvað skárri en annarra. Ekki tel ég mig hafa efni á að kasta steinum í fólk; hvort sem það er samkynhneigt, Liverpool aðdáendur, fólk í „vitlausum“ þingflokki eða verjendur „vegan“ lífsstíls.Umræðan skiptir máli... ...og mér finnst að allir eigi að fá að viðra sínar persónulegu skoðanir á lífsins málum. Mér finnst gott að sjá allt bollu-úrvalið í bakarísborðinu, þótt ég kaupi þær ekki endilega allar. Ég vel bollurnar sem mér líst best á - skil síðan hinar sem mér líkar ekki eftir hjá bakaranum. Þannig finnst mér persónulega að allar skoðanir eigi að fá sitt pláss í umræðunni og þá auðvitað bæði skoðanir samkynhneigðra og annarra. Réttar skoðanir eða ekki... ...þá get ég aldrei gert kröfur um að fólk breyti sínum skoðunum eftir minni hentisemi og hef sjálfur ekki rétt á að þröngva mínum skoðunum upp á aðra. Þetta verður auðvitað að virka á báða vegu ef sanngirni á að vera í fyrirrúmi. Við þurfum nefnilega ekki öll að vera sammála um allt - bara vegna þess að eitthvað er löglegt eða samþykkt af einhverjum meirihluta. Það ríkir skoðanafrelsi í okkar landi. Við eigum að mega hafa og viðra alls kyns ólíkar skoðanir; svo lengi sem við látum ekki skoðanir okkar bera okkur út fyrir ramma laganna eða siðferðismörk. Ég á góða vini sem eru t.d. algjörlega á öndverðum meiði þegar kemur að trúmálum. En ólíkar skoðanir okkar koma þó ekki í veg fyrir það að kærleikur, virðing og vinátta nái að blómstra í samskiptum okkar. Við getum bara verið við sjálfir og þurfum ekki að breyta hvorum öðrum til að geta notið góðrar vináttu.Samkynhneigðar persónur eru frábærar... ...og það er mér einnig sönn ánægja að segja að samkynhneigðir einstaklingar hafa blessað líf mitt með vináttu sinni. Ég ber ómælda virðingu fyrir þeim og er þakklátur fyrir að mega njóta vináttu þeirra. Samkvæmt minni trú ber mér að elska náungann eins og sjálfan mig og gildir þá einu hvaða lífsskoðun fólk hefur. Þar af leiðandi freista ég þess að leggja alla fordóma til hliðar og legg mig heldur fram um að líta undir yfirborðið hjá þeim sem á vegi mínum verða í lífinu. Þannig kynnist ég betur þeirri raunverulegu persónu sem það hefur að geyma – enda er það nákvæmlega það sem ég óska að annað fólk reyni að gera þegar það mætir mér á lífsins vegi. Ég og þú höfum rétt á að trúa því sem við viljum og gera það sem við viljum innan viðurkenndra velsæmismarka án þess að þurfa að sæta niðurlægingu og fyrirlitningu af hálfu annarra sem gista með okkur hér á „Hótel Jörð”, eins og því miður oft er raunin. Þótt ég fagni sjálfur ekki fjölbreyttu og frjálsu kynlífi af persónulegum ástæðum, fagna ég almennum fjölbreytileika í öllu því fallega fólki sem byggir þetta land. Stundum þurfum við bara að vera sammála um að vera ósammála - láta ekki ólíkar skoðanir okkar skyggja á kærleika, virðingu og vináttu sem þarf að fá að ríkja í þessu fjölbreytta samfélagi sem við fögnum vonandi öll að fá að vera hluti af.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun