Íslenskur unglingur bjargaði slösuðum ferðamanni í Reykjadal Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. mars 2017 20:37 Ferðamenn við gönguleið upp að heitu laugunum í Reykjadal. Vísir/Pjetur Kanadískur ferðamaður brenndist alvarlega á fæti þegar hún fór ofan í heita laug í Reykjadal í febrúar síðastliðnum. Íslenskur unglingur, sem staddur var á svæðinu við björgunaræfingar, var á meðal þeirra sem komu henni í læknishendur. Nicole Rakowski, 24 ára kona frá borginni Hamilton í Kanada, kom hingað til lands ásamt tveimur vinkonum sínum. Þær hugðust verja síðasta degi ferðalagsins í Reykjadal en um klukkutíma tekur að ganga upp að heitum laugum sem orðnar eru mjög vinsælar meðal ferðamanna.Íslenskur unglingur og bandarískur slökkviliðsmaður komu til bjargarFjölmennt var á svæðinu þegar vinkonurnar bar að garði. Ekki er vitað nákvæmlega hvar í ánni óhappið átti sér stað en fullyrt er að fólk hafi setið og baðað sig rétt hjá slysstað. Rakowski steig af viðarpalli, sem lagður er meðfram heitu laugunum í Reykjadal, og ofan á moldarflag. Moldarflagið gaf sig undan þunganum og Rakowski sökk ofan í sjóðandi heitt vatn. „Ég fann strax að þetta var sjóðheitt,“ segir Rakowski um slysið. „Ég öskraði eins hátt og ég gat. Ég fann moldina sjóða á fótunum á mér en ég komst ekki upp úr“. Vinkonur hennar drógu hana upp á bakkann og hrópuðu á hjálp. Lee Ricasa, slökkviliðsmaður frá Kaliforníu, heyrði þær kalla og hóf björgunaraðgerðir. Hann, með aðstoð íslenskra og þýskra vegfarenda, bar Rakowski niður fjallið. Hún hafði þá misst meðvitund. Á leiðinni niður mættu þeir íslenskum unglingi, sem fyrir einskæra tilviljun var þar staddur við björgunaræfingar. Hann kallaði á hjálp í gegnum talstöð en vinkonum Rakowski hafði ekki tekist að ná sambandi við neyðarlínuna. Að sögn Rakowski liðu tveir og hálfur tími frá því að slysið átti sér stað og þangað til hún komst á sjúkrahús í Reykjavík.Segja svæðið illa merktRicasa, einn björgunarmannanna, segir viðvörunum á svæðinu ábótavant. Þær séu til staðar en að það sé enn fremur erfitt að átta sig á því hvar vatnið sé hættulega heitt. Rakowski segist ekki hafa séð nein skilti sem vöruðu hana við því að fara ofan í ána á þessum stað. Hún er þó þakklát fyrir skjót viðbrögð þeirra sem hjálpuðu henni og segir þá hafa bjargað lífi sínu. Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Kanadískur ferðamaður brenndist alvarlega á fæti þegar hún fór ofan í heita laug í Reykjadal í febrúar síðastliðnum. Íslenskur unglingur, sem staddur var á svæðinu við björgunaræfingar, var á meðal þeirra sem komu henni í læknishendur. Nicole Rakowski, 24 ára kona frá borginni Hamilton í Kanada, kom hingað til lands ásamt tveimur vinkonum sínum. Þær hugðust verja síðasta degi ferðalagsins í Reykjadal en um klukkutíma tekur að ganga upp að heitum laugum sem orðnar eru mjög vinsælar meðal ferðamanna.Íslenskur unglingur og bandarískur slökkviliðsmaður komu til bjargarFjölmennt var á svæðinu þegar vinkonurnar bar að garði. Ekki er vitað nákvæmlega hvar í ánni óhappið átti sér stað en fullyrt er að fólk hafi setið og baðað sig rétt hjá slysstað. Rakowski steig af viðarpalli, sem lagður er meðfram heitu laugunum í Reykjadal, og ofan á moldarflag. Moldarflagið gaf sig undan þunganum og Rakowski sökk ofan í sjóðandi heitt vatn. „Ég fann strax að þetta var sjóðheitt,“ segir Rakowski um slysið. „Ég öskraði eins hátt og ég gat. Ég fann moldina sjóða á fótunum á mér en ég komst ekki upp úr“. Vinkonur hennar drógu hana upp á bakkann og hrópuðu á hjálp. Lee Ricasa, slökkviliðsmaður frá Kaliforníu, heyrði þær kalla og hóf björgunaraðgerðir. Hann, með aðstoð íslenskra og þýskra vegfarenda, bar Rakowski niður fjallið. Hún hafði þá misst meðvitund. Á leiðinni niður mættu þeir íslenskum unglingi, sem fyrir einskæra tilviljun var þar staddur við björgunaræfingar. Hann kallaði á hjálp í gegnum talstöð en vinkonum Rakowski hafði ekki tekist að ná sambandi við neyðarlínuna. Að sögn Rakowski liðu tveir og hálfur tími frá því að slysið átti sér stað og þangað til hún komst á sjúkrahús í Reykjavík.Segja svæðið illa merktRicasa, einn björgunarmannanna, segir viðvörunum á svæðinu ábótavant. Þær séu til staðar en að það sé enn fremur erfitt að átta sig á því hvar vatnið sé hættulega heitt. Rakowski segist ekki hafa séð nein skilti sem vöruðu hana við því að fara ofan í ána á þessum stað. Hún er þó þakklát fyrir skjót viðbrögð þeirra sem hjálpuðu henni og segir þá hafa bjargað lífi sínu.
Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira