Leit af tengdasyninum með standpínuna eitt augnablik og dóttirin varð ólétt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. febrúar 2017 12:00 Það er óhætt að segja að glatt hafi verið á hjalla hjá þeim Íslendingum sem lögðu leið sína til Frakklands síðastliðið sumar og fylgdust með strákunum okkar í eldlínunni á EM í sumar. Fáir voru pressari en parið Hafdís Kristinsdóttir og Jón Friðrik Sigurðarson. Parið varð á vegi fréttateymis Vísis sem hafði fyrir sið að heilsa upp á stuðningsmenn í beinni útsendingu fyrir og eftir hvern einasta leik strákanna okkar og taka púlsinn. Í þetta skiptið var um lokaleikinn í riðlinum að ræða, gegn Austurríki, þar sem okkar menn voru í bullandi séns að komast í sextán liða úrslit með hagstæðum úrslitum.Alltaf með standpínu Hafdís og Jón Friðrik voru stödd fyrir utan Rauðu Mylluna í París ásamt mörg hundruð stuðningsmönnum Íslands þar sem sólin skein og Víkingaklöpp dunuðu. Undirritaður tók púlsinn á Hafdísi, Jóni Friðriki og Kristínu Höllu, móður Hafdísar, en óhætt er að segja að svör Jóns Friðriks hafi vakið mikla athygli þegar hann var spurður að því hvernig væri að vera staddur í Frakklandi með sínum uppáhaldskonum. „Maður er bara eiginlega alltaf með standpínu,“ sagði Jón Friðrik og er óhætt að segja að hann hafi sett fréttamann, unnustu sína og tengdamóður út af laginu með tilsvari sínu. Fótboltamiðilinn 433.is skrifaði frétt um þessa uppákomu á sínum tíma sem vakti mikla athygli. Svo mikla að nú níu mánuðum síðar rifjar Hafdís upp fréttina af því tilefni að óðum styttist í að þau Jón Friðrik eignist barn.„Þvílík tilviljun að það sé um það bil fullur meðgöngutími síðan Jón sagði í beinni útsendingu frá Frakklandi með tengdamömmu sina sér við hlið að hann væri nú alltaf með standpínu. Þarna er klár viðvörunarbjalla sem ég hunsaði og ligg nú afvelta með belginn upp í loft og bíð þess að fá afraksturinn í hendurnar,“ sagði Hafdís í færslu á Facebook. Hún hefur augljóslega mikinn húmor fyrir uppákomunni líkt og Jón sem er reglulega minntur á viðtalið af vinum sínum og vinnufélögum. Kristín Halla lætur ekkert slá sig útaf laginu og grípur boltann á lofti: „Ég skil þetta ekki, fór með tl Parísar og við gistum í sama herbergi og Dísa. Ég vildi passa upp á að ekkert ósiðlegt væri í gangi, þau eru sko ekki gift. En ég vaknaði á undan þeim og fór í göngutúr, treysti á að þau væru þreytt og svæfu áfram. Sennilega vanhugsað hjá mér. En samt sem áður þá er þessi þungun velkomin og gleðileg.“ Hafdís er sett þann 11. apríl og segist í samtali við Vísi vera orðin vön ýmsu með honum Jóni Friðriki sínum. Rétt er að taka fram að Hafdís var gallhörð að Ísland hefði betur gegn Austurríki og færi áfram sem svo sannarlega varð raunin.Að neðan má sjá viðtölin við stuðningsmennina 22. júní síðastliðið sumar en fjölskyldan hressa er í spjalli eftir um fjórar mínútur. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Fleiri fréttir Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Sjá meira
Það er óhætt að segja að glatt hafi verið á hjalla hjá þeim Íslendingum sem lögðu leið sína til Frakklands síðastliðið sumar og fylgdust með strákunum okkar í eldlínunni á EM í sumar. Fáir voru pressari en parið Hafdís Kristinsdóttir og Jón Friðrik Sigurðarson. Parið varð á vegi fréttateymis Vísis sem hafði fyrir sið að heilsa upp á stuðningsmenn í beinni útsendingu fyrir og eftir hvern einasta leik strákanna okkar og taka púlsinn. Í þetta skiptið var um lokaleikinn í riðlinum að ræða, gegn Austurríki, þar sem okkar menn voru í bullandi séns að komast í sextán liða úrslit með hagstæðum úrslitum.Alltaf með standpínu Hafdís og Jón Friðrik voru stödd fyrir utan Rauðu Mylluna í París ásamt mörg hundruð stuðningsmönnum Íslands þar sem sólin skein og Víkingaklöpp dunuðu. Undirritaður tók púlsinn á Hafdísi, Jóni Friðriki og Kristínu Höllu, móður Hafdísar, en óhætt er að segja að svör Jóns Friðriks hafi vakið mikla athygli þegar hann var spurður að því hvernig væri að vera staddur í Frakklandi með sínum uppáhaldskonum. „Maður er bara eiginlega alltaf með standpínu,“ sagði Jón Friðrik og er óhætt að segja að hann hafi sett fréttamann, unnustu sína og tengdamóður út af laginu með tilsvari sínu. Fótboltamiðilinn 433.is skrifaði frétt um þessa uppákomu á sínum tíma sem vakti mikla athygli. Svo mikla að nú níu mánuðum síðar rifjar Hafdís upp fréttina af því tilefni að óðum styttist í að þau Jón Friðrik eignist barn.„Þvílík tilviljun að það sé um það bil fullur meðgöngutími síðan Jón sagði í beinni útsendingu frá Frakklandi með tengdamömmu sina sér við hlið að hann væri nú alltaf með standpínu. Þarna er klár viðvörunarbjalla sem ég hunsaði og ligg nú afvelta með belginn upp í loft og bíð þess að fá afraksturinn í hendurnar,“ sagði Hafdís í færslu á Facebook. Hún hefur augljóslega mikinn húmor fyrir uppákomunni líkt og Jón sem er reglulega minntur á viðtalið af vinum sínum og vinnufélögum. Kristín Halla lætur ekkert slá sig útaf laginu og grípur boltann á lofti: „Ég skil þetta ekki, fór með tl Parísar og við gistum í sama herbergi og Dísa. Ég vildi passa upp á að ekkert ósiðlegt væri í gangi, þau eru sko ekki gift. En ég vaknaði á undan þeim og fór í göngutúr, treysti á að þau væru þreytt og svæfu áfram. Sennilega vanhugsað hjá mér. En samt sem áður þá er þessi þungun velkomin og gleðileg.“ Hafdís er sett þann 11. apríl og segist í samtali við Vísi vera orðin vön ýmsu með honum Jóni Friðriki sínum. Rétt er að taka fram að Hafdís var gallhörð að Ísland hefði betur gegn Austurríki og færi áfram sem svo sannarlega varð raunin.Að neðan má sjá viðtölin við stuðningsmennina 22. júní síðastliðið sumar en fjölskyldan hressa er í spjalli eftir um fjórar mínútur.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Fleiri fréttir Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Sjá meira