Munu verjast skaðabótakröfu verslunarstjórans Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. mars 2017 11:28 Skúli Gunnar Sigfússon, eigandi Subway á Íslandi sem rekur 23 staði á Íslandi. Vísir/Anton Brink Guðmundur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Subway á Íslandi, segir að eftir að fyrirtækið hafi farið yfir ákveðin gögn hafi verið dregin sú ályktun að verslunarstjóri Subway í Vestmannaeyjum hefði gerst brotleg við lög. „Við leggjum þau gögn fyrir lögreglu og óskum eftir því að hún rannsaki það mál betur. Niðurstaðan er sú að grunurinn er nógu sterkur að lögregla ákveður að ákæra í málinu,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Verslunarstjórinn fyrrverandi var í Héraðsdómi Suðurlands í síðustu viku sýknuð af ákæru lögreglustjórans í Vestmannaeyjum fyrir fjárdrátt. Hún var sökuð um að hafa tekið fé úr peningakassa veitingastaðarins, um 11 þúsund krónur, auk þess að hafa í leyfisleysi gefið eiginmanni sínum Subway bát og glas af gosi. Var farið fram á að konan endurgreiddi upphæðina, 12.589 krónur, auk dráttarvaxta en málið kom upp í mars 2015. Var konunni sagt upp störfum í framhaldinu og málið fór á borð lörgeglu. Konan bar því við að hafa með leyfi gæðastjóra fyrirtækisins gefið manni sínum að borða en hann hafi í fleiri en eitt skipti aðstoðað við viðgerð á tækjabúnaði veitingastaðarins. Vitni staðfestu það og eitt varð vitni að því þegar gæðastjóri sagði í lagi að launa manninum greiðan með veitingum. Gæðastjórinn sagðist fyrir dómi ekki minnast þess en útilokaði það þó ekki. Varðandi peningana sem áttu að hafa horfið úr peningakassanum sagðist konan hafa þurft að eyða sölufærslum úr kassanum þar sem hann átti það til að frjósa. Það hefði tafið fyrir allri afgreiðslu og lausnin verið sú að eyða færslunni til að geta opnað kassann og haldið afgreiðslu áfram. Samstarfsfólk staðfesti fyrir dómi að kassinn hefði átt það til að frjósa. Í gangi er skaðabótamál konunnar á hendur Subway sem krefst 2,3 milljóna króna í bætur en fjallað var um kröfuna á Vísi í morgun. Guðmundur segir Subway munu taka til varnar í málinu sem sé einsdæmi hjá Subway á Íslandi, í það minnsta þau tvö ár sem hann hafi starfað hjá Subway. Hann kannist ekki við önnur sambærileg mál frá fyrri tíð. Allur kostnaður vegna málsins féll á íslenska ríkið, tæplega ein milljón króna. Tengdar fréttir Konan sem sýknuð var af ásökunum um fjárdrátt á Subway vill 2,3 milljónir í bætur Sökuð um að gefa manni sínum 12 tommu bát. 31. mars 2017 10:49 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Guðmundur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Subway á Íslandi, segir að eftir að fyrirtækið hafi farið yfir ákveðin gögn hafi verið dregin sú ályktun að verslunarstjóri Subway í Vestmannaeyjum hefði gerst brotleg við lög. „Við leggjum þau gögn fyrir lögreglu og óskum eftir því að hún rannsaki það mál betur. Niðurstaðan er sú að grunurinn er nógu sterkur að lögregla ákveður að ákæra í málinu,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Verslunarstjórinn fyrrverandi var í Héraðsdómi Suðurlands í síðustu viku sýknuð af ákæru lögreglustjórans í Vestmannaeyjum fyrir fjárdrátt. Hún var sökuð um að hafa tekið fé úr peningakassa veitingastaðarins, um 11 þúsund krónur, auk þess að hafa í leyfisleysi gefið eiginmanni sínum Subway bát og glas af gosi. Var farið fram á að konan endurgreiddi upphæðina, 12.589 krónur, auk dráttarvaxta en málið kom upp í mars 2015. Var konunni sagt upp störfum í framhaldinu og málið fór á borð lörgeglu. Konan bar því við að hafa með leyfi gæðastjóra fyrirtækisins gefið manni sínum að borða en hann hafi í fleiri en eitt skipti aðstoðað við viðgerð á tækjabúnaði veitingastaðarins. Vitni staðfestu það og eitt varð vitni að því þegar gæðastjóri sagði í lagi að launa manninum greiðan með veitingum. Gæðastjórinn sagðist fyrir dómi ekki minnast þess en útilokaði það þó ekki. Varðandi peningana sem áttu að hafa horfið úr peningakassanum sagðist konan hafa þurft að eyða sölufærslum úr kassanum þar sem hann átti það til að frjósa. Það hefði tafið fyrir allri afgreiðslu og lausnin verið sú að eyða færslunni til að geta opnað kassann og haldið afgreiðslu áfram. Samstarfsfólk staðfesti fyrir dómi að kassinn hefði átt það til að frjósa. Í gangi er skaðabótamál konunnar á hendur Subway sem krefst 2,3 milljóna króna í bætur en fjallað var um kröfuna á Vísi í morgun. Guðmundur segir Subway munu taka til varnar í málinu sem sé einsdæmi hjá Subway á Íslandi, í það minnsta þau tvö ár sem hann hafi starfað hjá Subway. Hann kannist ekki við önnur sambærileg mál frá fyrri tíð. Allur kostnaður vegna málsins féll á íslenska ríkið, tæplega ein milljón króna.
Tengdar fréttir Konan sem sýknuð var af ásökunum um fjárdrátt á Subway vill 2,3 milljónir í bætur Sökuð um að gefa manni sínum 12 tommu bát. 31. mars 2017 10:49 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Konan sem sýknuð var af ásökunum um fjárdrátt á Subway vill 2,3 milljónir í bætur Sökuð um að gefa manni sínum 12 tommu bát. 31. mars 2017 10:49