Verða ekki skráðar foreldrar drengs sem alinn var af staðgöngumóður Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. mars 2017 08:41 Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur. vísir/gva Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í mars í fyrra þess efnis að tvær íslenskar konur sem eignuðust barn með aðstoð erlendrar staðgöngumóður fái ekki að vera skráðar foreldrar barnsins. Forsaga málsins er sú að konurnar, sem þá voru í hjúskap, leituðu til stofnunar í Kaliforníu í Bandaríkjunum sem hafði milligöngu um að finna staðgöngumóður fyrir þær. Konurnar undirrituðu samning þess efnis og gekkst staðgöngumóðirin undir tæknifrjóvgun en til þess voru notuð sæði og egg úr nafnlausum gjöfum. Staðgöngumóðirin ól svo dreng í febrúar 2013 en með úrskurði dómstóls í Kaliforníu var kveðið á um að staðgöngumóðirin væri hvorki erfðafræðileg né lagaleg móðir barnsins heldur væru íslensku konurnar tvær einu lögmætu og fyrirhuguðu foreldrar þess. Í samræmi við það var gefið út fæðingarvottorð þar sem önnur konan var skráð faðir barnsins og hin móðir þess. Þegar þær komu svo til Íslands sendu þær beiðni til Þjóðskrár Íslands um að skrá drenginn í þjóðskrá. Beiðninni fylgdi frumrit af fæðingarvottorði og var hún móttekin þann 4. apríl 2013. „Þegar óskað var eftir að lögð yrðu fram frekari gögn því til sönnunar að B hefði alið barnið var upplýst að staðgöngumóðir hafi gengið með barnið og fætt það. Með bréfi Þjóðskrár Íslands til A og B 18. júní sama ár var beiðni þeirra hafnað. Í bréfinu sagði meðal annars: „Fyrir liggur að drengurinn [C] fæddist í Bandaríkjunum af staðgöngumóður. Þar af leiðandi geta ákvæði íslenskra barnalaga um feðrun og móðerni ekki átt við og hefur því ekki stofnast sjálfkrafa réttur til handa barninu til íslensks ríkisfangs samkvæmt lögum um íslenskan ríkisborgararétt.“ Þessari ákvörðun stefnda var skotið til innanríkisráðuneytisins sem staðfesti hana með úrskurði 27. mars 2014,“ eins og segir í dómi Hæstaréttar. Konurnar kröfðust þess fyrir dómstólum að úrskurður innanríkisráðuneytisins yrði ógiltur en ekki var fallist á það af dómnum. Nú hefur Hæstiréttur staðfest þann dóm eins og áður meðal annars á grundvelli þess að staðgöngumæðrun er bönnuð hér á landi. Drengurinn verður því ekki skráður sem sonur þeirra í Þjóðskrá en konurnar sóttu á sínum tíma um að ættleiða hann. Umsókn þeirra féll síðan niður þegar þær skildur en þá var gerður nýr fóstursamningur við aðra konuna og hefur hin konan jafnan rétt til umgengni við drenginn. Dóm Hæstaréttar má sjá í heild sinni hér. Tengdar fréttir Íslenskt par fann staðgöngumóður í Idaho og eignaðist tvíbura Greiddu á annan tug milljóna króna. 28. desember 2016 14:45 Fá ekki að vera foreldrar drengs sem alinn var af staðgöngumóður Tvær konur eignuðust barn saman með aðstoð staðgöngumóður. Kröfu þeirra um að verða foreldrar drengsins var hafnað í héraðsdómi. 2. mars 2016 23:26 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tilkynning vegna skammbyssu sem reyndist vera loftbyssa Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í mars í fyrra þess efnis að tvær íslenskar konur sem eignuðust barn með aðstoð erlendrar staðgöngumóður fái ekki að vera skráðar foreldrar barnsins. Forsaga málsins er sú að konurnar, sem þá voru í hjúskap, leituðu til stofnunar í Kaliforníu í Bandaríkjunum sem hafði milligöngu um að finna staðgöngumóður fyrir þær. Konurnar undirrituðu samning þess efnis og gekkst staðgöngumóðirin undir tæknifrjóvgun en til þess voru notuð sæði og egg úr nafnlausum gjöfum. Staðgöngumóðirin ól svo dreng í febrúar 2013 en með úrskurði dómstóls í Kaliforníu var kveðið á um að staðgöngumóðirin væri hvorki erfðafræðileg né lagaleg móðir barnsins heldur væru íslensku konurnar tvær einu lögmætu og fyrirhuguðu foreldrar þess. Í samræmi við það var gefið út fæðingarvottorð þar sem önnur konan var skráð faðir barnsins og hin móðir þess. Þegar þær komu svo til Íslands sendu þær beiðni til Þjóðskrár Íslands um að skrá drenginn í þjóðskrá. Beiðninni fylgdi frumrit af fæðingarvottorði og var hún móttekin þann 4. apríl 2013. „Þegar óskað var eftir að lögð yrðu fram frekari gögn því til sönnunar að B hefði alið barnið var upplýst að staðgöngumóðir hafi gengið með barnið og fætt það. Með bréfi Þjóðskrár Íslands til A og B 18. júní sama ár var beiðni þeirra hafnað. Í bréfinu sagði meðal annars: „Fyrir liggur að drengurinn [C] fæddist í Bandaríkjunum af staðgöngumóður. Þar af leiðandi geta ákvæði íslenskra barnalaga um feðrun og móðerni ekki átt við og hefur því ekki stofnast sjálfkrafa réttur til handa barninu til íslensks ríkisfangs samkvæmt lögum um íslenskan ríkisborgararétt.“ Þessari ákvörðun stefnda var skotið til innanríkisráðuneytisins sem staðfesti hana með úrskurði 27. mars 2014,“ eins og segir í dómi Hæstaréttar. Konurnar kröfðust þess fyrir dómstólum að úrskurður innanríkisráðuneytisins yrði ógiltur en ekki var fallist á það af dómnum. Nú hefur Hæstiréttur staðfest þann dóm eins og áður meðal annars á grundvelli þess að staðgöngumæðrun er bönnuð hér á landi. Drengurinn verður því ekki skráður sem sonur þeirra í Þjóðskrá en konurnar sóttu á sínum tíma um að ættleiða hann. Umsókn þeirra féll síðan niður þegar þær skildur en þá var gerður nýr fóstursamningur við aðra konuna og hefur hin konan jafnan rétt til umgengni við drenginn. Dóm Hæstaréttar má sjá í heild sinni hér.
Tengdar fréttir Íslenskt par fann staðgöngumóður í Idaho og eignaðist tvíbura Greiddu á annan tug milljóna króna. 28. desember 2016 14:45 Fá ekki að vera foreldrar drengs sem alinn var af staðgöngumóður Tvær konur eignuðust barn saman með aðstoð staðgöngumóður. Kröfu þeirra um að verða foreldrar drengsins var hafnað í héraðsdómi. 2. mars 2016 23:26 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tilkynning vegna skammbyssu sem reyndist vera loftbyssa Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs Sjá meira
Íslenskt par fann staðgöngumóður í Idaho og eignaðist tvíbura Greiddu á annan tug milljóna króna. 28. desember 2016 14:45
Fá ekki að vera foreldrar drengs sem alinn var af staðgöngumóður Tvær konur eignuðust barn saman með aðstoð staðgöngumóður. Kröfu þeirra um að verða foreldrar drengsins var hafnað í héraðsdómi. 2. mars 2016 23:26