Innlent

Halldór Sanne telur sig hafðan fyrir rangri sök

Sveinn Arnarsson skrifar
Steinbergur Finnbogason, lögmaður Halldórs Sanne
Steinbergur Finnbogason, lögmaður Halldórs Sanne
Halldór Viðar Sanne, dæmdur fjársvikari, segist beittur órétti og röngum sakargiftum. Hann situr í gæsluvarðhaldi grunaður um milljónasvik með því að hafa fé af fólki á leigumarkaði.

„Umbjóðandi minn telur sig borinn röngum sökum og hefur í yfirheyrslum tjáð lögreglu að hann sé saklaus,“ segir lögmaður hans Steinbergur Finnbogason.

„Gæsluvarðhaldsúrskurður hefur verið kærður til Hæstaréttar,“ segir Steinbergur enn fremur.

Fjöldi aðila hefur á síðustu vikum lagt inn kærur til lögreglu þar sem þeir telja sig svikna af Halldóri Sanne. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sagði við Fréttablaðið í gær að kærur væru enn að berast lögreglu og því ekki vitað með vissu hversu margar kærurnar yrðu í heildina. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×