Þungt hljóð innan SAF vegna skattabreytinga Jóhann Óli Eiðsson skrifar 31. mars 2017 06:00 Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Eldingar, Ívar Ingimarsson, framkvæmdastjóri Óseyrar, Ásberg Jónsson, stofnandi Nordic Visitor, og Hallgrímur Lárusson hjá Snæland Grímsson fluttu framsögur á fundinum. vísir/eyþór „Áform um frekari uppbyggingu verða í uppnámi og samkeppnisstaða mun skekkjast enn frekar. Uppbygging sem nú er hafin mun algjörlega stöðvast á jaðarsvæðunum,“ segir Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF). Samtökin blésu til félagsfundar með stuttum fyrirvara í gær vegna boðaðra breytinga á virðisaukaskatti. Ríflega hundrað manns mættu á fundinn og var hljóðið í fundarmönnum þungt. Á ársfundi Samtaka atvinnulífsins á miðvikudag boðaði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra lækkun á efra þrepi virðisaukaskattsins. Þá yrði ferðaþjónustan færð úr neðra skattþrepi yfir í það efra. Sem stendur er neðra þrepið ellefu prósent en eftir breytingu verður hið efra 22 prósent. Fyrirhugað er að breytingin taki gildi um mitt ár 2018.Grímur Sæmundsen, formaður SAFvísir/eyþór„Við mótmælum þessum fordæmalausu áformum sem gjörbreyta rekstrarumhverfi ferðaþjónustufyrirtækja,“ segir Grímur. Í máli hans kom fram að hann og Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF, hefðu verið boðuð á fund þar sem þeim voru kynnt áformin. Ekkert samráð hafi verið haft við samtökin og Stjórnstöð ferðamála hafi verið sniðgengin við ákvörðunina. „Við Helga náðum að kreista það fram að reiknimeistarar fjármálaráðuneytisins horfa til þess að ná 16 til 20 nýjum milljörðum af greininni með þessum áformum þegar þau eru að fullu komin til framkvæmda. Þetta kemur til viðbótar þeim 90 milljörðum sem greinin skilar í skatta og gjöld á þessu ári,“ segir Grímur. Hann benti á að ekki væri línulegt samhengi milli aukins fjölda ferðamanna og afkomu greinarinnar. Afkoma fyrirtækja hafi verið verri árið 2016 en árið 2015 þrátt fyrir fjölgun ferðamanna. Breytingin komi verst niður á litlum og meðalstórum fyrirtækjum en þau horfi fram á þrot eða niðurskurð verði áformin að veruleika. „Við munum ekki taka því þegjandi að ríkisstjórnin klúðri því tækifæri sem við höfum skapað og hefur bjargað þessari þjóð frá efnahagshruni,“ segir Grímur. „Í stað þess að taka á svartri atvinnustarfsemi eru álögur auknar á okkur sem erum með hlutina í lagi,“ segir Rannveig Grétarsdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri Hvalaskoðunar Reykjavíkur. Hún merki nú þegar færri bókanir og styttri ferðir. „Ferðaþjónustufyrirtæki úti kvarta yfir óstöðugleika því við þurfum sífellt að senda út nýja verðlista vegna breytinga á lögum, kjarasamningum og genginu.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Frans páfi er látinn Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
„Áform um frekari uppbyggingu verða í uppnámi og samkeppnisstaða mun skekkjast enn frekar. Uppbygging sem nú er hafin mun algjörlega stöðvast á jaðarsvæðunum,“ segir Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF). Samtökin blésu til félagsfundar með stuttum fyrirvara í gær vegna boðaðra breytinga á virðisaukaskatti. Ríflega hundrað manns mættu á fundinn og var hljóðið í fundarmönnum þungt. Á ársfundi Samtaka atvinnulífsins á miðvikudag boðaði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra lækkun á efra þrepi virðisaukaskattsins. Þá yrði ferðaþjónustan færð úr neðra skattþrepi yfir í það efra. Sem stendur er neðra þrepið ellefu prósent en eftir breytingu verður hið efra 22 prósent. Fyrirhugað er að breytingin taki gildi um mitt ár 2018.Grímur Sæmundsen, formaður SAFvísir/eyþór„Við mótmælum þessum fordæmalausu áformum sem gjörbreyta rekstrarumhverfi ferðaþjónustufyrirtækja,“ segir Grímur. Í máli hans kom fram að hann og Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF, hefðu verið boðuð á fund þar sem þeim voru kynnt áformin. Ekkert samráð hafi verið haft við samtökin og Stjórnstöð ferðamála hafi verið sniðgengin við ákvörðunina. „Við Helga náðum að kreista það fram að reiknimeistarar fjármálaráðuneytisins horfa til þess að ná 16 til 20 nýjum milljörðum af greininni með þessum áformum þegar þau eru að fullu komin til framkvæmda. Þetta kemur til viðbótar þeim 90 milljörðum sem greinin skilar í skatta og gjöld á þessu ári,“ segir Grímur. Hann benti á að ekki væri línulegt samhengi milli aukins fjölda ferðamanna og afkomu greinarinnar. Afkoma fyrirtækja hafi verið verri árið 2016 en árið 2015 þrátt fyrir fjölgun ferðamanna. Breytingin komi verst niður á litlum og meðalstórum fyrirtækjum en þau horfi fram á þrot eða niðurskurð verði áformin að veruleika. „Við munum ekki taka því þegjandi að ríkisstjórnin klúðri því tækifæri sem við höfum skapað og hefur bjargað þessari þjóð frá efnahagshruni,“ segir Grímur. „Í stað þess að taka á svartri atvinnustarfsemi eru álögur auknar á okkur sem erum með hlutina í lagi,“ segir Rannveig Grétarsdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri Hvalaskoðunar Reykjavíkur. Hún merki nú þegar færri bókanir og styttri ferðir. „Ferðaþjónustufyrirtæki úti kvarta yfir óstöðugleika því við þurfum sífellt að senda út nýja verðlista vegna breytinga á lögum, kjarasamningum og genginu.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Frans páfi er látinn Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira