Þungt hljóð innan SAF vegna skattabreytinga Jóhann Óli Eiðsson skrifar 31. mars 2017 06:00 Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Eldingar, Ívar Ingimarsson, framkvæmdastjóri Óseyrar, Ásberg Jónsson, stofnandi Nordic Visitor, og Hallgrímur Lárusson hjá Snæland Grímsson fluttu framsögur á fundinum. vísir/eyþór „Áform um frekari uppbyggingu verða í uppnámi og samkeppnisstaða mun skekkjast enn frekar. Uppbygging sem nú er hafin mun algjörlega stöðvast á jaðarsvæðunum,“ segir Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF). Samtökin blésu til félagsfundar með stuttum fyrirvara í gær vegna boðaðra breytinga á virðisaukaskatti. Ríflega hundrað manns mættu á fundinn og var hljóðið í fundarmönnum þungt. Á ársfundi Samtaka atvinnulífsins á miðvikudag boðaði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra lækkun á efra þrepi virðisaukaskattsins. Þá yrði ferðaþjónustan færð úr neðra skattþrepi yfir í það efra. Sem stendur er neðra þrepið ellefu prósent en eftir breytingu verður hið efra 22 prósent. Fyrirhugað er að breytingin taki gildi um mitt ár 2018.Grímur Sæmundsen, formaður SAFvísir/eyþór„Við mótmælum þessum fordæmalausu áformum sem gjörbreyta rekstrarumhverfi ferðaþjónustufyrirtækja,“ segir Grímur. Í máli hans kom fram að hann og Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF, hefðu verið boðuð á fund þar sem þeim voru kynnt áformin. Ekkert samráð hafi verið haft við samtökin og Stjórnstöð ferðamála hafi verið sniðgengin við ákvörðunina. „Við Helga náðum að kreista það fram að reiknimeistarar fjármálaráðuneytisins horfa til þess að ná 16 til 20 nýjum milljörðum af greininni með þessum áformum þegar þau eru að fullu komin til framkvæmda. Þetta kemur til viðbótar þeim 90 milljörðum sem greinin skilar í skatta og gjöld á þessu ári,“ segir Grímur. Hann benti á að ekki væri línulegt samhengi milli aukins fjölda ferðamanna og afkomu greinarinnar. Afkoma fyrirtækja hafi verið verri árið 2016 en árið 2015 þrátt fyrir fjölgun ferðamanna. Breytingin komi verst niður á litlum og meðalstórum fyrirtækjum en þau horfi fram á þrot eða niðurskurð verði áformin að veruleika. „Við munum ekki taka því þegjandi að ríkisstjórnin klúðri því tækifæri sem við höfum skapað og hefur bjargað þessari þjóð frá efnahagshruni,“ segir Grímur. „Í stað þess að taka á svartri atvinnustarfsemi eru álögur auknar á okkur sem erum með hlutina í lagi,“ segir Rannveig Grétarsdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri Hvalaskoðunar Reykjavíkur. Hún merki nú þegar færri bókanir og styttri ferðir. „Ferðaþjónustufyrirtæki úti kvarta yfir óstöðugleika því við þurfum sífellt að senda út nýja verðlista vegna breytinga á lögum, kjarasamningum og genginu.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Innlent Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Innlent Útilokar ekki frekari aðgerðir Innlent „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Erlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent Ekki boðlegt að tré storki örlögum fólks á landsbyggðinni Innlent Fleiri fréttir Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Býður sig fram til formanns Siðmenntar Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Útilokar ekki frekari aðgerðir Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Leynd yfir meirihlutaþreifingum í Reykjavík og upphitun fyrir ofurskálina Kannast ekki við að Samfylkingin hafi hótað slitum í umtöluðu fundarhléi Alþjóðasamfélagið þurfi að venjast nýrri taktík Trump Vara við hættu á skriðum og grjóthruni á Vestfjörðum Ekki boðlegt að tré storki örlögum fólks á landsbyggðinni Einar segir Samfylkinguna hafa hótað meirihlutaslitum þremur dögum fyrr Hamagangur á þinginu hindri aðkomu Flokks fólksins að viðræðum Borgarstjóri tjáir sig um ákvörðunina Segist mjög ánægður og ekki hafa misreiknað sig Einar segir allt hafa verið stopp í borginni Útspil Flokks fólksins hafi komið „nokkuð á óvart“ Einar Þorsteins og Guðrún Hafsteins í Sprengisandi Rafmagnslaust í þremur götum í Fellahverfi Sex í fangaklefa í nótt Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Sjá meira
„Áform um frekari uppbyggingu verða í uppnámi og samkeppnisstaða mun skekkjast enn frekar. Uppbygging sem nú er hafin mun algjörlega stöðvast á jaðarsvæðunum,“ segir Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF). Samtökin blésu til félagsfundar með stuttum fyrirvara í gær vegna boðaðra breytinga á virðisaukaskatti. Ríflega hundrað manns mættu á fundinn og var hljóðið í fundarmönnum þungt. Á ársfundi Samtaka atvinnulífsins á miðvikudag boðaði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra lækkun á efra þrepi virðisaukaskattsins. Þá yrði ferðaþjónustan færð úr neðra skattþrepi yfir í það efra. Sem stendur er neðra þrepið ellefu prósent en eftir breytingu verður hið efra 22 prósent. Fyrirhugað er að breytingin taki gildi um mitt ár 2018.Grímur Sæmundsen, formaður SAFvísir/eyþór„Við mótmælum þessum fordæmalausu áformum sem gjörbreyta rekstrarumhverfi ferðaþjónustufyrirtækja,“ segir Grímur. Í máli hans kom fram að hann og Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF, hefðu verið boðuð á fund þar sem þeim voru kynnt áformin. Ekkert samráð hafi verið haft við samtökin og Stjórnstöð ferðamála hafi verið sniðgengin við ákvörðunina. „Við Helga náðum að kreista það fram að reiknimeistarar fjármálaráðuneytisins horfa til þess að ná 16 til 20 nýjum milljörðum af greininni með þessum áformum þegar þau eru að fullu komin til framkvæmda. Þetta kemur til viðbótar þeim 90 milljörðum sem greinin skilar í skatta og gjöld á þessu ári,“ segir Grímur. Hann benti á að ekki væri línulegt samhengi milli aukins fjölda ferðamanna og afkomu greinarinnar. Afkoma fyrirtækja hafi verið verri árið 2016 en árið 2015 þrátt fyrir fjölgun ferðamanna. Breytingin komi verst niður á litlum og meðalstórum fyrirtækjum en þau horfi fram á þrot eða niðurskurð verði áformin að veruleika. „Við munum ekki taka því þegjandi að ríkisstjórnin klúðri því tækifæri sem við höfum skapað og hefur bjargað þessari þjóð frá efnahagshruni,“ segir Grímur. „Í stað þess að taka á svartri atvinnustarfsemi eru álögur auknar á okkur sem erum með hlutina í lagi,“ segir Rannveig Grétarsdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri Hvalaskoðunar Reykjavíkur. Hún merki nú þegar færri bókanir og styttri ferðir. „Ferðaþjónustufyrirtæki úti kvarta yfir óstöðugleika því við þurfum sífellt að senda út nýja verðlista vegna breytinga á lögum, kjarasamningum og genginu.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Innlent Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Innlent Útilokar ekki frekari aðgerðir Innlent „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Erlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent Ekki boðlegt að tré storki örlögum fólks á landsbyggðinni Innlent Fleiri fréttir Heggur ísskúlptúra í bílskúrnum Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Býður sig fram til formanns Siðmenntar Rækta 60 tonn af íslenskum jarðarberjum Útilokar ekki frekari aðgerðir Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Leynd yfir meirihlutaþreifingum í Reykjavík og upphitun fyrir ofurskálina Kannast ekki við að Samfylkingin hafi hótað slitum í umtöluðu fundarhléi Alþjóðasamfélagið þurfi að venjast nýrri taktík Trump Vara við hættu á skriðum og grjóthruni á Vestfjörðum Ekki boðlegt að tré storki örlögum fólks á landsbyggðinni Einar segir Samfylkinguna hafa hótað meirihlutaslitum þremur dögum fyrr Hamagangur á þinginu hindri aðkomu Flokks fólksins að viðræðum Borgarstjóri tjáir sig um ákvörðunina Segist mjög ánægður og ekki hafa misreiknað sig Einar segir allt hafa verið stopp í borginni Útspil Flokks fólksins hafi komið „nokkuð á óvart“ Einar Þorsteins og Guðrún Hafsteins í Sprengisandi Rafmagnslaust í þremur götum í Fellahverfi Sex í fangaklefa í nótt Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Sjá meira