Ný heitavatnsuppspretta við Ölfusárbrú Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. júlí 2017 20:14 Sveitarfélagið Árborg datt heldur í lukkupottinn þegar stór heitavatnsuppspretta fannst við bæjardyrnar hjá Ölfusárbrú. Vatnið mun nýtast vel í þeirri uppbygginu sem á sér stað í sveitarfélaginu. Nýr foss, Selfoss, streymir nú í Ölfusá. Það hefur víða verið borað eftir heitu vatni í sveitarfélaginu í gegnum árin en oftast án árangurs. Nú fundu hins vegar bormenn hjá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða vatnið í Jórutúninu á Selfossi. Bæjarstjórinn er ánægður sem von er. „Það er nýtt hjá okkur að vera að bora hér innan bæjar. Við höfum hingað til sótt vatnið aðeins út fyrir bæinn og meira að segja til annarra bæjarfélaga. En við erum að bora núna bara rétt við endann á Ölfusárbrú og þar erum við að sjá að við erum að fá ágætlega heitt vatn. Frekari rannsóknir leiða í ljós hvað það er mikið af því en þetta lofar góðu,“ segir Ásta Stefánsdóttir, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Árborgar. „Það er auðvitað frábært að þurfa ekki að sækja vatnið lengra en þetta því það er dýrt að leggja allar aðveitulagnir og þess háttar en við sjáum fram á að mögulega geta nýtt þetta vatn fyrir alla þá uppbyggingu sem hér hinum megin við ána.“ Nýr og myndarlegur foss hefur myndast þar sem nýja vatnið fannst og rennur hann ofan í Ölfusá. „Þetta er sennilega Selfoss, sem túristarnir eru alltaf að leita að.“ Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Sjá meira
Sveitarfélagið Árborg datt heldur í lukkupottinn þegar stór heitavatnsuppspretta fannst við bæjardyrnar hjá Ölfusárbrú. Vatnið mun nýtast vel í þeirri uppbygginu sem á sér stað í sveitarfélaginu. Nýr foss, Selfoss, streymir nú í Ölfusá. Það hefur víða verið borað eftir heitu vatni í sveitarfélaginu í gegnum árin en oftast án árangurs. Nú fundu hins vegar bormenn hjá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða vatnið í Jórutúninu á Selfossi. Bæjarstjórinn er ánægður sem von er. „Það er nýtt hjá okkur að vera að bora hér innan bæjar. Við höfum hingað til sótt vatnið aðeins út fyrir bæinn og meira að segja til annarra bæjarfélaga. En við erum að bora núna bara rétt við endann á Ölfusárbrú og þar erum við að sjá að við erum að fá ágætlega heitt vatn. Frekari rannsóknir leiða í ljós hvað það er mikið af því en þetta lofar góðu,“ segir Ásta Stefánsdóttir, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Árborgar. „Það er auðvitað frábært að þurfa ekki að sækja vatnið lengra en þetta því það er dýrt að leggja allar aðveitulagnir og þess háttar en við sjáum fram á að mögulega geta nýtt þetta vatn fyrir alla þá uppbyggingu sem hér hinum megin við ána.“ Nýr og myndarlegur foss hefur myndast þar sem nýja vatnið fannst og rennur hann ofan í Ölfusá. „Þetta er sennilega Selfoss, sem túristarnir eru alltaf að leita að.“
Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Sjá meira