Saknar fjölskyldunnar alltaf sárt Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 13. desember 2017 17:15 Svala Björgvins heldur íslensk-bandarísk jól í Los Angeles í ár og vill heldur gefa heimilislausum mat en að eyða miklu í jólagjafir. MYND/AÐSEND Það fer geðshræring um marga þegar þeir heyra söngkonuna Svölu Björgvins syngja jólalagið Þú og ég og jól, af sárri tilfinningu þess sem saknar æskujólanna og fólksins síns á jólum. Svala heldur jólin í Kaliforníu en heldur enn í jólasiði frá æskuheimilinu. Í laginu segir: Þú og ég og jól, ein í alfyrsta sinn. Orðin svona stór en í hjarta mér finn hvar stelpa lítil er, sem langar heim til sín, en hér erum við og jólin okkar. „Ég upplifði aldrei þann ljúfsára söknuð eða heimþrá sem lýst er í laginu,“ segir Svala sem flutti úr foreldrahúsum 21 árs. „Því þótt ég væri flutt að heiman fór ég áfram til foreldra minna á aðfangadagskvöld og Einar, maðurinn minn, var þar með mér.“ Svala og Einar fluttu til Los Angeles árið 2009 og hafa aðeins tvisvar síðan verið heima á Íslandi um jól. „Ég verð þó að viðurkenna að ég sakna alltaf fjölskyldunnar sárt á aðfangadag en þökk sé Skype getum við spjallað og séð hvert annað á þessum hátíðardegi.“ Þú og ég og jól er upprunalega ítalskt popplag með Ivana Spagna. „Lagið var í miklu uppáhaldi hjá mér þegar ég var átján ára og fékk að syngja tvö lög á Jólagestum 3. Ég var viss um að lagið myndi virka vel sem jólalag og ákvað að láta semja íslenskan texta við það. Lagið hefur lifað góðu lífi síðan og hefur sinn sjarma, en röddin er mjög ung og óreynd á upptökunni,“ segir Svala og hefur enn dálæti á laginu sem hún hefur oft sungið síðan á jólatónleikum og söng á Jólagestum föður síns, Björgvins Halldórssonar, nú í desember. „Annars hlusta ég yfirleitt aldrei á sjálfa mig og mína tónlist. Finnst það frekar óþægilegt og pínu asnalegt,“ segir Svala og hlær. „Ég hlusta hins vegar mikið á jólalögin með pabba, sem og aðra íslenska jólatónlist. Hún kemur mér alltaf í jólaskap. Ég elska jólalagið Það snjóar, með Sigurði Guðmundssyni, en mitt uppáhaldsjólalag er Driving Home for Christmas, með Chris Rea. Það er tær klassík og klikkar aldrei.“ Í laginu Þú og ég og jól segir: Svona var það heima, við sögðum bæði. Svona vil ég hafa í ró og næði. Við fundum okkar jól og útkoman er, að þetta er komið frá þér og þetta er kannski frá mér. En hvað skyldi Svala hafa tekið með sér úr jólahaldi æskuáranna yfir í sín fullorðinsjól? „Ég hef tileinkað mér þann sið æskujólanna að horfa alltaf á jólamyndina Christmas Vacation með Chevy Chase á Þorláksmessu, eins og við gerðum alltaf heima hjá mömmu og pabba. Svo erum við alltaf í kósífötum á aðfangadagskvöld og klæðum okkur ekki upp, enda þægilegast að vera í víðum og þægilegum kósígalla þegar maður borðar mikið,“ segir Svala sem hlakkar til að slappa af, sofa út og borða glás af góðum mat yfir hátíðarnar. „Við eyðum ekki miklu í jólagjafir. Ég vil frekar kaupa mat fyrir heimilislausa, því hér í Los Angeles búa svo ótrúlega margir á götunni og eiga ekkert. Við eigum ekki börn þannig að jólin snúast um frí og afslöppun. Ég held það muni breytast þegar maður eignast börn því jólin eru gjarnan þeirra tími og mikill spenningur fyrir jólaböllum og jólapökkum. Það verður gaman þegar við eignumst börn og jólin fara að snúast meira þau. Þá sér maður jólin með þeirra augum.“ Svala og Einar verða í Los Angeles um þessi jól. „Við höldum jól með nánum vinum okkar, þeim Anítu Briem leikkonu, manni hennar Constantine og Míu, dóttur þeirra. Þau búa við hliðina á okkur. Svo verður vinkona mín, Þórdís Imsland, hjá okkur um jólin sem verða ljúf og kósí. Við héldum jól með Anitu og Constantine fyrir nokkrum árum og það var æði. Þá brúnuðum við kartöflur og gerðum ekta íslenska brúna sósu. Þetta verður því yndisleg blanda af íslenskum og amerískum jólum.“ Jólalög Mest lesið Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Heimagert rauðkál að hætti Helgu Sig Jól Marengshringur og jólakonfekt Evu Laufeyjar úr Ísland í dag Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Wellington-grænmetisætunnar Jól Jólastöðin er komin í loftið Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir herrann Jól Fleiri fréttir Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira
Það fer geðshræring um marga þegar þeir heyra söngkonuna Svölu Björgvins syngja jólalagið Þú og ég og jól, af sárri tilfinningu þess sem saknar æskujólanna og fólksins síns á jólum. Svala heldur jólin í Kaliforníu en heldur enn í jólasiði frá æskuheimilinu. Í laginu segir: Þú og ég og jól, ein í alfyrsta sinn. Orðin svona stór en í hjarta mér finn hvar stelpa lítil er, sem langar heim til sín, en hér erum við og jólin okkar. „Ég upplifði aldrei þann ljúfsára söknuð eða heimþrá sem lýst er í laginu,“ segir Svala sem flutti úr foreldrahúsum 21 árs. „Því þótt ég væri flutt að heiman fór ég áfram til foreldra minna á aðfangadagskvöld og Einar, maðurinn minn, var þar með mér.“ Svala og Einar fluttu til Los Angeles árið 2009 og hafa aðeins tvisvar síðan verið heima á Íslandi um jól. „Ég verð þó að viðurkenna að ég sakna alltaf fjölskyldunnar sárt á aðfangadag en þökk sé Skype getum við spjallað og séð hvert annað á þessum hátíðardegi.“ Þú og ég og jól er upprunalega ítalskt popplag með Ivana Spagna. „Lagið var í miklu uppáhaldi hjá mér þegar ég var átján ára og fékk að syngja tvö lög á Jólagestum 3. Ég var viss um að lagið myndi virka vel sem jólalag og ákvað að láta semja íslenskan texta við það. Lagið hefur lifað góðu lífi síðan og hefur sinn sjarma, en röddin er mjög ung og óreynd á upptökunni,“ segir Svala og hefur enn dálæti á laginu sem hún hefur oft sungið síðan á jólatónleikum og söng á Jólagestum föður síns, Björgvins Halldórssonar, nú í desember. „Annars hlusta ég yfirleitt aldrei á sjálfa mig og mína tónlist. Finnst það frekar óþægilegt og pínu asnalegt,“ segir Svala og hlær. „Ég hlusta hins vegar mikið á jólalögin með pabba, sem og aðra íslenska jólatónlist. Hún kemur mér alltaf í jólaskap. Ég elska jólalagið Það snjóar, með Sigurði Guðmundssyni, en mitt uppáhaldsjólalag er Driving Home for Christmas, með Chris Rea. Það er tær klassík og klikkar aldrei.“ Í laginu Þú og ég og jól segir: Svona var það heima, við sögðum bæði. Svona vil ég hafa í ró og næði. Við fundum okkar jól og útkoman er, að þetta er komið frá þér og þetta er kannski frá mér. En hvað skyldi Svala hafa tekið með sér úr jólahaldi æskuáranna yfir í sín fullorðinsjól? „Ég hef tileinkað mér þann sið æskujólanna að horfa alltaf á jólamyndina Christmas Vacation með Chevy Chase á Þorláksmessu, eins og við gerðum alltaf heima hjá mömmu og pabba. Svo erum við alltaf í kósífötum á aðfangadagskvöld og klæðum okkur ekki upp, enda þægilegast að vera í víðum og þægilegum kósígalla þegar maður borðar mikið,“ segir Svala sem hlakkar til að slappa af, sofa út og borða glás af góðum mat yfir hátíðarnar. „Við eyðum ekki miklu í jólagjafir. Ég vil frekar kaupa mat fyrir heimilislausa, því hér í Los Angeles búa svo ótrúlega margir á götunni og eiga ekkert. Við eigum ekki börn þannig að jólin snúast um frí og afslöppun. Ég held það muni breytast þegar maður eignast börn því jólin eru gjarnan þeirra tími og mikill spenningur fyrir jólaböllum og jólapökkum. Það verður gaman þegar við eignumst börn og jólin fara að snúast meira þau. Þá sér maður jólin með þeirra augum.“ Svala og Einar verða í Los Angeles um þessi jól. „Við höldum jól með nánum vinum okkar, þeim Anítu Briem leikkonu, manni hennar Constantine og Míu, dóttur þeirra. Þau búa við hliðina á okkur. Svo verður vinkona mín, Þórdís Imsland, hjá okkur um jólin sem verða ljúf og kósí. Við héldum jól með Anitu og Constantine fyrir nokkrum árum og það var æði. Þá brúnuðum við kartöflur og gerðum ekta íslenska brúna sósu. Þetta verður því yndisleg blanda af íslenskum og amerískum jólum.“
Jólalög Mest lesið Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Heimagert rauðkál að hætti Helgu Sig Jól Marengshringur og jólakonfekt Evu Laufeyjar úr Ísland í dag Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Wellington-grænmetisætunnar Jól Jólastöðin er komin í loftið Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir herrann Jól Fleiri fréttir Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira