Boðar til mótmæla vegna fyrirhugaðra bónusgreiðslna Klakka Daníel Freyr Birkisson skrifar 13. desember 2017 10:34 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Magnús Scheving Thorsteinsson, forstjóri Klakka. vísir „Mér er svo gjörsamlega misboðið að ég á varla til eitt einasta aukatekið orð,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í Facebook-færslu þar sem hann lýsir yfir vonbrigðum sínum með fyrirhugaðan bónuspott stjórnenda eignarhaldsfélagsins Klakka upp á 550 milljónir króna. Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins, greindi frá bónuslaunum stjórnenda félagsins í morgun. Ragnar spyr á Facebook-síðu sinni hvort fólk hafi áhuga á því að mótmæla fyrir utan Klakka í Ármúla 1, föstudaginn næstkomandi kl. 13 með því að þeyta úr bílflautum. „Fólk gæti keyrt framhjá þegar það á lausan tíma um hádegisbil eða þess vegna allan föstudaginn og látið óánægju sína í ljós með því að flauta fyrir utan eða þegar það keyrir framhjá. Er einhver stemning fyrir þessu?“ Hann segir þetta sorglegt ástand og er greinilega heitt í hamsi. „Að stjórnendur skuli voga sér að þiggja slíka bónusa er ekki bara grátlegt heldur algjörlega siðlaust. Þeim væri nær að skila þessum peningum til þeirra sem enn eiga um sárt að binda vegna þess skaða sem fyrirtækin ollu íslensku samfélagi. Að ofurlaunaðir stjórnendur skuli hugsanlega taka til sín allt að 60 milljónir hver í bónusgreiðslur er ekkert annað en viðbjóðslegt.“Sjá einnig: Samþykktu 550 milljóna bónuspott fyrir stjórnendur KlakkaStjórnendur og stjórnarmenn eignarhaldsfélagsins Klakka samþykktu á hluthafafundi á mánudag tillögu að kaupaukakerfi sem nær til þriggja starfsmanna, meðal annars forstjórans Magnúsar Scheving Thorsteinssonar, og sex manna stjórnar Klakka. Bónusarnir eru fyrirhugaðir vegna sölu á eignaleigufyrirtækinu Lykli, áður Lýsing, sem og vegna annarra eigna félagsins sem hafa þegar verið seldar á síðustu árum. Gætu stjórnendur því fengið allt að 60 milljónir króna á mann. Lífeyrissjóðir í hluthafahópi Klakka sendu ekki fulltrúa á fundinn til að greiða atkvæði um kaupaukakerfið, samkvæmt heimildum Markaðarins, en mætt var á fundinn fyrir hönd hluthafa sem eiga samtals 89,2 prósent hlut í Klakka.Hér má sjá Facebook-færslu Ragnars Þórs í heild. Tengdar fréttir Samþykktu 550 milljóna bónuspott fyrir stjórnendur Klakka Hluthafar Klakka, sem á Lykil, samþykktu kaupaukakerfi fyrir níu stjórnendur og stjórnarmenn félagsins. Lífeyrissjóðir eiga um 6 prósenta hlut en mættu ekki til að greiða atkvæði um kerfið. Hafa stutt stjórnarmann sem á rétt á bónus. 13. desember 2017 06:15 Ætla að selja Lykil Norræni fjárfestingarbankinn Beringer Finance hefur umsjón með söluferlinu en bankinn varð hlutskarpastur í valferli Klakka sem fram fór fyrr á þessu ári. 12. desember 2017 17:16 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
„Mér er svo gjörsamlega misboðið að ég á varla til eitt einasta aukatekið orð,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í Facebook-færslu þar sem hann lýsir yfir vonbrigðum sínum með fyrirhugaðan bónuspott stjórnenda eignarhaldsfélagsins Klakka upp á 550 milljónir króna. Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins, greindi frá bónuslaunum stjórnenda félagsins í morgun. Ragnar spyr á Facebook-síðu sinni hvort fólk hafi áhuga á því að mótmæla fyrir utan Klakka í Ármúla 1, föstudaginn næstkomandi kl. 13 með því að þeyta úr bílflautum. „Fólk gæti keyrt framhjá þegar það á lausan tíma um hádegisbil eða þess vegna allan föstudaginn og látið óánægju sína í ljós með því að flauta fyrir utan eða þegar það keyrir framhjá. Er einhver stemning fyrir þessu?“ Hann segir þetta sorglegt ástand og er greinilega heitt í hamsi. „Að stjórnendur skuli voga sér að þiggja slíka bónusa er ekki bara grátlegt heldur algjörlega siðlaust. Þeim væri nær að skila þessum peningum til þeirra sem enn eiga um sárt að binda vegna þess skaða sem fyrirtækin ollu íslensku samfélagi. Að ofurlaunaðir stjórnendur skuli hugsanlega taka til sín allt að 60 milljónir hver í bónusgreiðslur er ekkert annað en viðbjóðslegt.“Sjá einnig: Samþykktu 550 milljóna bónuspott fyrir stjórnendur KlakkaStjórnendur og stjórnarmenn eignarhaldsfélagsins Klakka samþykktu á hluthafafundi á mánudag tillögu að kaupaukakerfi sem nær til þriggja starfsmanna, meðal annars forstjórans Magnúsar Scheving Thorsteinssonar, og sex manna stjórnar Klakka. Bónusarnir eru fyrirhugaðir vegna sölu á eignaleigufyrirtækinu Lykli, áður Lýsing, sem og vegna annarra eigna félagsins sem hafa þegar verið seldar á síðustu árum. Gætu stjórnendur því fengið allt að 60 milljónir króna á mann. Lífeyrissjóðir í hluthafahópi Klakka sendu ekki fulltrúa á fundinn til að greiða atkvæði um kaupaukakerfið, samkvæmt heimildum Markaðarins, en mætt var á fundinn fyrir hönd hluthafa sem eiga samtals 89,2 prósent hlut í Klakka.Hér má sjá Facebook-færslu Ragnars Þórs í heild.
Tengdar fréttir Samþykktu 550 milljóna bónuspott fyrir stjórnendur Klakka Hluthafar Klakka, sem á Lykil, samþykktu kaupaukakerfi fyrir níu stjórnendur og stjórnarmenn félagsins. Lífeyrissjóðir eiga um 6 prósenta hlut en mættu ekki til að greiða atkvæði um kerfið. Hafa stutt stjórnarmann sem á rétt á bónus. 13. desember 2017 06:15 Ætla að selja Lykil Norræni fjárfestingarbankinn Beringer Finance hefur umsjón með söluferlinu en bankinn varð hlutskarpastur í valferli Klakka sem fram fór fyrr á þessu ári. 12. desember 2017 17:16 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Samþykktu 550 milljóna bónuspott fyrir stjórnendur Klakka Hluthafar Klakka, sem á Lykil, samþykktu kaupaukakerfi fyrir níu stjórnendur og stjórnarmenn félagsins. Lífeyrissjóðir eiga um 6 prósenta hlut en mættu ekki til að greiða atkvæði um kerfið. Hafa stutt stjórnarmann sem á rétt á bónus. 13. desember 2017 06:15
Ætla að selja Lykil Norræni fjárfestingarbankinn Beringer Finance hefur umsjón með söluferlinu en bankinn varð hlutskarpastur í valferli Klakka sem fram fór fyrr á þessu ári. 12. desember 2017 17:16