Mannvirðing og mannleysur Brynhildur Björnsdóttir skrifar 13. desember 2017 11:00 Bækur Gatið Yrsa Sigurðardóttir Veröld Kápa: Ragnar Helgi Ólafsson 350 bls. Prentuð í Finnlandi Maður rankar við sér í bíl á ferð og man ekkert hvernig hann komst þangað. Skömmu síðar finnst hann látinn í Gálgahrauni og lítill drengur inni í íbúðinni hans sem enginn leið er að finna deili á. Einnig beinist frásögnin að fjórum vinum sem búa yfir sameiginlegu leyndarmáli sem tengir þá þannig saman að þeim er ókleift að slíta vinskapnum. Þríeykið Erla, yfirmaður í lögreglunni, Huldar rannsóknarlögreglumaður og Freyja, sálfræðingur hjá Barnavernd, takast á hendur rannsókn og meðferð málsins og sem fyrr í bókum Yrsu fáum við að fylgjast með þeim bæði í starfi og einkalífi. Sögurnar af þessu þríeyki og glæpamálunum sem þau fást við að leysa eru komnar í nokkuð fastan farveg og það er orðið tilhlökkunarefni að fá árlega að líta aðeins inn í líf þeirra, flókið og oft hlálegt einkalífið og samskipti þeirra þriggja sem litast af ýmsum atvikum úr fortíðinni. Yrsa segir afar skemmtilega frá misheppnuðum viðreynslum þeirra á milli og vandamálum í einkalífinu sem snúast meðal annars um hvort það sé verjandi í húsnæðiseklunni sem er viðvarandi í Reykjavík þessi árin að taka að sér kyrkislöngu gegn því að fá að búa í fallegri íbúð á viðráðanlegu verði. Dásamleg mennska og daglegt líf í bland við spennandi ráðgátu gera Gatið að sérdeilis vel heppnaðri spennusögu og ekki má gleyma launfyndninni sem aldrei er langt undan. Undirtónn sögunnar er þó sýnu alvarlegri, glæpamálinu tengist nefnilega langvinnt og skipulagt kynferðisofbeldi, framkvæmt af kulda, yfirvegun og fullkominni lítilsvirðingu við manngildi og persónufrelsi einstaklingsins. Og í dag, þegar hver sagan á fætur annarri úr sviðslistum, tæknigeiranum, háskólasamfélaginu, íþróttaheiminum og síðast en ekki síst í þessu samhengi, réttargæslukerfinu, dregur upp mynd af einmitt þessu viðhorfi í samfélaginu er ekki laust við að efni þessarar sögu hitti á viðkvæma taug og kyndi undir ólgandi reiði yfir því ástandi sem allt of lengi hefur talist sjálfsagt og eðlilegt. Þó aðeins grófustu birtingarmyndirnar séu glæpsamlegar á forsendum laga og réttar og jafnvel þá fáist ekki dæmt nema í brotabroti þeirra mála sem kærð eru, eru það engu að síður þau viðhorf sem birtast í #metoo sögunum og einnig hjá persónum í þessari bók, þar sem virði kvenna er ekki meira en rjúpu eða refs, bráðar sem þarf að fella í algeru hugsunar- og tillitsleysi um áhrifin á líf og tilfinningar viðkomandi, og ungir menn leigja sér íbúð gagngert í þeim tilgangi að níðast á ungum konum og hælast um á eftir, eins og gerist í bókinni, það eru þessi viðhorf sem leiða til þess að glæpir gegn kynfrelsi og mannvirðingu eru framdir, glæpir sem verða síðan meðal annars að umfjöllunarefni í glæpa- og spennusögum. Það er óskandi að #metoo byltingin verði til þess að viðhorfin bak við þessa tegund glæpa hrekist inn í sögur og ljóð eins og Grýla og Leppalúði, verði að hryllingssögum um ónáttúru og óvætti í stað þess að lýsa bláköldum og nístandi raunveruleika alltof margra. Niðurstaða: Spennandi, vel fléttuð og skrifuð glæpasaga sem tæpir á knýjandi málum í samtímanum.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. desember. Bókmenntir Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bækur Gatið Yrsa Sigurðardóttir Veröld Kápa: Ragnar Helgi Ólafsson 350 bls. Prentuð í Finnlandi Maður rankar við sér í bíl á ferð og man ekkert hvernig hann komst þangað. Skömmu síðar finnst hann látinn í Gálgahrauni og lítill drengur inni í íbúðinni hans sem enginn leið er að finna deili á. Einnig beinist frásögnin að fjórum vinum sem búa yfir sameiginlegu leyndarmáli sem tengir þá þannig saman að þeim er ókleift að slíta vinskapnum. Þríeykið Erla, yfirmaður í lögreglunni, Huldar rannsóknarlögreglumaður og Freyja, sálfræðingur hjá Barnavernd, takast á hendur rannsókn og meðferð málsins og sem fyrr í bókum Yrsu fáum við að fylgjast með þeim bæði í starfi og einkalífi. Sögurnar af þessu þríeyki og glæpamálunum sem þau fást við að leysa eru komnar í nokkuð fastan farveg og það er orðið tilhlökkunarefni að fá árlega að líta aðeins inn í líf þeirra, flókið og oft hlálegt einkalífið og samskipti þeirra þriggja sem litast af ýmsum atvikum úr fortíðinni. Yrsa segir afar skemmtilega frá misheppnuðum viðreynslum þeirra á milli og vandamálum í einkalífinu sem snúast meðal annars um hvort það sé verjandi í húsnæðiseklunni sem er viðvarandi í Reykjavík þessi árin að taka að sér kyrkislöngu gegn því að fá að búa í fallegri íbúð á viðráðanlegu verði. Dásamleg mennska og daglegt líf í bland við spennandi ráðgátu gera Gatið að sérdeilis vel heppnaðri spennusögu og ekki má gleyma launfyndninni sem aldrei er langt undan. Undirtónn sögunnar er þó sýnu alvarlegri, glæpamálinu tengist nefnilega langvinnt og skipulagt kynferðisofbeldi, framkvæmt af kulda, yfirvegun og fullkominni lítilsvirðingu við manngildi og persónufrelsi einstaklingsins. Og í dag, þegar hver sagan á fætur annarri úr sviðslistum, tæknigeiranum, háskólasamfélaginu, íþróttaheiminum og síðast en ekki síst í þessu samhengi, réttargæslukerfinu, dregur upp mynd af einmitt þessu viðhorfi í samfélaginu er ekki laust við að efni þessarar sögu hitti á viðkvæma taug og kyndi undir ólgandi reiði yfir því ástandi sem allt of lengi hefur talist sjálfsagt og eðlilegt. Þó aðeins grófustu birtingarmyndirnar séu glæpsamlegar á forsendum laga og réttar og jafnvel þá fáist ekki dæmt nema í brotabroti þeirra mála sem kærð eru, eru það engu að síður þau viðhorf sem birtast í #metoo sögunum og einnig hjá persónum í þessari bók, þar sem virði kvenna er ekki meira en rjúpu eða refs, bráðar sem þarf að fella í algeru hugsunar- og tillitsleysi um áhrifin á líf og tilfinningar viðkomandi, og ungir menn leigja sér íbúð gagngert í þeim tilgangi að níðast á ungum konum og hælast um á eftir, eins og gerist í bókinni, það eru þessi viðhorf sem leiða til þess að glæpir gegn kynfrelsi og mannvirðingu eru framdir, glæpir sem verða síðan meðal annars að umfjöllunarefni í glæpa- og spennusögum. Það er óskandi að #metoo byltingin verði til þess að viðhorfin bak við þessa tegund glæpa hrekist inn í sögur og ljóð eins og Grýla og Leppalúði, verði að hryllingssögum um ónáttúru og óvætti í stað þess að lýsa bláköldum og nístandi raunveruleika alltof margra. Niðurstaða: Spennandi, vel fléttuð og skrifuð glæpasaga sem tæpir á knýjandi málum í samtímanum.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. desember.
Bókmenntir Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira