Starfsmenn Vegagerðarinnar munu í dag vinna að því að taka niður öryggisgirðingar á milli akbrauta á Miklubraut, eða frá Snorrabraut til austurs í átt að Lönguhlíð.
Vegna þess verður hraði um vinnusvæðið lækkaður niður í 50 kílómetra og eru vegfarendur beðnir að virða merkingar.
Þessar girðingar þykja hættulegar, sem sannaðist nýverið þegar bíl var ekið utan í eina slíka á Miklubraut til móts við Skeifuna með þeim afleiðingum að ökumaðurinn kastaðist út og hafnaði á öryggisgirðingu, þar sem hann beið bana.
Taka niður öryggisgirðingar milli akbrauta

Tengdar fréttir

Banaslys á Miklubraut
Banaslys varð á Miklubraut við Réttarholtsveg á níunda tímanum í morgun.